Keflavík herjar á toppsæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir 3:1-sigur á lánlausu liði ÍBV í Vestmannaeyjum sem nú hefur ekki unnið sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Topplið Fram bjargaði stig á heimavelli með marki seint í uppbótartíma gegn Vestra, 1:1, og Leiknir úr Reykjavík heldur fast í við toppliðin eftir 2:1-sigur á nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði.
Joseph Gibbs skoraði í tvígang og Kian Williams kom Keflvíkingum í þriggja marka forystu áður en Jón Jökull Hjaltason minnkaði muninn fyrir heimamenn en þar við sat. Keflavík er nú með 30 stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Fram. Eyjamenn hafa sem áður er sagt ekki unnið leik síðan gegn Aftureldingu 18. ágúst og eru í 4. sæti með 25 stig.
Framarar eru á toppnum með 32 stig eftir að þeir mörðu stig gegn Vestra í Safamýrinni. Fred Saraiva fékk beint rautt spjald í liði Fram eftir átján mínútna leik og virtust gestirnir ætla að hirða stigin þrjú þegar Pétur Bjarnason kom þeim yfir á 87. mínútu. Tíu Framarar dóu þó ekki ráðalausir og Gunnar Gunnarsson jafnaði metin seint í uppbótartímanum.
Sævar Atli Magnússon skoraði tvennu með stuttu millibili í fyrri hálfleik fyrir Leikni úr Reykjavík sem vann 2:1-sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í Breiðholtinu. Arkadiuz Grzelak minnkaði muninn fyrir gestina úr vítaspyrnu rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.
Að lokum skildu Víkingur Ólafsvík og Grindavík jöfn, 2:2, í Ólafsvík. Aron Jóhannsson kom gestunum í tveggja marka forystu með mörkum á 11. og 53. mínútu en Harley Willard minnkaði muninn fyrir Ólafsvíkinga á 54. mínútu. Josip Zeba fékk að líta rautt spjald tíu mínútum síðar og heimamenn nýttu liðsmuninn, Gonzalo Zamorano jafnaði metin á 77. mínútu. Víkingar eru í 8. sæti með 16 stig en Grindavík í 6. sæti með 22 stig.
Markaskorarar fengnir af úrslit.net.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |