Keflavík vann lánlausa Eyjamenn

Úr leiknum í Vestmannaeyjum í dag.
Úr leiknum í Vestmannaeyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús

Kefla­vík herj­ar á topp­sæti Lengju­deild­ar karla í knatt­spyrnu eft­ir 3:1-sig­ur á lán­lausu liði ÍBV í Vest­manna­eyj­um sem nú hef­ur ekki unnið sig­ur í síðustu fjór­um leikj­um sín­um. Topplið Fram bjargaði stig á heima­velli með marki seint í upp­bót­ar­tíma gegn Vestra, 1:1, og Leikn­ir úr Reykja­vík held­ur fast í við toppliðin eft­ir 2:1-sig­ur á nöfn­um sín­um frá Fá­skrúðsfirði.

Joseph Gibbs skoraði í tvígang og Kian Williams kom Kefl­vík­ing­um í þriggja marka for­ystu áður en Jón Jök­ull Hjalta­son minnkaði mun­inn fyr­ir heima­menn en þar við sat. Kefla­vík er nú með 30 stig í öðru sæti, tveim­ur stig­um á eft­ir Fram. Eyja­menn hafa sem áður er sagt ekki unnið leik síðan gegn Aft­ur­eld­ingu 18. ág­úst og eru í 4. sæti með 25 stig.

Fram­ar­ar eru á toppn­um með 32 stig eft­ir að þeir mörðu stig gegn Vestra í Safa­mýr­inni. Fred Sarai­va fékk beint rautt spjald í liði Fram eft­ir átján mín­útna leik og virt­ust gest­irn­ir ætla að hirða stig­in þrjú þegar Pét­ur Bjarna­son kom þeim yfir á 87. mín­útu. Tíu Fram­ar­ar dóu þó ekki ráðalaus­ir og Gunn­ar Gunn­ars­son jafnaði met­in seint í upp­bót­ar­tím­an­um.

Sæv­ar Atli Magnús­son skoraði tvennu með stuttu milli­bili í fyrri hálfleik fyr­ir Leikni úr Reykja­vík sem vann 2:1-sig­ur á Leikni frá Fá­skrúðsfirði í Breiðholt­inu. Arka­diuz Grzelak minnkaði mun­inn fyr­ir gest­ina úr víta­spyrnu rúm­um tíu mín­út­um fyr­ir leiks­lok.

Að lok­um skildu Vík­ing­ur Ólafs­vík og Grinda­vík jöfn, 2:2, í Ólafs­vík. Aron Jó­hanns­son kom gest­un­um í tveggja marka for­ystu með mörk­um á 11. og 53. mín­útu en Harley Will­ard minnkaði mun­inn fyr­ir Ólafs­vík­inga á 54. mín­útu. Josip Zeba fékk að líta rautt spjald tíu mín­út­um síðar og heima­menn nýttu liðsmun­inn, Gonzalo Zamorano jafnaði met­in á 77. mín­útu. Vík­ing­ar eru í 8. sæti með 16 stig en Grinda­vík í 6. sæti með 22 stig.

Marka­skor­ar­ar fengn­ir af úr­slit.net.

Úr leik Gríndavíkur og Víkinga úr Ólafsvík í dag.
Úr leik Grínda­vík­ur og Vík­inga úr Ólafs­vík í dag. mbl.is/​Al­fons
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert