Óskar jafnar leikjamet Birkis

Óskar Örn Hauksson er kominn með 321 leik, jafnmarga og …
Óskar Örn Hauksson er kominn með 321 leik, jafnmarga og Birkir Kristinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskar Örn Hauks­son fyr­irliði KR-inga jafnaði rétt í þessu leikja­metið í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu þegar hann kom inn á sem varamaður hjá KR gegn Stjörn­unni í viður­eign liðanna á Meist­ara­völl­um.

Óskar leik­ur í dag sinn 321. leik í deild­inni, með KR og Grinda­vík, og hef­ur þar með náð Birki Krist­ins­syni fyrr­ver­andi landsliðsmarkverði. Þetta er sautjánda tíma­bil Óskars í deild­inni og hann hef­ur ekki misst úr leik með KR frá ár­inu 2015.

Birkir Kristinsson lék síðast með ÍBV árið 2006.
Birk­ir Krist­ins­son lék síðast með ÍBV árið 2006. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Birk­ir lék 321 leik í marki KA, ÍA, Fram og ÍBV í deild­inni á ár­un­um 1984 til 2006 en Birk­ir hef­ur átt metið frá 7. júní 2004 þegar hann sló met Kefl­vík­ings­ins Gunn­ars Odds­son­ar með því að spila sinn 295. leik í deild­inni. Birk­ir missti ekki úr leik í deild­inni í ell­efu ár í röð, frá 1985 til 1995. Síðasta leik­inn lék hann 42 ára gam­all gegn KR í Vest­ur­bæn­um 24. ág­úst 2006.

Gunn­ar er núna í fjórða sæti yfir þá leikja­hæstu með 294 leiki því Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son markvörður fór fram úr hon­um á síðasta ári og er þriðji leikja­hæst­ur með 304 leiki fyr­ir KR, Kefla­vík, HK, FH og Breiðablik en Gunn­leif­ur hef­ur ekki spilað leik á þessu ári.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert