„Verðum að fara klára þessa leiki“

Viktor Karl tekur innkast í leiknum gegn FH í kvöld.
Viktor Karl tekur innkast í leiknum gegn FH í kvöld. mbl.is/Íris

„Þetta eru fyrst og fremst þvílík vonbrigði. Það er orðið þreytt að stjórna leiknum en fá síðan ekkert út úr því,“ segir Viktor Karl Einarsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Breiðablik tapaði 3:1 gegn FH í 16. umferð Pepsi Max deildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 

Leik­ur­inn var held­ur tíðinda­laus fram­an af og oft lang­ir kafl­ar þar sem lítið var um að vera. Liðin spiluðu bæði frek­ar fram­ar­lega á vell­in­um en hvor­ugu þeirra tókst að skapa ein­hver efni­leg tæki­færi. Bæði lið áttu í mikl­um erfiðleik­um með föst leik­atriði. Steven Lennon kom FH yfir á 34 mín­útu, en Vikt­or Karl jafnaði met­in fyr­ir Breiðablik skömmu fyr­ir lok fyrri hálfleiks. Það var því jafnt í leik­hléi. 

FH-ing­ar komu hins veg­ar af mikl­um krafti í síðari hálfleik og komst FH yfir að nýju á 77. mín­útu, en þar var Lennon aft­ur á ferð. Atli Guðna­son tryggði svo 3:1 sig­ur FH-inga á 90. mín­útu. 

Síðustu mín­út­um leiks­ins sóttu Blikar af krafti, en gæðin í sókn­ar­leikn­um voru ein­fald­lega ekki nógu mik­il. Mikið var um mis­heppnaðar send­ing­ar og þeim tókst ekki að nýta sér föst leik­atriði. 

„Mér fannst við koma af krafti í leikinn og stjórna honum frá A til Ö. Þeir gerðu það sem þeir gera vel, falla til baka og treysta á að við gerum mistök svo þeir geti nýtt sér skyndisóknirnar sem þeir gerðu listavel í dag. En mín upplifun var ekki að þeir hafi verið kraftmeiri í dag. Við gefum „soft“ mörk eins og er búið að vera gerast í síðustu leikjum og á endanum er það þess vegna sem við vinnum ekki,“ segir Viktor. 

Viktor tekur undir það að vantað hafi upp á gæði liðsins í föstum leikatriðum og sendingum í vallarhelmingi FH, 

„Það gekk mjög erfiðlega. Það er kannski ekki okkar styrkleiki að treysta á einhver föst leikatriði en vissulega fengum við einhverja hálf-sénsa úr föstum leikatriðum. Okkar styrkleiki er að skapa tækifæri úr opnum leik sem við gerðum kannski í besta falli ágætlega í dag. Ég hefði kannski viljað sjá meiri gæði á síðasta þriðjungi í að loka sendingum og svona. Það er held ég ástæðan fyrir því að við skoruðum ekki fleiri mörk hérna í dag, gæðin á síðasta þriðjungi,“ segir Viktor. 

Breiðablik er nú í 3. sæti deildarinnar með 23 stig. Viktor segir liðið verða að fara sigla leikjum heim. 

„Mér finnst við vera spila mjög vel. Við erum að skapa fullt af færum og stjórna leikjum þannig séð, en við verðum bara að fara klára þessa leiki og sigla þessu heim í staðinn fyrir að vera gefa svona mörk þegar við erum annars að spila ágætlega,“ segir Viktor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert