Fred ætlar ekki að yfirgefa Safamýrina

Ásgrímur Helgi Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fram og Fred Saraiva við …
Ásgrímur Helgi Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fram og Fred Saraiva við undirritun samningsins í dag. Ljósmynd/Fram

Bras­il­íski knatt­spyrnumaður­inn Fred Sarai­va ætl­ar að leika áfram með Frömur­um næstu árin þátt fyr­ir að hann hafi verið tals­vert orðaður við úr­vals­deild­arlið að und­an­förnu.

Fred leik­ur nú sitt þriðja ár með Fram í 1. deild­inni og skrifaði í dag und­ir nýj­an samn­ing til næstu tveggja ára þannig að hann ætl­ar að leika með liðinu í það minnsta út keppn­is­tíma­bilið 2022.

Fred sem er 24 ára gam­all gekk til liðs við Fram fyr­ir keppn­is­tíma­bilið 2018 frá bras­il­íska fé­lag­inu SC Sao Pau­lo og er því að leika sitt þriðja tíma­bil á Íslandi.  Hann hef­ur frá upp­hafi verið mik­il­væg­ur hlekk­ur í Framliðinu og hef­ur í heild­ina spilað 72 leiki og gert í þeim 26 mörk. Þar af eru 56 leik­ir og 17 mörk með liðinu í B-deild­inni og þá skoraði Fred fjög­ur mörk í fimm leikj­um Fram­ara í bik­ar­keppn­inni á þessu ári.

Fred Saraiva í leik með Fram.
Fred Sarai­va í leik með Fram. mbl.is/Í​ris

Hann var val­inn besti leikmaður Fram á síðasta tíma­bili en þá spilaði hann 20 leiki í 1. deild­inni og skoraði 8 mörk, auk þess að skora tví­veg­is í þrem­ur bikarleikj­um.

„Fred verið öfl­ug­ur í að búa til tæki­færi og leggja upp mörk fyr­ir fé­laga sína í liðinu og verið sér­lega öfl­ug­ur á yf­ir­stand­andi tíma­bili. Knatt­spyrnu­deild Fram vænt­ir mik­ils af Fred hér eft­ir sem hingað til og bind­ur mikl­ar von­ir við hans frammistöðu í Fram­bún­ingn­um á næstu árum" sagði Ásgrím­ur Helgi Ein­ars­son formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fram.

Fram­ar­ar taka á móti Grind­vík­ing­um á Fram­vell­in­um í Safa­mýri klukk­an 19.15 en þar freista þeir þess að kom­ast aft­ur í efsta sæti 1. deild­ar karla, Lengju­deild­ar­inn­ar. Fred miss­ir af þess­um leik þar sem hann tek­ur út leik­bann.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert