Sjötti sigur FH í sjö leikjum

FH vann Fylki í Árbænum.
FH vann Fylki í Árbænum. mbl.is/Arnþór Birkisson

FH vann 4:1 þegar Fylk­ir og FH átt­ust við í Pepsi Max-deild karla í knatt­spyrnu á Würth-vell­in­um í Árbæn­um í kvöld. Fylk­ir er í fimmta sæti með 22 stig og FH í öðru sæti með 29 stig.

Staðan að lokn­um fyrri hálfleik var marka­laus en stífl­an brast í síðari hálfleik eins og seg­ir í stuðnings­manna­lagi Fylk­is. Það voru þó FH-ing­ar sem skoruðu fjór­um sinn­um í síðari hálfleik og fara heim með stig­in þrjú. 

Fyr­irliðinn Björn Daní­el Sverris­son kom FH í 2:0 með tveim­ur mörk­um á 48. og 59. mín­útu. Ólaf­ur Karl Fin­sen bætti þriðja mark­inu við aðeins tveim­ur mín­út­um síðar. Arn­ór Gauti Ragn­ars­son minnkaði mun­inn fyr­ir Fylki á 64. mín­útu en sjálfs­mark á 69. mín­útu réði end­an­lega úr­slit­um. 

Úrslit leiks­ins eru kannski svo­lítið und­ar­leg ef menn skoða töl­urn­ar yfir skottilraun­ir. Fylk­is­menn áttu sautján til­raun­ir og bæði lið gátu því skorað mörg mörk. Gunn­ar Niel­sen lék mjög vel í marki FH og það get­ur virkað sér­stakt að nefna það sér­stak­lega þegar lið vinn­ur 4:1. En það á al­veg við í þessu til­felli. 

FH-liðið vann sjötta leik­inn af síðustu sjö í deild­inni sem seg­ir allt um hversu vel liðið spil­ar um þess­ar mund­ir. Eft­ir að liðið komst yfir þá átti maður ekki von á því að liðið myndi sleppa hend­inni af þeirri stöðu. Þeir fylgdu því vel á eft­ir og komust í 3:0. Eft­ir það var orðið erfitt fyr­ir Fylki að ná ein­hverju út úr leikn­um. 

Leik­ur­inn var mjög op­inn í fyrri hálfleik og þá áttu bæði liðin sín tæki­færi. Þórður Gunn­ar Hafþórs­son var mjög ógn­andi hægra meg­in hjá Fylki og heima­menn völdu hann mann leiks­ins hjá Fylki. Það virðist henta hon­um vel að spila gegn FH því hann skoraði í fyrri leik liðanna í Kaplakrika sem Fylk­ir vann 2:1. 

Fylk­is­menn þurfa að venj­ast því að vera án Valdi­mars Þórs Ingi­mund­ar­son­ar sem er far­inn í at­vinnu­mennsku. Það gæti tekið tíma enda hef­ur hann verið hættu­leg­asti maður liðsins síðustu tvö tíma­bil. En þeir þurfa að vera snögg­ir að finna nýj­ar ógn­an­ir enda er stutt á milli leikja. 

FH-ing­ar mæta Vals­mönn­um á fimmtu­dag en þessi lið eiga enn eft­ir að mæt­ast. Sú viður­eign verður mjög fróðleg enda bæði lið bú­inn að hala inn stig­in und­an­farn­ar vik­ur. Leik­ur­inn í kvöld gæti haft mjög góð áhrif á Björn Daní­el sem skoraði tví­veg­is. Gerði vel í báðum til­fell­um og mörk­in ólík. Hið fyrra var snyrti­legt skalla­mark eft­ir horns­spyrnu en hið síðara fast skot vel utan teigs. Með Eggerti og Þóri á miðjunni þá er sá mögu­leiki fyr­ir hendi að Björn sé at­kvæðamik­ill í sókn­ar­leik FH. Eins er auðvitað gott fyr­ir Ólaf Karl að skora enda kom hann til liðsins á miðju tíma­bili. 

Fylk­ir 1:4 FH opna loka
skorar Arnór Gauti Ragnarsson (64. mín.)
Mörk
skorar Björn Daníel Sverrisson (48. mín.)
skorar Björn Daníel Sverrisson (59. mín.)
skorar Ólafur Karl Finsen (61. mín.)
skorar FH (69. mín.)
fær gult spjald Þórður Gunnar Hafþórsson (41. mín.)
fær gult spjald Ólafur Ingi Skúlason (71. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Steven Lennon (55. mín.)
fær gult spjald Baldur Sigurðsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Þriggja marka sigur FH.
90 Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) á skalla sem er varinn
90 Baldur Sigurðsson (FH) fær gult spjald
89 Daníel Steinar Kjartansson (Fylkir) á skot sem er varið
Lúmskt skot rétt utan teigs en vel varið hjá Gunnari.
86 Logi Hrafn Róbertsson (FH) kemur inn á
86 Ólafur Karl Finsen (FH) fer af velli
86 Daníel Steinar Kjartansson (Fylkir) kemur inn á
86 Djair Parfitt-Williams (Fylkir) fer af velli
85 Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) á skot sem er varið
Dauðafæri á markteig en skotið var laflaust.
84 Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) á skot framhjá
Skottilraun af löngu færi
83 Steven Lennon (FH) á skot framhjá
Skot utan teigs vinstra megin. Fín tilraun en yfir markið.
79 Fylkir (Fylkir) á skot sem er varið
Hættuleg fyrirgjöf frá Þórði Gunnari sem hefur verið sprækur á hægri kantinum. Boltinn fór sennilega af FH-ingi en gott viðbragð hjá Gunnari í markinu sem einnig hefur átt fínan leik.
78 Þórir Jóhann Helgason (FH) á skot framhjá
Keyrði inn í teiginn hægra megin en skaut föstu skoti í hliðarnetið utanvert.
77 Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir) kemur inn á
77 Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir) fer af velli
76 Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) kemur inn á
76 Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) fer af velli
75 Fylkir fær hornspyrnu
Frá hægri
72 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) kemur inn á
72 Jónatan Ingi Jónsson (FH) fer af velli
72 Baldur Sigurðsson (FH) kemur inn á
72 Eggert Gunnþór Jónsson (FH) fer af velli
71 Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir) fær gult spjald
Fyrir brot.
69 MARK! FH (FH) skorar
1:4. Sjálfsmark. Þegar Fylkismenn virtust eiga möguleika á því að hleypa lífi í leikinn kemur fjórða mark FH. Morten Beck Guldsmed komst í dauðafæri eftir þríhyrningsspil við Jónatan. Daninn hitti boltann illa og skotið stefndi framhjá vinstra megin en skotið fór í Ragnar Braga og þaðan í netið.
67 Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) á skalla sem fer framhjá
Náði ekki að stýra boltanum á markið.
67 Fylkir fær hornspyrnu
Frá hægri
65 Morten Beck Guldsmed (FH) kemur inn á
65 Björn Daníel Sverrisson (FH) fer af velli
65 Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir) kemur inn á
65 Michael Kedman (Fylkir) fer af velli
64 MARK! Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) skorar
1:3 Þórður Gunnar var inni í teignum hægra megin og renndu boltanum út í teiginn á Arnór Gauta sem afgreiddi boltann í netið.
61 MARK! Ólafur Karl Finsen (FH) skorar
0:3 FH-ingar ganga á lagið. Ólafur Karl lék inn í teiginn vinstra megin, lék á varnarmann og skoraði úr nokkuð þröngu færi.
59 MARK! Björn Daníel Sverrisson (FH) skorar
0:2 Glæsilegt mark. Fékk sennilega boltann frá Fylkismanni og var vel fyrir utan teiginn. Lét vaða og smellhitti tuðruna með vindinn í bakið. Boltinn söng í netinu og Bjarni Fel hefði orðað það.
55 Steven Lennon (FH) fær gult spjald
Sparkaði boltanum frá brotstað.
54 FH fær hornspyrnu
Frá hægri
54 Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) á skot sem er varið
Reyndi að fylgja eftir eigin skoti en Gunnar lokaði á hann.
54 Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) á skot sem er varið
Komst í færi hægra megin í teignum og náði föstu skoti en Gunnar varði frábærlega.
54 Ólafur Karl Finsen (FH) á skot framhjá
Gleymdi að halla sér yfir boltann og sendi hann nokkuð yfir markið.
53
FH fær aukaspyrnu á vítateigsboganum beint á móti markinu
50 Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) á skot framhjá
Fast skot af löngu færi en nokkuð framhjá.
48 MARK! Björn Daníel Sverrisson (FH) skorar
0:1 Hættuleg hornspyrna inn að markteig og Björn Daníel skallaði boltann í fjærhornið. Líklega var það Ólafur Karl sem tók hornið.
48 FH fær hornspyrnu
Aftur frá vinstri.
47 FH fær hornspyrnu
Frá vinstri
46 Michael Kedman (Fylkir) á skot framhjá
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Markalaust að loknum fyrri hálfleik. Ágætlega spilaður leikur og liðin hefðu hæglega getað skorað. Það kemur í síðari hálfleik.
45 Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) á skot framhjá
Gott skotfæri rétt utan teigs en skýtur yfir markið. Hefði átt að hitta markið þarna.
45 Steven Lennon (FH) á skot framhjá
Hætta við mark Fylkis. Þórir gaf góða sendingu á Hjört sem komst upp að endamörkum og sendi fyrir. Lennon kom á ferðinni en sendingin var í millihæð og hann náði hvort að skjóta né skalla. Boltann fór sennilega af brjóstkassanum og framhjá.
42 FH fær hornspyrnu
Frá vinstri.
42 Ólafur Karl Finsen (FH) á skot framhjá
Snéri á vítateigslínunni og náði skoti sem fór framhjá en virðist hafa snert Fylkismann.
41 Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) fær gult spjald
Sparkaði boltanum frá brotstað.
40
Þórður Gunnar gefur fyrir frá hægri en innarlega og Gunnar handsamar boltann.
39 Jónatan Ingi Jónsson (FH) á skot sem er varið
Skot úr þvögu í teignum en beint á Aron. Hættuleg sókn hjá FH.
39 Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) á skot framhjá
Lét vaða af tæplega 30 metra færi en yfir markið. Kraftur í skotinu.
32 Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) á skalla sem fer framhjá
Fín tilraun en rétt yfir markið.
31 Fylkir fær hornspyrnu
Frá hægri
30 Sam Hewson (Fylkir) á skot sem er varið
Gott skotfæri rétt utan teigs. Reyndi að setja boltann neðst í hægra hornið með innanfótarskoti en Gunnar var vel staðsettur.
29
Lennon kemur boltanum í netið hjá Fylki en markið dæmt af vegna rangstöðu.
26 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot framhjá
Misheppnað skot sem fór yfir markið.
26 Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir) á skot sem er varið
Þrumufleygur utan teigs og Gunnar þurfti að hafa fyrir því að verja þennan.
24 Ólafur Karl Finsen (FH) á skot sem er varið
Góð fyrirgjöf frá hægri frá Jónatan. Ólafur með skot úr miðjum teignum en Aron varði virkilega vel en boltinn enn upp við markið. Ragnar kom boltanum frá rétt í þann mund sem Lennon ætlaði að pota boltanum í netið.
21 Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) á skalla sem fer framhjá
Hætta við mark FH. Þórður Gunnar með fasta fyrirgjöf frá hægri og Arnór Gauti kom á móti boltanum á markteig. En líklega rak hann öxlina í boltann og náði ekki að skalla. Í það minnsta fór þessi tilraun hans framhjá markinu.
16 FH fær hornspyrnu
Frá vinstri
16 Jónatan Ingi Jónsson (FH) á skot sem er varið
Skottilraun í teignum en fór í varnarmann og aftur fyrir.
14 FH fær hornspyrnu
Frá vinstri
13 FH fær hornspyrnu
Frá hægri. FH fékk skyndisókn en Kedman bjargaði.
13 Fylkir fær hornspyrnu
Frá hægri. Gunnar markvörður sló boltann aftur fyrir.
12 Fylkir fær hornspyrnu
Frá hægri
10
Veðrið er ekki huggulegt á vellinum eins og er. Mikill vindur og rétt áðan kom hellidempa. UM 45 mínútum áður en leikurinn hófst kom raunar ansi myndarleg haglél.
8 FH fær hornspyrnu
Frá hægri
7 FH fær hornspyrnu
Frá vinstri
7 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot sem er varið
Skemmtileg sókn hjá FH. Léku inn í teiginn og Lennon lagði boltann lipurlega fyrir Björn sem var einn á móti Aroni Snæ sem náði að verja.
3
Ólafur Karl reyndi að koma sér í skotstöðu en Ásgeir drap tilraunina í fæðingu.
2 Fylkir fær hornspyrnu
Fínn sprettur hjá Þórði en FH-ingar komst fyrir fyrirgjöfina.
1 Leikur hafinn
FH-ingar byrja með boltann.
0
Arnór Borg leikmaður Fylkis og Eiður Smári þjálfari FH eru hálfbræður.
0
Fylkismenn eru án Daða Ólafssonar í kvöld. Hann mun vera í sóttkví.
0
FH-ingar hafa verið á siglingu síðustu vikurnar. Liðið hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni.
0
Sem kunnugt er varð Fylkir fyrir blóðtöku á dögunum þegar Valdimar Þór Ingimundarson fór utan í atvinnumennsku.
0
Fylkir vann fyrri leik liðanna í deildinni í Kaplakrika 2:1 hinn 13. júlí. Þórður Gunnar Hafþórsson og Arnór Borg Guðjohnsen skoruðu fyrir Fylki en Daníel Hafsteinsson fyrir FH.
0
Hvorugt liðið missti menn í leikbann í þessari umferð.
0
Fylkir er í fimmta sæti með 22 stig og FH í öðru sæti með 26 stig.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Fylkis og FH í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Fylkir: (3-5-2) Mark: Aron Snær Friðriksson. Vörn: Ragnar Bragi Sveinsson, Ásgeir Eyþórsson, Orri Sveinn Stefánsson. Miðja: Þórður Gunnar Hafþórsson, Ólafur Ingi Skúlason (Nikulás Val Gunnarsson 77), Sam Hewson, Djair Parfitt-Williams (Daníel Steinar Kjartansson 86), Michael Kedman (Orri Hrafn Kjartansson 65). Sókn: Arnór Gauti Ragnarsson (Hákon Ingi Jónsson 76), Arnór Borg Guðjohnsen.
Varamenn: Kristófer Leví Sigtryggsson (M), Axel Máni Guðbjörnsson, Hákon Ingi Jónsson, Andrés Már Jóhannesson, Nikulás Val Gunnarsson, Daníel Steinar Kjartansson, Orri Hrafn Kjartansson.

FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Hörður Ingi Gunnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Guðmann Þórisson, Hjörtur Logi Valgarðsson. Miðja: Eggert Gunnþór Jónsson (Baldur Sigurðsson 72), Þórir Jóhann Helgason, Björn Daníel Sverrisson (Morten Beck Guldsmed 65). Sókn: Jónatan Ingi Jónsson (Baldur Logi Guðlaugsson 72), Ólafur Karl Finsen (Logi Hrafn Róbertsson 86), Steven Lennon.
Varamenn: Daði Freyr Arnarsson (M), Logi Tómasson, Baldur Sigurðsson, Morten Beck Guldsmed, Einar Harðarson, Baldur Logi Guðlaugsson, Logi Hrafn Róbertsson.

Skot: FH 14 (8) - Fylkir 17 (9)
Horn: FH 9 - Fylkir 6.

Lýsandi: Kristján Jónsson
Völlur: Würth-völlurinn

Leikur hefst
21. sept. 2020 19:15

Aðstæður:

Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Þórður Þórðarson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert