ÍA fór langt með að fella Gróttu

ÍA og Grótta mætast í dag.
ÍA og Grótta mætast í dag. mbl.is/Sigurður Unnar

ÍA vann sinn fyrsta sig­ur í Pepsi Max-deild karla í fót­bolta síðan 15. ág­úst er liðið hafði bet­ur gegn Gróttu á heima­velli, 3:0. 

ÍA byrjaði á því að ná í tvær horn­spyrn­ur, en ekk­ert kom úr þeim. Var fyrri hálfleik­ur­inn með ró­legra móti í hávaðaroki og erfiðum aðstæðum, þangað til að ÍA fékk sína fimmtu horn­spyrnu á 26. mín­útu. Hana tók Tryggvi Hrafn Har­alds­son og gerði sér lítið fyr­ir og skoraði beint úr horn­inu. 

Gísli Lax­dal Unn­ars­son fékk fínt færi skömmu síðar en Há­kon Rafn Valdi­mars­son í marki Gróttu varði vel frá hon­um. Gróttu­menn, með vind­inn í and­litið, sköpuðu lítið sem ekk­ert í hálfleikn­um og var staðan í leik­hléi 1:1. 

Grótta lék ágæt­lega fram­an af í seinni hálfleik en það dugði skammt því varamaður­inn Sig­urður Hrann­ar Þor­steins­son skoraði annað markið á 82. mín­útu eft­ir fyr­ir­gjöf og sprett hjá Gísla Lax­dal Unn­ars­syni. Tryggvi Hrafn Har­alds­son gull­tryggði svo 3:0-sig­ur með marki úr víti sem hann náði í sjálf­ur und­ir lok­in og þar við sat. 

Skaga­menn að skilja Gróttu eft­ir

Eft­ir leik­inn er nán­ast hægt að af­skrifa Gróttu í botn­bar­átt­unni. Er liðið sjö stig­um frá ör­uggu sæti og þarf liðið því í það minnsta að vinna þrjá leiki af þeim sjö sem eft­ir eru. Grótta er með einn sig­ur í allt sum­ar og hef­ur liðið ekki verið ná­lægt því að bæta við öðrum sigri í nokkrun tíma. 

Leik­menn virðast ekki hafa mikla trú á að ná í sigra og ógnuðu Gróttu­menn lítið á Akra­nesi í kvöld. Liðið er í mjög stuttu máli ekki nægi­lega gott til að spila í efstu deild, eins og reiknað var með fyr­ir mót. Sig­ur í kvöld hefði gert mikið fyr­ir Gróttu en liðið var aldrei lík­legt til þess að ná í þrjú stig. 

Skaga­menn sloppn­ir

Eft­ir fína byrj­un á mót­inu hef­ur lítið gengið hjá ÍA síðustu vik­ur og var sig­ur­inn sá fyrsti í mánuð. Að skora hef­ur ekki verið vanda­mál hjá ÍA í sum­ar, held­ur hef­ur liðið lekið inn mörk­um. Að halda hreinu ætti að gefa mönn­um byr und­ir báða vængi fyr­ir kom­andi verk­efni. 

ÍA er með tölu­vert betra lið en bæði Fjöln­ir og Grótta og fóru Skaga­menn úr tí­unda sæti og upp í það sjö­unda með sigr­in­um. Gangi allt upp það sem eft­ir lif­ir tíma­bils get­ur ÍA blandað sér í Evr­ópu­bar­áttu, þótt það sé mjög lang­sótt. Það var já­kvætt fyr­ir ÍA að Tryggvi Hrafn Har­alds­son spilaði vel og þá eru ung­ir Skaga­menn á borð við Gísla Lax­dal Unn­ars­son að nýta tæki­færið vel sömu­leiðis. Það vant­ar ekki efniviðinn á Skag­an­um. 

ÍA 3:0 Grótta opna loka
skorar Tryggvi Hrafn Haraldsson (26. mín.)
skorar Sigurður Hrannar Þorsteinsson (82. mín.)
skorar úr víti Tryggvi Hrafn Haraldsson (88. mín.)
Mörk
fær gult spjald Hallur Flosason (51. mín.)
fær gult spjald Sigurður Hrannar Þorsteinsson (78. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Óskar Jónsson (42. mín.)
fær gult spjald Kjartan Kári Halldórsson (86. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Skagamenn sterkari í dag. Gróttumenn eru í afar slæmum málum í fallbaráttunni.
89 Marteinn Theodórsson (ÍA) kemur inn á
89 Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) fer af velli
89 Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) kemur inn á
89 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) fer af velli
89 Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) á skot framhjá
Færi! Tryggvi með fyrirgjöf á Ísak sem er í rosalega góðu færi í teignum en hann hittir ekki markið.
88 MARK! Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) skorar úr víti
3:0 - Afar öruggur. Gulltryggir stigin þrjú!
87 ÍA fær víti
Tryggvi Hrafn fellur í teignum eftir baráttu við Ólaf Karel og Skagamenn fá víti!
86 Kjartan Kári Halldórsson (Grótta) fær gult spjald
84 Grímur Ingi Jakobsson (Grótta) kemur inn á
84 Halldór Kristján Baldursson (Grótta) fer af velli
84 Kieran McGrath (Grótta) kemur inn á
84 Axel Freyr Harðarson (Grótta) fer af velli
82 MARK! Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) skorar
2:0 - ÍA að tryggja sér stigin þrjú! Gísli Laxdal með flottan sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf á Sigurð sem klárar virkilega vel úr teignum. Hans fyrsta mark í efstu deild.
80 Pétur Theódór Árnason (Grótta) á skot sem er varið
Færi! Karl Friðleifur með glæsilega fyrirgjöf á Pétur Theódór sem er aleinn á markteignum en hann hittir ekki boltann! Þarna átti hann að skora.
78 Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) fær gult spjald
Stöðvaði skyndisókn.
76 Kjartan Kári Halldórsson (Grótta) kemur inn á
76 Óskar Jónsson (Grótta) fer af velli
70 Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) á skot sem er varið
Af 25 metra færi eða svo, beint á Hákon sem lendir í smá basli en þetta sleppur að lokum.
68 Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) kemur inn á
Bræðraskipting.
68 Steinar Þorsteinsson (ÍA) fer af velli
67 Pétur Theódór Árnason (Grótta) á skalla sem fer framhjá
Vinnur skallaeinvígi eftir hornið en setur boltann langt framhjá.
66 Grótta fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna Gróttu. Þar eru Gróttumenn sterkir.
60 Karl Friðleifur Gunnarsson (Grótta) kemur inn á
60 Óliver Dagur Thorlacius (Grótta) fer af velli
60 Marcus Johansson (ÍA) kemur inn á
60 Jón Gísli Eyland (ÍA) fer af velli
60 Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) kemur inn á
60 Hallur Flosason (ÍA) fer af velli
60 Óliver Dagur Thorlacius (Grótta) á skot framhjá
Lætur vaða úr aukaspyrnu af 35 metrum eða svo, langt yfir.
55
Árni Snær er góða mínútu að taka aukaspyrnu nálægt markinu sínu þar sem boltinn fýkur alltaf áður en hann nær að taka spyrnuna! Skrautlegar aðstæður á Akranesi.
51 Hallur Flosason (ÍA) fær gult spjald
Stöðvar skyndisókn með peysutogi.
47 Axel Freyr Harðarson (Grótta) á skalla sem er varinn
Færið erfitt og boltinn beint á Árna. Gróttumenn eru með vindinn í bakið í seinni hálfleik.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Skagamenn marki yfir í hálfleik í frekar jöfnum leik. Markið kom beint úr hornspyrnu.
44 ÍA fær hornspyrnu
43 Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) á skot framhjá
Lætur vaða úr aukaspyrnunni og boltinn fer í Akraneshöllina. Rosalega langt yfir.
42 Óskar Jónsson (Grótta) fær gult spjald
Einhver átök á miðjunni. ÍA fær aukaspyrnu 35 metrum frá marki eða svo.
41 Óliver Dagur Thorlacius (Grótta) á skot sem er varið
Laust og beint á Árna sem ver auðveldlega.
39 Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) á skalla sem fer framhjá
Eftir hornið en rétt yfir. Ísak er sterkur skallamaður.
39 ÍA fær hornspyrnu
39 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) á skot sem er varið
Sleppur upp hægra megin og lætur vaða á nærstöngina en Hákon ver mjög vel. Virkilega góð tilraun og glæsilega varið.
34 Axel Freyr Harðarson (Grótta) á skot sem er varið
Hættulegt hægrifótar skot frá vinstri og Árni þarf að taka á honum stóra sínum við að slá boltann framhjá.
30 ÍA fær hornspyrnu
Tryggvi með hættulega fyrirgjöf og Ólafur Karel skallar rétt framhjá eigin marki.
26 MARK! Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) skorar
1:0 - Beint úr hornspyrnu! Tryggvi með hornið frá vinstri í vindinn og Hákon Rafn misreiknar sig illa og missir hann inn.
25 ÍA fær hornspyrnu
Fimmta hornspyrna Skagamanna.
23 ÍA fær hornspyrnu
Steinar með hættulega fyrirgjöf og Ólafur setur boltann í áttina að eigin marki og að lokum bjargar Hákon því að Ólafur skorar skrautlegt sjálfsmark.
16 Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) á skot framhjá
Fyrsta skotið í dag. Tryggvi vær boltann hægra megin og lætur vaða með vinstri rétt utan teigs. Ekki hans besta tilraun og boltinn nokkuð framhjá makrinu.
14 ÍA fær hornspyrnu
Gísli Laxdal með fína takta og hann vinnur horn. Það hefur lítið gerst í þessum leik annað en Skagamenn að vinna hornspyrnur. Ekkert komið út úr þeim til þessa.
7
Skyndisókn hjá Gróttu en fyrirgjöf Kristófer Melsted er ekki nægilega góð og þetta rennur út í sandinn. Það er hávaðarok á Skaganum og það gengur illa hjá báðum liðum að byggja upp sóknir.
2 ÍA fær hornspyrnu
Skagamenn fljótir í sókn, með vindinn í bakið.
1 ÍA fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Grótta byrjar með boltann og sækir í átt frá Akraneshöllinni.
0
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Gróttu gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá 2:2 jafnteflinu við Fjölni í síðasta leik. Arnar Þór Helgason og Sigurvin Reynisson fyrirliði eru báðir í leikbanni í dag og þá fara Axel Sigurðarson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Ástbjörn Þórðarson allir á bekkinn. Inn í liðið koma Bjarki Leósson, Óliver Dagur Thorlacius, Axel Freyr Harðarson, Tobias Sommer og nýliðinn Ólafur Karel Eiríksson. Þeir Sommer og Ólafur eru í fyrsta sinn í byrjunarliði Gróttu en þeir komu báðir inn á í fyrsta sinn gegn Fjölni. Sommer jafnaði þá metin í 2:2.
0
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá ósigrinum gegn Val, 2:4, í síðasta leik. Gísli Laxdal Unnarsson og Hallur Flosason koma inn í byrjunarliðið en í staðinn eru Marcus Johansson og Hlynur Sævar Jónsson á varamannabekknum í dag.
0
ÍA er í tíunda sæti með 14 stig og Grótta í ellefta sæti með sjö stig.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik ÍA og Gróttu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

ÍA: (4-3-3) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Hallur Flosason (Hlynur Sævar Jónsson 60), Óttar Bjarni Guðmundsson, Sindri Snær Magnússon, Brynjar Snær Pálsson. Miðja: Stefán Teitur Þórðarson, Ísak Snær Þorvaldsson (Marteinn Theodórsson 89), Steinar Þorsteinsson (Sigurður Hrannar Þorsteinsson 68). Sókn: Gísli Laxdal Unnarsson (Ingi Þór Sigurðsson 89), Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jón Gísli Eyland (Marcus Johansson 60).
Varamenn: Aron Bjarki Kristjánsson (M), Aron Kristófer Lárusson, Marteinn Theodórsson, Ingi Þór Sigurðsson, Hlynur Sævar Jónsson, Sigurður Hrannar Þorsteinsson, Marcus Johansson.

Grótta: (4-5-1) Mark: Hákon Rafn Valdimarsson. Vörn: Halldór Kristján Baldursson (Grímur Ingi Jakobsson 84), Ólafur Karel Eiríksson, Bjarki Leósson, Kristófer Melsted. Miðja: Kristófer Orri Pétursson, Tobias Sommer, Axel Freyr Harðarson (Kieran McGrath 84), Óskar Jónsson (Kjartan Kári Halldórsson 76), Óliver Dagur Thorlacius (Karl Friðleifur Gunnarsson 60). Sókn: Pétur Theódór Árnason.
Varamenn: Jón Ívan Rivine (M), Axel Sigurðarson, Kieran McGrath, Kjartan Kári Halldórsson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Ástbjörn Þórðarson, Grímur Ingi Jakobsson.

Skot: Grótta 6 (4) - ÍA 9 (5)
Horn: ÍA 8 - Grótta 1.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Norðurálsvöllurinn

Leikur hefst
21. sept. 2020 16:30

Aðstæður:
Rok, mikið rok, og haglél á köflum.

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Eysteinn Hrafnkelsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert