Íhaldssamir Blikar geta ekki unnið KR

Davíð Ingvarsson og Kennie Chopart í baráttunni á Kópavogsvelli.
Davíð Ingvarsson og Kennie Chopart í baráttunni á Kópavogsvelli. mbl.is/Arnþór Birkisson

Óskar Örn Hauks­son, fyr­irliði KR, lék sinn 322. leik í efstu deild og varð þar með leikja­hæsti maður deild­ar­inn­ar frá upp­hafi þegar KR vann 2:0-sig­ur gegn Breiðabliki í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Ægir Jarl Jóna­son kom KR-ing­um yfir strax á 10. mín­útu eft­ir frá­bær­an und­ir­bún­ing Stef­áns Árna Geirs­son­ar sem sendi hann í gegn með frá­bærri stungu­send­ingu.

Ægir Jarl vippaði bolt­an­um snyrti­lega með viðstöðulausu skoti fram hjá Ant­oni Ara Ein­ars­syni í marki Breiðabliks og staðan orðin 1:0.

Vikt­or Örn Mar­geirs­son varð svo fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark á 84. mín­útu þegar Óskar Örn Hauks­son slapp í gegn og þar við sat.

KR fer með sigr­in­um upp í þriðja sæti deild­arnn­ar í 26 stig og er nú 6 stig­um frá FH sem er með 32 stig en KR á leik til góða.

Breiðablik er áfram í fimmta sæti deild­ar­inn­ar með 23 stig eft­ir fimmtán spilaða leiki og er nú 3 stig­um frá Evr­óp­u­sæti.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Brynólfur Andersen Willumsson takast á.
Arn­ór Sveinn Aðal­steins­son og Bryn­ólf­ur And­er­sen Will­umsson tak­ast á. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Þrír af þrem­ur hjá KR

KR-ing­ar byrjuðu leik­inn af krafti og upp­skáru frá­bært mark eft­ir ein­ung­is tíu mín­útna leik. Markið kom eft­ir mjög snot­urt spil hjá Vest­ur­bæ­ing­um og Ægir Jarl þakkaði pent fyr­ir það traust sem hon­um hef­ur verið sýnt í und­an­förn­um leikj­um með sínu fyrsta deild­ar­marki fyr­ir KR síðan hann kom til fé­lags­ins frá Fjölni í októ­ber 2018.

Þetta var þriðji sig­ur Vest­ur­bæ­inga gegn Breiðabliki í sum­ar og óhætt að segja að Rún­ar Krist­ins­son og læri­svein­ar hans í KR séu með gott tak á Kópa­vogsliðinu. Ólíkt fyrri leikj­um sum­ars­ins leyfðu Vest­ur­bæ­ing­ar Blik­um að vera með bolt­ann á eig­in vall­ar­helm­ingi í fyrri hálfleik og pressuðu þá svo stíft þegar þeir komu inn á vall­ar­helm­ing KR-inga.

Það blés hressi­lega í Kópa­vogi í kvöld og átti vind­ur­inn ef­laust sinn þátt í pressu­leik KR-inga en þrátt fyr­ir það voru Vest­ur­bæ­ing­ar þétt­ir varn­ar­lega og gáfu lít­il sem eng­in færi á sér. KR-ing­ar unnu nokkra 1:0-sigra á síðustu leiktíð þegar þeir urðu Íslands­meist­ar­ar og sig­ur­inn í kvöld minnti svo sann­ar­lega á marga leiki liðsins frá því á síðustu leiktíð.

Ein­stak­lings­mis­tök og mark

Blikar voru ekki al­veg jafn íhalds­sam­ir í upp­spili sínu og venju­lega en það kom ekki að sök. Markið sem þeir fengu á sig snemma leiks en varn­ar­menn liðsins settu litla sem enga pressu á bolta­mann KR-inga sem fékk all­an tím­ann í heim­in­um til þess að þræða bolt­ann í gegn­um vörn Blika, sem og hann gerði.

Liðið er mikið að reyna halda bolta inn­an liðsins en því miður skort­ir ein­fald­lega gæði í öft­ustu víg­línu til þess að koma bolt­an­um út úr press­unni þegar mest á reyn­ir. Það tókst í eitt af hverj­um tíu skipt­um og þá skapaðist hætta á vall­ar­helm­ingi KR-inga en Kópa­vogsliðið náði ekki að nýta sér það. Þá voru menn að reyna of erfiða hluti í sókn­ar­leikn­um sem gengu eng­an veg­inn upp.

Blikaliðið lít­ur ágæt­lega út á köfl­um en svo koma leik­ir þar sem leik­menn liðsins  fara inn í skel­ina og þora ekki að stíga upp. Það skort­ir all­an stöðug­leika í Kópa­vog­inn og þjálf­arat­eymið virðist líka vera fast í ákveðinni íhalds­semi sem ger­ir liðinu erfitt um vik gegn liðunum í efri hluta deild­ar­inn­ar enda virðist það oft duga að pressa bara Blika stíft og neyða þá þannig í klaufa­leg mis­tök, sem kosta ít­rekað mörk.

Breiðablik 0:2 KR opna loka
skorar úr víti Guðjón Pétur Lýðsson (11. mín.)
skorar Arnþór Ari Atlason (15. mín.)
skorar Elfar Freyr Helgason (37. mín.)
Mörk
fær gult spjald Guðjón Pétur Lýðsson (42. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Brynjar Gauti Guðjónsson (11. mín.)
fær gult spjald Heiðar Ægisson (65. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Verðskuldaður sigur Breiðabliks.
90
+3. Ekkert kemur úr hornspyrnunni. Nú fer þetta að verða búið.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
+2.
90 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
+2. Úr teignum en vel varið.
90
Stjarnan reynir að pressa en þetta mun að öllum líkindum fjara bara út. Uppbótartími er 3 mínútur.
87 Davíð K. Ólafsson (Breiðablik) kemur inn á
87 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fer af velli
84 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Höskuldur fékk óvæntan bolta innfyrir en vippa hans fór yfir Gunnar og yfir markið líka.
83 Michael Præst (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Boltinn dettur ofan á þaknetið.
82 Stjarnan fær hornspyrnu
80 Atli Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
80 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) fer af velli
80 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skot framhjá
Af löngu færi og hátt yfir.
71 Breiðablik fær hornspyrnu
71 Jeppe Hansen (Stjarnan) á skalla sem er varinn
Laflaust.
69
Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
69 Breiðablik fær hornspyrnu
67
Veigar Páll tók aukaspyrnu af miðjum vallarhelmingi Blika, en spyrna hans siglir yfir pakkann og framhjá. Dæmigert fyrir Stjörnuna í kvöld.
65 Heiðar Ægisson (Stjarnan) fær gult spjald
Braut tvívegis af sér. Bæði brotin hefðu alveg getað uppskorið gult spjald.
64
Áhorfendur hér í kvöld eru 1.685 talsins.
64 Breiðablik fær hornspyrnu
60 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot sem er varið
Stórkostlegur undirbúningur hjá Kristni Jóns. Þvílíkur leikur sem hann er að eiga í kvöld. Skotið hins vegar laust hjá honum nafna mínum.
59
Færið rann út í sandinn eftir hornspyrnuna.
59 Stjarnan fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna Stjörnunnar.
58 Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) kemur inn á
Síðasta skipting Stjörnunnar og það er bætt í sóknina.
58 Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) fer af velli
57
Ólafur Karl Finsen fellur innan teigs og réttilega ekkert dæmt. Hann fær kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum Blika.
51
Skotið frá Kristni fór í vegginn.
51
Blikar fá aukaspyrnu við vítateiginn hægra megin.
50 Breiðablik fær hornspyrnu
49 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Vel gert á vinstri kantinum.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Stjarnan gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og byrjar með boltann í seinni hálfleik.
46 Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) kemur inn á
46 Arnór S. Aðalsteinsson (Breiðablik) fer af velli
Vegna höfuðmeiðsla.
46 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) kemur inn á
46 Pablo Punyed (Stjarnan) fer af velli
46 Garðar Jóhannsson (Stjarnan) kemur inn á
46 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) fer af velli
Sást ekki í fyrri hálfleik.
45 Hálfleikur
Verðskulduð forysta Blika gegn meisturunum í hálfleik. Annað verður ekki sagt.
45
Arnór Sveinn liggur enn utan vallar. Guðjón Pétur er kominn í bakvörðinn á meðan.
45
Hörður Árna með fyrirgjöf en í hliðarnetið.
44
Úff! Hörður þrumar boltanum í höfuðið á Arnóri Sveini sem steinliggur. Hann er nýkominn til baka eftir höfuðmeiðsli, og menn vita hvað svona endurtekin höfuðhögg geta verið hættuleg. Hann fær aðhlynningu en við vonum það allra besta. Það getur ekki verið að hann spili meira hér í dag, þó væri ekki nema bara af öryggisástæðum.
42 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) fær gult spjald
Guðjón Pétur kemur boltanum í markið en er flaggaður rangstæður. Ég er ekki viss um að það hafi verið réttur dómur, en Guðjón fær gult fyrir að sparka boltanum í burtu - í netið.
37 MARK! Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) skorar
3:0 - Kristinn Jónsson tók hornspyrnu, fékk boltann aftur út og lætur vaða. Gunnar varði boltann fyrir fætur Elfars sem skoraði.
37 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
37 Breiðablik fær hornspyrnu
Stórhættuleg fyrirgjöf sem Heiðar skallar afturfyrir.
35
Stuðningsmenn Blika syngja til Ólafs Karls Finsen og spyrja hvar hann sé. Smá skot í gangi þar.
31
Brynjar Gauti reynir mikið langar sendingar úr vörn Stjörnunnar. Ég held að fáar, ef einhver, hafi ratað á samherja.
29
Boltinn barst aftur út á Kristin Jóns sem sendi fallegan bolta fyrir markið en Gunnar greip hann upp við vinkilinn.
29 Breiðablik fær hornspyrnu
28 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skotið fer í vegginn og framhjá.
28
Blikar fá aukaspyrnu af um 30 metra færi. Fullkomin staða fyrir Guðjón Pétur.
27 Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Stjörnumenn komast að vítateig Blika, Arnar reynir skot en Elfar Freyr hendir sér fyrir það.
22
Þess má geta að Stjarnan hefur ekki unnið á þessum velli í efstu deild í 21 ár. Liðið hefur hins vegar ekki tapað núna í 27 leikjum í röð í deildinni. Ætli annað hvort láti undan hér í kvöld?
19
Það er mikill vandræðagangur á Stjörnumönnum. Nú misreikna bæði Heiðar Ægis og Gunnar í markinu boltann, sem endar með að sá færeyski kýlir hann í burtu - Það er að segja boltann, ekki Heiðar.
17
Stjörnumenn horfa hver á annan og skilja ekkert hvað er í gangi. Það er einmitt málið - það er ekkert í gangi hjá þeim.
15 MARK! Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) skorar
2:0 - Frábært mark! Há sending frá vinstri kanti frá Kristni Jóns inn á teiginn, Arnór tók boltann á kassann og lagði hann svo framhjá Gunnari.
13
Þetta mark var alveg verðskuldað miðað við þessar fyrstu mínútur. Það er enginn taktur í spili Stjörnunnar.
11 MARK! Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) skorar úr víti
1:0 - Guðjón Pétur skorar, stöngin inn. Hans fjórða mark í sumar.
11 Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) fær gult spjald
11 Breiðablik fær víti
Hárrétt. Kristinn Jóns felldur.
8
Þarna átti Ellert að gera betur! Arnór Sveinn lagði boltann í fyrsta inn á milli Harðar og Daníels í vörn Stjörnunnar, en Ellert missti boltann of langt frá sér.
5
Þetta byrjar rólega, en Blikar eru meira með boltann. Þeir eru mikið að reyna háa bolta upp kantana en þeirra öftustu menn eru svolítið að misreikna rokið og boltinn endar yfirleitt útaf.
1 Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann og sækja að félagsheimili sínu í fyrri hálfleik.
0
Nú eru tíu mínútur til stefnu og leikmenn komnir inn í klefa til síðasta undirbúnings. Stúkan er þéttsetin hér fyrir neðan mig og enn er fólk að flæða inn. Flott sunnudagskvöld framundan.
0
Leikmenn sem og dómarar hita upp í bolum merktum "Vertu næs" - og styrkja þar með við verkefni Rauða krossins um að útrýma fordómum úr samfélaginu.
0
Það er áhugavert að Ólafur Karl Finsen sé settur á bekkinn hjá Stjörnunni, en hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum. Hann komst í fréttirnar í vikunni fyrir að fara inn í klefann hjá Blikum og láta greipar sópa ef svo má að orði komast, svo það er spurning hvort Rúnar Páll sé að forðast einhverja pústra með því að hafa hann utan liðsins.
0
Kópavogsdjúsinn frægi er kominn í hús, en það er eitthvað annað með internetið sem virðist koma og fara. Eins gott að það lagist fyrir leik.
0
Blikar stilla upp sama liði og lagði ÍA í síðustu umferð, en hjá Stjörnunni eru 3 breytingar eftir jafnteflið við FH í síðustu umferð.

Veigar Páll Gunnarsson, Garðar Jóhannsson og Ólafur Karl Finsen setjast allir á bekkinn, en inn koma þeir Pablo Punyed, Arnar Már Bjögvinsson og Jeppe Hansen.

0
Þjálf­ar­ar Breiðabliks og Stjörn­unn­ar hafa báðir skorað tví­veg­is í viður­eign­um liðanna í efstu deild. Arn­ar Grét­ars­son skoraði sig­ur­mark Blika í Garðabæ, 1:0, árið 1991 og aft­ur mark í 3:1 sigri í Garðabæ árið 1994. Rún­ar Páll Sig­munds­son skoraði fyr­ir Stjörn­una gegn Breiðabliki í deild­inni árin 1996 og 2000, og í bæði skipt­in í leikj­um sem enduðu 3:3.
0
Stjarn­an hef­ur ekki unnið leik gegn Breiðabliki í efstu deild á Kópa­vogs­velli í 21 ár, eða frá ár­inu 1994. Þangað hef­ur Garðabæj­arliðið komið í átta heim­sókn­ir frá þeim tíma og Breiðablik hef­ur unnið sex leikj­anna og tvisvar orðið jafn­tefli. Leik­ur liðanna á Kópa­vogs­velli árið 1994 endaði með 2:1 sigri Stjörn­unn­ar þar sem Eyjamaður­inn Leif­ur Geir Haf­steins­son skoraði bæði mörk liðsins en Gunn­laug­ur Ein­ars­son gerði mark Blika.
0
Liðin eru stigi á eftir FH og KR sem eru efst. Blikar unnu ÍA 1:0 á Akranesi í síðustu umferð á sama tíma og Stjarnan gerði 1:1-jafntefli við FH á heimavelli.
0
Hér mætast einu lið Pepsideildarinnar sem enn eru taplaus. Stjarnan hefur raunar ekki tapað í deildinni í 27 leikjum í röð og Breiðablik hefur ekki tapað mótsleik á árinu 2015, innan- eða utanhúss.
0
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu mbl.is frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar!
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Arnór S. Aðalsteinsson (Guðmundur Friðriksson 46), Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic, Kristinn Jónsson. Miðja: Arnþór Ari Atlason (Atli Sigurjónsson 80), Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman. Sókn: Ellert Hreinsson, Höskuldur Gunnlaugsson (Davíð K. Ólafsson 87).
Varamenn: Aron Snær Friðriksson (M), Kári Ársælsson, Olgeir Sigurgeirsson, Atli Sigurjónsson, Gunnlaugur H. Birgisson, Davíð K. Ólafsson, Guðmundur Friðriksson.

Stjarnan: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Heiðar Ægisson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Hörður Árnason. Miðja: Þorri Geir Rúnarsson (Veigar Páll Gunnarsson 58), Michael Præst, Pablo Punyed (Ólafur Karl Finsen 46). Sókn: Arnar Már Björgvinsson, Jeppe Hansen, Halldór Orri Björnsson (Garðar Jóhannsson 46).
Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson (M), Aron R. Heiðdal, Veigar Páll Gunnarsson, Ólafur Karl Finsen, Jón Arnar Barðdal, Þórhallur Kári Knútsson, Garðar Jóhannsson.

Skot: Breiðablik 9 (7) - Stjarnan 4 (2)
Horn: Stjarnan 2 - Breiðablik 7.

Lýsandi: Andri Yrkill Valsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1.685

Leikur hefst
31. maí 2015 20:00

Aðstæður:
Sólin skín og léttur andvari á annað markið. Völlurinn ágætur en sandaður hér og þar.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert