Orðinn leikjahæstur frá upphafi

Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn Hauksson mbl.is/Hari

Óskar Örn Hauks­son er orðinn leikja­hæsti knatt­spyrnumaður efstu deild­ar karla hér á landi frá upp­hafi en hann er í liði KR sem var að hefja leik gegn Breiðabliki á Kópa­vogs­vell­in­um.

Óskar leik­ur í kvöld sinn 322. leik í deild­inni og slær með því met Birk­is Krist­ins­son­ar sem hef­ur átt leikja­metið frá 7. júní árið 2004 og lék sinn 321. og síðasta leik 42 ára gam­all 24. ág­úst árið 2006.

Óskar lék fyrst í deild­inni með Grind­vík­ing­um árið 2004 en fram að því hafði hann leikið með Njarðvík­ing­um og farið með þeim úr 3. deild og upp í 1. deild. Hann lék með Grind­vík­ing­um í þrjú ár en gekk til liðs við KR fyr­ir  tíma­bilið 2007 og hef­ur verið í Vest­ur­bæn­um síðan.

Hann er bæði leikja­hæsti og marka­hæsti leikmaður KR í efstu deild frá upp­hafi og sló bæði met­in á ár­inu 2019 þegar hann tók leikja­metið af Þormóði Eg­ils­syni og marka­metið af Ell­erti B. Schram.

Leikja­hæst­ir í deild­inni frá upp­hafi eru eft­ir­tald­ir:

322 Óskar Örn Hauks­son, KR og Grinda­vík
321 Birk­ir Krist­ins­son, ÍBV, Fram, ÍA og KA
304 Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son, Breiðablik, FH, HK, Kefla­vík og KR
294 Gunn­ar Odds­son, Kefla­vík, KR og Leift­ur
285 Atli Guðna­son, FH

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert