Stöðva taplausir Stjörnumenn sigurgöngu Vals?

Stjarnan tekur á móti Val í kvöld.
Stjarnan tekur á móti Val í kvöld. mbl.is/Þorsteinn

Einn af lyk­il­leikj­un­um í bar­átt­unni um Íslands­meist­ara­titil karla í fót­bolta fer fram á Sam­sung-vell­in­um í Garðabæ í kvöld þegar Stjarn­an tek­ur á móti Val.

Þar mæt­ast eina tap­lausa lið deild­ar­inn­ar og langefsta liðið. Stjörnu­menn eru enn ósigraðir eft­ir 12 leiki en þeir hafa unnið sex leiki og gert sex jafn­tefli. Þeir eru í þriðja sæti með 24 stig, tíu stig­um á eft­ir Val, en eiga tvo leiki til góða.

Vals­menn eru með 34 stig, átta stig­um á und­an FH sem er í öðru sæti, og hafa unnið átta síðustu leiki sína í deild­inni.

Val­ur og Stjarn­an gerðu marka­laust jafn­tefli í fyrri leik sín­um á Hlíðar­enda í sjöttu um­ferð deild­ar­inn­ar en frá þeim tíma hef­ur Val­ur unnið alla átta leiki sína.

Vinni Stjörnu­menn í dag verða þeir með 27 stig gegn 34 hjá Val, og eiga áfram tvo leiki til góða. Garðbæ­ing­ar verða að knýja fram sig­ur, ef þeir ætla að gera sér von­ir um að geta fylgt Hlíðar­endaliðinu eft­ir í bar­átt­unni um titil­inn.

Leik­ur­inn hefst klukk­an 19.15 en leik­ir dags­ins eru ann­ars þess­ir:

16.30 ÍA - Grótta
19.15 Stjarn­an - Val­ur
19.15 Fylk­ir - FH
19.15 Breiðablik - KR
20.00 Vík­ing­ur R. - HK

Í 1. deild karla, Lengju­deild­inni, eru jafn­framt fjór­ir leik­ir. Þar freista Fram og Kefla­vík þess að kom­ast aft­ur framúr Leikn­ismönn­um úr Reykja­vík sem náðu topp­sæt­inu með sigri á Magna í gær. Leikn­ir er með 33 stig, Fram 33, Kefla­vík 31, ÍBV 26, Þór 26 og Vestri 26 í efstu sæt­um deild­ar­inn­ar.

16.30 ÍBV - Þór
16.30 Kefla­vík - Þrótt­ur R.
19.15 Aft­ur­eld­ing - Vík­ing­ur Ó.
19.15 Fram - Grinda­vík

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert