Valsmenn gengu frá Stjörnunni í fyrri hálfleik

Valsmaðurinn Kaj Leo i Bartalsstovu skrefinu á undan Stjörnumanninum Guðjóni …
Valsmaðurinn Kaj Leo i Bartalsstovu skrefinu á undan Stjörnumanninum Guðjóni Baldvinssyni í Garðabæ í kvöld. mbl.is/Arnþór

Vals­menn unnu fræk­inn sig­ur á Stjörn­unni á úti­velli, 5:1, í Pepsi Max-deild karla í knatt­spyrnu í kvöld. Úrslit­in voru þegar ráðin í fyrri hálfleik, en þar settu Vals­menn fimm mörk gegn engu frá heima­mönn­um.

Vals­menn byrjuðu þenn­an leik af mikl­um krafti og ekki leið á löngu áður en Pat­rick Peder­sen skoraði fyrsta mark Vals­manna, en það kom á 4. mín­útu eft­ir horn­spyrnu Vals­manna. Lasse Pe­try fékk bolt­ann á góðum stað en Har­ald­ur Björns­son náði ekki að halda knett­in­um. Pat­rick lúrði á markteign­um og gat varla annað en skorað. 

Stjörnu­menn reyndu af veik­um mætti að vinna sig aft­ur inn í leik­inn og heimtuðu víta­spyrnu á 17. mín­útu. Í staðinn komust Vals­menn hratt upp hinum meg­in og Aron Bjarna­son komst einn í gegn á móti Har­aldi markverði, sem felldi hann. Pat­rick skoraði af fá­dæma ör­yggi úr spyrn­unni og róður­inn orðinn þung­ur fyr­ir heima­menn. 

Flug­elda­sýn­ing Vals­manna hélt áfram í fyrri hálfleik, og fjór­um mín­út­um síðar var staðan orðin 3:0 fyr­ir gest­ina. Var þar að verki Aron Bjarna­son, sem nýtti sér hraða sinn til að stinga vörn Stjörnu­manna af og smellti hon­um í fjær­hornið vinstra meg­in. 

Vals­menn bættu svo við tveim­ur mörk­um á 31. og 33. mín­útu.  Aron átti fyrra markið, þar sem hann komst aft­ur einn inn fyr­ir eft­ir stoðsend­ingu frá Pat­rick Peder­sen og vippaði yfir Har­ald í mark­inu.  Gamla brýnið Birk­ir Már Sæv­ars­son skoraði svo fimmta mark Vals­manna eft­ir snyrti­legt sam­spil. 

Stjörnu­menn reyndu að minnka mun­inn í síðari hálfleik og náðu því loks­ins á 63. mín­útu. Vals­menn héldu hins veg­ar Stjörn­unni vel í skefj­um, en þjálf­arat­eymi Stjörn­unn­ar leyfði ung­um mönn­um að fá blóð á tenn­urnn­ar í seinni hálfleik. Sýndu þeir all­ir ágæt­is takta, en úr­slit­in voru að sjálf­sögðu ráðin. Ad­olf Daði Birg­is­son, sem fædd­ur er 2004, komst einna næst því að skora, en Hann­es Þór var vand­an­um vax­inn í marki Vals.

Yf­ir­burðir Vals­manna voru fá­heyrðir, og sér­stak­lega þá í fyrri hálfleik. Þá skal þess getið að Vals­menn skoruðu þrjú mörk til viðbót­ar þess­um fimm, sem dæmd voru af vegna rang­stöðu. 

Með sigr­in­um fara Vals­menn upp í 37 stig og hafa þeir komið sér ansi þægi­lega fyr­ir á toppi deild­ar­inn­ar. Stjörnu­menn, sem voru ósigraðir fyr­ir leik­inn, þurfa hins veg­ar að bæta leik sinn mjög fyr­ir næsta leik gegn Breiðablik. 

Stjarn­an 1:5 Val­ur opna loka
skorar Sölvi Snær Guðbjargarson (63. mín.)
Mörk
skorar Patrick Pedersen (4. mín.)
skorar úr víti Patrick Pedersen (18. mín.)
skorar Aron Bjarnason (21. mín.)
skorar Aron Bjarnason (31. mín.)
skorar Birkir Már Sævarsson (33. mín.)
fær gult spjald Haraldur Björnsson (17. mín.)
fær gult spjald Halldór Orri Björnsson (75. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Kaj Leo i Bartalsstovu (44. mín.)
fær gult spjald Patrick Pedersen (60. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Sigur Valsmanna var aldrei í hættu.
90
+1 Adolf Daði sleppur í gegn en Valsmenn verjast vel.
90
Uppbótartíminn er tvær mínútur.
90
Valsmenn með fyrirgjöf sem Haraldur tekur.
89 Kristófer André Kjeld Cardoso (Valur) kemur inn á
89 Aron Bjarnason (Valur) fer af velli
89 Sigurður Dagsson (Valur) kemur inn á
88 Sigurður Egill Lárusson (Valur) fer af velli
87
Kasper Högh fær boltann einn og óvaldaður inn í teignum og setur hann í netið! Aðstoðardómarinn segir hins vegar stopp, og þar með hafa Valsmenn skorað rangstöðuþrennu.
87
Kasper Högh fær boltann einn og óvaldaður inn í teignum og setur hann í netið! Aðstoðardómarinn segir hins vegar stopp, og þar með hafa Valsmenn skorað rangstöðuþrennu.
86 Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Ágætis færi hjá Óla Val, en Hannes sá við honum að þessu sinni.
84
Leikurinn hægt og bítandi að fjara út. Stjörnumenn reyna þó að klóra í bakkann, en Orri Sigurður dúndrar knettinum í innkast áður en Stjörnumaður kemst til hans.
81
Stuðningsmenn Vals taka hér lagið við hinn fornfræga smell Come on Eileen. Þeir hafa enda ríka ástæðu til.
80
Tíu mínútur eftir. Úrslit þessa leiks voru líklega ráðin þegar í hálfleik, en ungu strákarnir sem komið hafa inn á hjá Stjörnunni vilja greinilega sýna sig aðeins.
79 Kaj Leo i Bartalsstovu (Valur) á skot framhjá
Bjartsýnistilraun hjá Kaj Leó.
78
Halldór Orri drepur sókn Valsmanna. Hann er á gulu og gestirnir ekki sáttir, en Ívar Orri sleppir honum í þetta sinn.
77 Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) kemur inn á
77 Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) fer af velli
Stjarnan skiptir líka.
76 Orri Sigurður Ómarsson (Valur) kemur inn á
76 Rasmus Christiansen (Valur) fer af velli
76 Birkir Heimisson (Valur) kemur inn á
76 Lasse Petry (Valur) fer af velli
75 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) fær gult spjald
Fyrir brot á miðjum vallarhelmingi heimamanna.
75 Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Reynir að snúa sér í teignum, en allt of erfitt.
74
Hornið ágætt og boltinn skallaður að marki. Þar sýndist mér hann fara í hönd Kaspers eða Rasmusar, en dómarinn á öðru máli.
74 Stjarnan fær hornspyrnu
Aukaspyrna á álitlegum stað endaði í því að Hannes varð að verja hann út af.
73
Valgeir með fyrirgjöf inn á Aron Bjarna, en þær voru gjöfular í fyrri hálfleik. Haraldur grípur hins vegar þennan bolta.
72 Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) á skot framhjá
Með arfaslakt skot. Hann hnýtir skóþveng sinn í kjölfarið.
69 Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) kemur inn á
69 Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan) fer af velli
69 Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) kemur inn á
69 Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) fer af velli
Tvöföld skipting hjá Stjörnunni
69
Valsmenn með innkast á álitlegum stað, en ná ekki að gera sér mat úr því.
67
Valsmenn unnu boltann, en Einar Karl virtist felldur á leiðinni í skyndisókn. Ívar Orri segir hins vegar nei. Stjörnumenn eiga fyrirgjöf í kjölfarið, en Hannes tekur hann.
67 Stjarnan fær hornspyrnu
Stjarnan skoraði úr síðustu, hvað gerist nú?
65
Stjarnan með ágæta sókn, en sending Hilmars Árna beint á Valsmenn. Í kjölfarið fá Stjörnumenn aukaspyrnu á miðjuboganum.
64 Kasper Högh (Valur) kemur inn á
64 Patrick Pedersen (Valur) fer af velli
Hefur átt mjög góðan leik hér í kvöld.
63 MARK! Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) skorar
1:5! Sölvi Snær skorar eftir klafs eftir hornspyrnuna!
63 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) kemur inn á
63 Alex Þór Hauksson (Stjarnan) fer af velli
62 Stjarnan fær hornspyrnu
Rasmus hreinsar á síðustu stundu.
62 Valur fær hornspyrnu
Haraldur grípur auðveldlega inn í.
61
Talandi um heimamenn í stúkunni, þá ríkir þar bjartsýnin ein þrátt fyrir laka stöðu. Hér kallaði einn á sitt lið að jafna leikinn.
60
Hilmar Árni reynir núna hælsendingu innfyrir, en uppsker ekkert. Í staðinn fá Valsmenn aukaspyrnu við litla gleði heimamanna í stúkunni.
60 Patrick Pedersen (Valur) fær gult spjald
Fyrir brot.
59
Valsarar vinna boltann og Patrick á álitlega hælsendingu, en til einskis.
59
Ekkert kom úr aukaspyrnunni. Fyrst skallaði Rasmus frá, en Stjörnumaður tók að sér að skalla seinni boltann líka frá. Sá ekki hver.
58
Sölvi Snær felldur og aukaspyrna dæmd.
57
Haraldur Björnsson grípur boltann og spyrnir langt fram. Allt of langt, og þessi var á mörkunum að teljast skottilraun Haraldar fyrir Stjörnuna!
56
Patrick Pedersen vinnur aukaspyrnu og þarf smáaðhlynningu. Valsarar í stúkunni syngja honum til heiðurs.
56
Patrick Pedersen vinnur aukaspyrnu og þarf smáaðhlynningu. Valsarar í stúkunni syngja honum til heiðurs.
55
Stjörnumenn með álitlega sókn, Sölvi Snær gefur fyrir en Guðjón Baldvins missir af knettinum eftir baráttu við Eið Aron. Stjörnumenn vilja eitthvað fyrir sinn snúð, en þetta leit út eins og einföld öxl í öxl héðan frá.
53
Valsmenn með fyrirgjöf á stórhættulegum stað, en hún fer langt yfir alla og í innkast.
52
Valsmenn skora aftur rangstöðumark. Sigurður Egill með fínt skot af markteig, en líklega fyrir innan. Þeir hafa líka sett fimm hinsegin, þannig að þeir kvarta væntanlega ekki mikið.
51
Ágætis fyrirgjöf hjá Elís Rafn, en allt of nálæft Hannesi.
49 Alex Þór Hauksson (Stjarnan) á skot framhjá
Þetta skot var svona fulltæpt.
49 Stjarnan fær hornspyrnu
Fá aðra hornspyrnu. Einhverjir vildu hendi í teignum.
49 Stjarnan fær hornspyrnu
48 Birkir Már Sævarsson (Valur) á skalla sem er varinn
Aron með aukaspyrnuna á kollinn á Birki en Haraldur greip vel inn í.
47
Valsmenn fá aukaspyrnu á vallarhelmingi Stjörnunnar. Þeir byrja seinni hálfleikinn af krafti.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Óbreytt liðsskipan í seinni hálfleik sýnist mér. Nú er spurning hvort að Stjörnumenn muni eitthvað ná að klóra í bakkann. Það myndi þó þykja saga til næsta bæjar og jafnvel bæjarins þar fyrir handan ef þeir fá stig úr þessum leik.
45
Ljósir punktar hjá heimamönnum hafa verið fáir. Það eru helst Sölvi Snær og Alex Þór sem hafa sýnt eitthvað fram á við, en aðrir heimamenn þurfa að taka sig á í seinni hálfleik.
45
Þetta er eiginlega ótrúleg staða hérna. Stjörnumenn hafa verið á hælunum nánast frá upphafi og Valsmenn gengið á lagið trekk í trekk. Patrick Pedersen og Aron Bjarnason hafa verið langbestir meðal gestanna.
45 Hálfleikur
Ívar Orri flautar hér fyrri hálfleik af.
45
+1. Stjarnan sækir upp hægri kantinn, en fyrirgjöfin er æfingabolti fyrir landsliðsmarkvörðinn.
45
Ein mínúta í uppbótartíma.
44 Kaj Leo i Bartalsstovu (Valur) fær gult spjald
Brýtur á Sölva Snæ og fær gult fyrir að reyna að eyðileggja skyndisókn. Lasse klárar svo verkið en ekkert kemur upp úr aukaspyrnunni.
43 Valur fær hornspyrnu
Hér hélt ég að Elís Rafn ætlaði að setja knöttinn í eigið mark!
42 Elís Rafn Björnsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Smálífsmark hér hjá heimamönnum.
39 Guðjón Pétur Lýðsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Stjörnumenn í stúkunni láta sína menn heyra það á hreinni íslensku.
38
Daníel Laxdal lætur Sigurð Egil fífla sig, en Valsmenn voru fáliðaðir fram á við. Í kjölfarið fær Hilmar Árna aukaspyrnu á vítateigshorninu hinum megin.
37 Aron Bjarnason (Valur) á skot framhjá
Enn ein sókn Valsmanna, en skot Arons yfir! Hefði talið í ruðningi.
35 Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur) á skot sem er varið
Ekki kom sjötta markið hérna, en það liggur í loftinu.
34
Jeremías! Patrick Pedersen með stjörnuleik hérna. Tvö mörk og tvær stoðsendingar. Aron er svo kominn hér með tvö mörk og eina stoðsendingu, auk þess sem hann fiskaði vítið!
33 MARK! Birkir Már Sævarsson (Valur) skorar
0:5! Þetta er alveg hreint ótrúlegt. Valsmenn skora nánast að vild! Nú fara Birkir og Aron í gegnum Stjörnuvörnina með snilldarlegu þríhyrningsspili og Birkir afgreiðir boltann í vinstra hornið.
31 MARK! Aron Bjarnason (Valur) skorar
0:4!!!! Aron Bjarnason kominn einn inn fyrir, aftur eftir sendingu frá Pedersen, og vippar honum yfir Harald í markinu. Stjörnumenn í stúkunni eru brjálaðir og vilja rangstöðu á Aron.
29 Alex Þór Hauksson (Stjarnan) á skot framhjá
Stjarnan fær innkast alveg við hornfánann. Upp úr henni fær Alex Þór ágætt færi rétt fyrir utan teiginn, en sneiðir hann framhjá.
28 Heiðar Ægisson (Stjarnan) á skot framhjá
Þeim verður ekki að ósk sinni að þessu sinni.
27 Stjarnan fær hornspyrnu
Inn með boltann hrópa stuðningsmenn Stjörnunnar.
26
Valgeir Lunddal kemur boltanum í netið, en sem betur fer fyrir heimamenn var hann nokkuð fyrir innan þegar boltinn barst til hans.
25
Leikurinn hafinn að nýju, en róðurinn er þungur fyrir Stjörnumenn. Valsmenn spila hér eins og þeir sem valdið hafa.
24
Guðjón Pétur Lýðsson liggur hér eftir, fékk boltann á viðkvæman stað.
22 Alex Þór Hauksson (Stjarnan) á skot framhjá
Gott skot fyrir utan teig en rétt framhjá.
21 MARK! Aron Bjarnason (Valur) skorar
0:3!!! Aron Bjarnason sleppur inn fyrir vörnina eftir skallasendingu frá Pedersen og leggur hann snyrtilega í fjærhornið. Smá Henry-taktar nema bara hinum megin frá.
20 Stjarnan fær hornspyrnu
19
Stjörnumenn höfðu verið að vinna sig smátt og smátt inn í leikinn eftir brösuga byrjun, en fá þá þetta kjaftshögg í andlitið. Spurning hvort þeir geti snúið blaðinu við.
18 MARK! Patrick Pedersen (Valur) skorar úr víti
0:2! Patrick rennir honum í vinstra en Haraldur stekkur í hægra hornið!
17 Haraldur Björnsson (Stjarnan) fær gult spjald
Fyrir brotið á Aroni.
17 Valur fær víti
Í staðinn fær Valur víti hinum megin! Aron Bjarna kominn í gegn og Haraldur fellir hann!
17
Sölvi Snær ber boltann upp glæsilega og gefur fyrir, en enginn til að taka á móti. Í kjölfarið vilja Stjörnumenn víti en ekkert dæmt.
15 Einar Karl Ingvarsson (Valur) á skot framhjá
13
Stjarnan fær innkast við vítateigshornið vinstra megin. Valsmenn vinna strax boltann og sækja hratt fram. Sóknin rennur í sandinn.
11 Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur) á skot framhjá
Skammt stórra högga á milli, Valsmenn vinna boltann trekk í trekk á miðsvæðinu og fá álitleg færi.
10 Lasse Petry (Valur) á skot sem er varið
8 Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Stjörnumenn vilja víti þegar Guðjón Bald fellur næsta auðveldlega í teignum. Hilmar Árni tekur skot í kjölfarið, en auðvelt fyrir Hannes.
7
Þar skall hurð nærri hælum fyrir Stjörnuna! Haraldur með arfaslakt útspark, en fyrirgjöf Valsmanna inn fyrir of löng.
6 Valur fær hornspyrnu
Valsmenn ætla hér að láta hné fylgja kviði.
5 Birkir Már Sævarsson (Valur) á skot sem er varið
Stjörnumenn skalla frá á línu!
4 MARK! Patrick Pedersen (Valur) skorar
0:1! Valur skorar í upphafi leiks! Upp úr hornspyrnunni barst knötturinn til Lasse Petry sem tók skotið. Haraldur varði í markinu, en náði ekki að halda knettinum. Það var enginn annar en Patrick Pedersen sem lúrði á markteignum og fékk auðvelt mark. Stjörnumenn kölluðu eftir rangstöðu.
3 Valur fær hornspyrnu
2
Valsmenn ná hér knettinum á miðsvæðinu og byggja upp álitlega sókn. Kaj Leó reynir að gefa fyrir en enginn til að taka á móti.
1
Í þann mund sem leikurinn var flautaður á hófst slagviðri hér í Garðabænum. Vonandi mun það ekki koma niður á gæðum leiksins.
1 Leikur hafinn
Ívar Orri hefur flautað leikinn á og Stjörnumenn byrja með knöttinn. Þeir leika í áttina frá Garðatorgi í fyrri hálfleik.
0
Fimm mínútur í leik og spennan er áþreifanleg. Áhorfendur eru að koma sér fyrir, en ljóst var í dag að þeir yrðu leyfðir á leiknum í dag.
0
Upphitun liðanna er hér í fullum gangi. Þeir Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, og Ólafur Jóhannesson, annar af þjálfurum Stjörnunnar skeggræðast hér við út á miðjum velli. Þeir þekkjast enda vel frá mektarárum sínum á gullaldarárum FH.
0
Stjörnumenn vonast hins vegar klárlega eftir því að landa hér stigunum þremur sem eru í boði, en með því myndu þeir hirða annað sæti deildarinnar af FH-ingum og um leið minnka muninn í Val í sjö stig. Stjarnan hefur þá einnig tvo leiki til góða og gæti því með sigri í þeim leikjum auk sigurs hér í kvöld minnkað muninn í eitt stig. Það er þó fullsnemmt að fara að rífa fram reiknivélina, fyrst þarf að spila leikinn hér í kvöld!
0
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þessa leiks í toppbaráttunni, en Valsmenn hafa komið sér þægilega fyrir í toppsæti deildarinnar með átta stiga forystu á næsta lið, FH. Þá hafa þeir unnið síðustu sjö leiki sína í röð og eru áreiðanlega að vonast eftir því að bæta þeim áttunda í sarpinn hér.
0
Heimamenn í Stjörnunni gera tvær breytingar á liði sínu frá útisigrinum góða gegn Íslandsmeisturum KR í síðustu umferð. Nafnarnir Guðjón Pétur Lýðsson og Guðjón Baldvinsson koma inn í liðið í staðinn fyrir Halldór Orra Björnsson og Emil Atlason. Guðjón Baldvinsson átti frábæra innkomu í leiknum gegn KR, kom inn á þegar 11 mínútur voru til leiksloka, lagði upp jöfnunarmark Stjörnunnar og skoraði svo sigurmarkið örstuttu fyrir leikslok. Spurning hvort að hann sýni svipaða takta hér gegn Valsmönnum?
0
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér að neðan. Í liði Valsmanna er það helst að frétta að fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson og miðjumaðurinn Kristinn Freyr Steindórsson eru báðir í leikbanni fyrir þennan leik. Oft hefur verið talað um skarð fyrir skildi, en það er klárlega í stærri kantinum þarna. Einar Karl Ingvarsson og Kaj Leo í Bartalsstovu fá það hlutverk að reyna að fylla það, en Rasmus Christiansen fær fyrirliðabandið í fjarveru Hauks Páls.
0
Valur er í toppsætinu með 34 stig og Stjarnan í þriðja sæti með 24 stig.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Stjarnan: (4-3-3) Mark: Haraldur Björnsson. Vörn: Elís Rafn Björnsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Daníel Laxdal, Heiðar Ægisson. Miðja: Guðjón Pétur Lýðsson, Alex Þór Hauksson (Halldór Orri Björnsson 63), Hilmar Árni Halldórsson (Ísak Andri Sigurgeirsson 69). Sókn: Þorsteinn Már Ragnarsson (Óli Valur Ómarsson 69), Guðjón Baldvinsson (Adolf Daði Birgisson 77), Sölvi Snær Guðbjargarson.
Varamenn: Vignir Jóhannesson (M), Jóhann Laxdal, Adolf Daði Birgisson, Halldór Orri Björnsson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Henrik Máni B. Hilmarsson.

Valur: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen (Orri Sigurður Ómarsson 76), Valgeir Lunddal Friðriksson. Miðja: Einar Karl Ingvarsson, Sigurður Egill Lárusson (Sigurður Dagsson 89), Lasse Petry (Birkir Heimisson 76). Sókn: Aron Bjarnason (Kristófer André Kjeld Cardoso 89), Patrick Pedersen (Kasper Högh 64), Kaj Leo i Bartalsstovu.
Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson (M), Birkir Heimisson, Kasper Högh, Kristófer André Kjeld Cardoso, Orri Sigurður Ómarsson, Sigurður Dagsson.

Skot: Stjarnan 11 (6) - Valur 13 (9)
Horn: Valur 4 - Stjarnan 7.

Lýsandi: Stefán Gunnar Sveinsson
Völlur: Samsung-völlurinn

Leikur hefst
21. sept. 2020 19:15

Aðstæður:
Völlurinn til fyrirmyndar, en haustveður og skýjað.

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert