Kallar eftir breyttum starfsháttum hjá KSÍ

Ásgrímur Helgi Einarsson og Fred Saraiva á góðri stundu.
Ásgrímur Helgi Einarsson og Fred Saraiva á góðri stundu. Ljósmynd/Fram

Ásgrím­ur Helgi Ein­ars­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fram, gagn­rýndi aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ harðlega í pistli sem hann birti á Face­book-síðu sinni í kvöld. Pist­il­inn má lesa með því að smella hér.

Fred, leikmaður Fram, var úr­sk­urðaður í tveggja leikja bann af aga­nefnd KSÍ á þriðju­dag­inn síðasta fyr­ir ofsa­fengna fram­komu.

Marc McAus­land, spilandi aðstoðarþjálf­ari Njarðvík­ur, var svo úr­sk­urðaður í tveggja leikja bann í dag fyr­ir að slá mót­herja sinn í leik Njarðvík­ur og Kára hinn 13. sept­em­ber síðastliðinn en aga­nefnd­in studd­ist við mynd­band af at­vik­inu í úr­sk­urði sín­um.

„Ég held að starfsaðferðir aga­nefnd­ar­inn­ar hafi ekki breyst mikið á und­an­förn­um tíu árum,“ sagði Ásgrím­ur í sam­tali við mbl.is í kvöld. „Þá er ég ekki viss­um að starfs­menn aga­nefnd­ar leiti eft­ir ein­hverj­um for­dæm­um í sín­um mál­um og maður hef­ur það á til­finn­ing­unni eft­ir þetta sum­ar og það er horft á eitt­hvað blað þar sem talað er um ofsa­fengna fram­komu og þá er þeim aðila skellt í tveggja leikja bann.

Svo er næsta mál þar sem talað um ofsa­fengna fram­komu og þá er aft­ur hent í tveggja leikja bann. Það er eins og það sé ekki einu sinni skoðað hvað gerðist í þess­um tveim­ur til­fell­um og ef við horf­um bara á þessi mál hjá ann­ar­s­veg­ar Fred og svo Marc McAus­land í Njarðvík þá er þetta bara tvennt ólíkt og ekki hægt að bera þetta sam­an.“

Fred Saraiva í leik með Frömurum í sumar.
Fred Sarai­va í leik með Frömur­um í sum­ar. mbl.is/Í​ris

Stuðst við öll rétt­ar­gögn

Ásgrím­ur Helgi vill sjá breyt­ing­ar á verklagi inn­an KSÍ og að stuðst sé við fleiri gögn þegar úr­sk­urðað er í mál­um á veg­um sam­bands­ins.

„Ég held að það sé ekk­ert í lög­un­um sem banni t.d hvernig meðhöndl­un skýrslu eft­ir­lits­dóm­ara er háttað inn­an KSÍ. Ég held að það sé ein­hver starfs­regla dóm­ara­nefnd­ar að sú skýrsla sé notuð sem einskon­ar kennslu­efni fyr­ir dóm­ar­ann sjálf­an til þess að læra og þrosk­ast.

Það sem mér finnst út í hött er að þegar að þú ert kom­inn inn und­ir regn­hlíf­ina KSÍ með ákveðið plagg sem get­ur varpað ljósi, hvort sem það er öðru ljósi eða sama geisla á eitt­hvað mál, að það sé ekki notað.

Að það sé bara ofan í skúffu og ekki notað til þess að leiðrétta ein­hverja vit­leysu sem er í gangi með gögn­um sem liggja al­veg fyr­ir. Þetta ætti að geta hjálpað knatt­spyrn­unni yfir höfuð myndi maður halda.

Aga­nefnd­in hef­ur ekki aðgang að þess­um gögn­um frá eft­ir­lits­dóm­ar­an­um og það eru ein­hverj­ar starfs­regl­ur inn­an KSÍ. Það er eitt af því sem ég kalla eft­ir, að aga- og úr­sk­urðanefnd­in hafi aðgang að þess­um gögn­um til þess að fá rétta niður­stöður í sín mál eins og í öll­um öðrum rétt­ar­ríkj­um. Þar er stuðst við öll rétt­ar­gögn til þess að fá sem rétt­asta niður­stöðu í málið.“

Marc McAusland í leik með Grindavík síðasta sumar.
Marc McAus­land í leik með Grinda­vík síðasta sum­ar. Ljós­mynd/Þ​órir Tryggva­son

Mik­il­vægt að skoða verklagið

Aga­nefnd KSÍ hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni und­an­far­in ár en for­ráðamenn KSÍ hafa reglu­lega skýlt sér á bakvið það að aga­nefnd­in sé sjálf­stætt starf­andi nefnd, óháð KSÍ, þegar nefnd­in hef­ur sætt gagn­rýni.

„Ég gef ekki mikið fyr­ir þessi svör KSÍ. Auðvitað á dóm­stóll að vera óháður ein­verri stjórn og öðru en hann er engu að síður skipaður af KSÍ. Þetta er ekki sjálf­stæður dóm­stóll og KSÍ er ekk­ert annað en fé­lög­in í land­inu. Það hlýt­ur að vera verk aga­nefnd­ar­inn­ar, eins og allra annarra inn­an knatt­pyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar, að skoða eigið verklag öðru hverju.

Menn verða aðeins að þora segja að hér sé eitt­hvað að og sér­stak­lega ef það ger­ist reglu­lega að aga­nefnd KSÍ sæt­ir gagn­rýni. KSÍ þarf þess vegna að horfa inn á við, líta í eig­in barm og spyrja sig að því hvort það sé eitt­hvað sem hægt er að gera bet­ur og hvort aðferðirn­ar og reglu­verkið sé ekki orðið barns síns tíma,“ bætti Ásgrím­ur við í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert