Kórdrengir nálgast fyrstu deildina

Kórdrengir eru í efsta sæti 2. deildarinnar þegar fjórar umferðir …
Kórdrengir eru í efsta sæti 2. deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu. Ljósmynd/Kórdrengir

Kórdreng­ir styrktu stöðu sína á toppi 2. deild­ar karla í knatt­spyrnu þegar liðið vann 3:1-heima­sig­ur gegn Sel­fossi á Fram­velli í Safa­mýri í kvöld.

Há­kon Ingi Ein­ars­son og Al­bert Brynj­ar Inga­son skoruðu fyr­ir Kórdrengi í fyrri hálfleik áður en Hrvoje Tokic minnkaði mun­inn fyr­ir Sel­foss á 51. mín­útu. Jor­d­an Dam­achoua inn­siglaði svo sig­ur Kórdrengja með marki á 72. mín­útu og þar við sat.

Kórdreng­ir eru með 43 stig í efsta sæti deild­ar­inn­ar og hafa nú 6 stiga for­skot á Sel­foss sem er í þriðja sæt­inu með 37 stig.

Þá er Þrótt­ur úr Vog­um komið í annað sæti deild­ar­inn­ar eft­ir 3:1-sig­ur gegn Fjarðabyggð í Fjarðabyggðar­höll­inni. Et­h­an James Patter­son, Andri Jónas­son og Al­ex­and­er Helga­son skoruðu mörk Þrótt­ara í fyrri hálfleik en Ru­bén Lozano minnkaði mun­inn fyr­ir Fjarðabyggð á 74. mín­útu.

Þrótt­ar­ar eru með 37 stig í öðru sæti deild­ar­inn­ar en Fjarðabyggð er í sjö­unda sæt­inu með 24 stig.

Njarðvík stimplaði sig ræki­lega inn í topp­bar­átt­una með 2:1-útisigri gegn Víði í Garði þar sem Bergþór Ingi Smára­son og Ivan Prskalo skoruðu mörk Njarðvík­ur en Nath­an Ward skoraði ein­ar mark Víðis.

Njarðvík er með 36 stig í fjórða sæti deild­ar­inn­ar, stigi minna en Þrótt­ur og Sel­foss, en Víðir er í tí­unda sæt­inu með 13 stig.

Þá er Völsung­ur komið af botni deild­ar­inn­ar eft­ir 2:1-útisig­ur gegn KF í Bog­an­um þar sem Sæþór Ol­geirs­son skoraði bæði mörk Völsungs úr víta­spyrn­um en Oum­ar Di­ouck skoraði eina mark KF-manna.

Völsung­ur er með 11 stig í ell­efta sæti deild­ar­inn­ar en KF er með 25 stig í sjötta sæt­inu.

Elías Dof­ri Gylfa­son og Jón Vil­helm Ákason voru á skot­skón­um fyr­ir Kára sem vann 2:1-sig­ur gegn Dal­vík/​Reyni á Dal­vík en Áki Sölva­son skoraði eina mark Dal­vík­ur/​Reyn­is strax á 4. mín­útu.

Kári er með 22 stig í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar en Dal­vík/​Reyn­ir verm­ir neðsta sæti deild­ar­inn­ar með 10 stig, 4 stig­um frá ör­uggu sæti.

Þróttur Vogum er komið upp í annað sæti deildarinnar eftir …
Þrótt­ur Vog­um er komið upp í annað sæti deild­ar­inn­ar eft­ir góðan útisig­ur. Ljós­mynd/​Hafþór Hreiðars­son
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert