„Vorum bara rændir hérna“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ósáttur við vítaspyrnuna í …
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ósáttur við vítaspyrnuna í lokin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rún­ar Krist­ins­son, þjálf­ari KR-inga, var veru­lega ósátt­ur við mála­lykt­ir í dag þegar lið hans beið lægri hlut fyr­ir Fylk­is­mönn­um á Meist­ara­völl­um, en sig­ur­mark Fylk­is­manna kom upp úr víta­spyrnu sem dæmd var þegar fjór­ar mín­út­ur voru liðnar af upp­bót­ar­tím­an­um. Hann seg­ir að lið sitt hafi verið rænt stig­un­um með þeirri dómgæslu.

Rún­ar seg­ir aðspurður ekki hafa séð at­vikið á vell­in­um sem leiddi til þess að vítið var dæmt, en hafði skoðað end­ur­sýn­ingu á því. „Ég sá það ekki, það var bara einn maður sem var með arn­ar­augu, það er línu­vörður­inn sem flaggaði þetta. Bolt­inn var löngu kom­inn í leik og hann er ennþá að horfa á Beiti og Ólaf Inga. Ég veit ekki hvað hann er að spá.“ seg­ir Rún­ar sem virt­ist einnig ósátt­ur við nokkr­ar af rang­stöðuákvörðunum sama aðstoðardóm­ara. „Hann flaggaði all­an leik­inn, hann tók eig­in­lega fleiri ákv­arðanir en dóm­ar­inn.“

Rún­ar seg­ir að Ólaf­ur Ingi Skúla­son, leikmaður Fylk­is, hafi haft rangt við þegar hann fiskaði vítið á Beiti. „Við vor­um bara rænd­ir hérna. Þeir fá gef­ins mark, þeir fá gef­ins rautt spjald og víti, sem er bara fífla­gang­ur hjá Ólafi Inga, hann hag­ar sér eins og hálf­viti inn á vell­in­um og fisk­ar rautt spjald á mark­mann­inn okk­ar og hend­ir sér niður. Hann leit­ar með höfuðið í hönd­ina á Beiti sem er löngu bú­inn að kasta út. Þetta er bara ljótt og við vilj­um ekki sjá þetta í fót­bolta.“

Rún­ar seg­ir að sama skapi að KR-ing­ar hefðu átt að nýta sín færi bet­ur manni fleiri, en Fylk­isliðið hafi var­ist vel. „En að sama skapi var ekk­ert í stöðunni um að þeir væru að fara að vinna leik­inn og taka þrjú stig. Við vær­um sátt­ari við eitt stig en ekk­ert, því við erum í Evr­ópu­bar­átt­unni við Fylki og þeir eru að gera vel í því sem þeir eru að gera. En þegar menn eru að svindla og ná sér í stig þannig er ég ekki sátt­ur.“

Lakt gengi Íslands­meist­ar­anna á heima­velli hef­ur vakið at­hygli og Rún­ar var spurður hvort að liðið saknaði þess að spila fyr­ir fram­an áhang­end­ur sína í KR-stúk­unni. „Við sökn­um þeirra mjög mikið, en við ætl­um ekki að vera með nein­ar af­sak­an­ir hvað það varðar. Auðvitað sökn­um við þeirra, þeir eru frá­bær­ir og það myndi hjálpa okk­ur heil­mikið að vera með fulla stúku af fólki. En við ætl­um ekki að af­saka okk­ur með því, við þurf­um bara að klára okk­ar leiki, spila bet­ur, skora fleiri mörk og nýta bet­ur þau færi sem við fáum, við höf­um ekki verið nægi­lega góðir í því og svo fáum við þessa tusku í rest­ina.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert