Aldrei komið til greina að hætta í fótboltanum

Mist Edvardsdóttir snéri aftur á knattspyrnuvöllinn á dögunum og byrjaði …
Mist Edvardsdóttir snéri aftur á knattspyrnuvöllinn á dögunum og byrjaði sinn fyrsta leik í fimmtán mánuði eftir langa fjarveru gegn Fylki um síðustu helgi. mbl.is/Hari

Valskon­an Mist Ed­vards­dótt­ir fór á kost­um þegar Val­ur heim­sótti Fylki í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Würth-völl­inn í Árbæn­um í 15. um­ferð deild­ar­inn­ar á laug­ar­dag­inn síðasta.

Mist, sem er 29 ára göm­ul, skoraði fjög­ur mörk í 7:0-stór­sigri Vals­kvenna en Valskon­ur eru í efsta sæti deild­ar­inn­ar með 40 stig, einu stigi meira en Breiðablik, sem á leik til góða á Íslands­meist­ar­ana.

Mist, sem er upp­al­in hjá Aft­ur­eld­ingu í Mos­fells­bæ, hef­ur leikið með Val frá ár­inu 2011 en hún er að koma til baka eft­ir að hafa slitið kross­band í þriðja sinn á ferl­in­um síðasta sum­ar.

„Þær voru mjög öfl­ug­ar þegar við mætt­um þeim í fyrri um­ferðinni og við átt­um þess vegna von á hörku­leik,“ sagði Mist í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Við vor­um vissu­lega ein­um manni færri í níu­tíu mín­út­ur þegar við mætt­um þeim í júlí en við mætt­um mjög vel gíraðar til leiks í Árbæ­inn. Þær voru auðvitað aðeins laskaðar en að sama skapi vor­um við bún­ar að kort­leggja þær mjög vel. Við breytt­umst aðeins áhersl­um í okk­ar leik líka sem virkaði mjög vel.

Ég átti eng­an veg­inn von á því að byrja leik­inn og ég var fyrst og fremst þakk­lát fyr­ir að taka þátt í öll­um und­ir­bún­ingn­um. Ég frétti það svo dag­inn fyr­ir leik að ég væri í byrj­un­arliðinu og var frá­bær til­finn­ing,“ sagði Mist sem fór af velli eft­ir klukku­tíma leik en hún á að baki 140 leiki í efstu deild þar sem hún hef­ur skorað 24 mörk.

Fór þetta á gleðinni

Mist byrjaði að æfa með Valskon­um síðasta vet­ur og átti ekki von á því að spila með liðinu í sum­ar.

„Eins og síðustu ár hafa verið hjá mér þá hef­ur þetta meira og minna alltaf verið keppni hjá mér að ná fyrra formi ef svo má segja. Ég átti hins veg­ar aldrei von á því að ég myndi spila ein­hvern fót­bolta í ár og ég byrjaði þess vegna að æfa með liðinu í góðum gír og það var mun létt­ara yfir mér en oft áður.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag ásamt úr­valsliði 15. um­ferðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert