Leiknir úr Reykjavík átti ekki í neinum vandræðum þegar liðið heimsótti nafna sína frá Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllina í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur 7:0 í ójöfnum leik.
Sólon Breki Leifsson skoraði þrennu fyrir gestina, Sævar Atli Magnússon gerði tvö mörk og þeir Máni Austmann Hilmarsson og Birkir Björnsson komust einnig á blað.
Með sigrinum fór Leiknir Reykjavík aftur upp fyrir Fram og upp í annað sætið og gætu mörkin sjö komið sér vel þegar uppi er staðið, þar sem Fram og Leiknir eru bæði með 39 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.
Leiknir F. er áfram í fallsæti með tólf stig, jafnmörk og Þróttur sem er í sætinu fyrir ofan.