Átta reyndir leikmenn aftur í landsliðshópinn

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson koma aftur ínn …
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson koma aftur ínn í landsliðshópinn fyrir leikina þrjá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erik Hamrén landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu hefur valið mun sterkari leikmannahóp, skipaðan 26 leikmönnum, fyrir leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu á Laugardalsvellinum 8. til 14. október, en voru í leikjunum í september.

Hópurinn var  tilkynntur nú eftir hádegið en leikurinn við Rúmena 8. október er í undanúrslitum umspilsins fyrir EM og leikirnir við Dani og Belga 11. og 14. október eru í Þjóðadeild UFEA.

Þeir Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn í hópinn á ný ásamt því að Kolbeinn Sigþórsson er klár í slaginn en hann varð að hætta við þátttöku síðast eftir að hafa meiðst í upphitun fyrir leikinn gegn Englandi.

Í staðinn detta út úr hópnum þeir Emil Hallfreðsson, Andri Fannar Baldursson, Jón Guðni Fjóluson, Samúel Kári Friðjónsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted.

Hópurinn er þannig skipaður:

MARKVERÐIR:

70 Hannes Þór Halldórsson, Val
16 Ögmundur Kristinsson, Olympiacos
  5 Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal

VARNARMENN:

94 Ragnar Sigurðsson, FC Köbenhavn
92 Birkir Már Sævarsson, Val
84 Kári Árnason, Víkingi R.
73 Ari Freyr Skúlason, Oostende
30 Sverrir Ingi Ingason, PAOK
29 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva
16 Hjörtur Hermannsson, Bröndby
15 Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg

MIÐJUMENN:

87 Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi
86 Birkir Bjarnason, Brescia
75 Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
74 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
34 Arnór Ingvi Traustason, Malmö
25 Rúnar Már Sigurjónsson, Astana
17 Guðlaugur Victor Pálsson, Darmstadt
10 Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva
  6 Mikael Anderson, Midtjylland
  4 Jón Dagur Þorsteinsson, AGF

SÓKNARMENN:

58 Kolbeinn Sigþórsson, AIK
57 Alfreð Finnbogason, Augsburg
50 Jón Daði Böðvarsson, Millwall
26 Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga
12 Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert