Reyni að öskra eitthvað á stelpurnar

Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks. mbl.is/Íris

„Ég er virki­lega sátt með þenn­an sig­ur og leik­inn í heild sinni,“ sagði Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir, markvörður Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 1:0-sig­ur liðsins gegn Val í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Origo-vell­in­um á Hlíðar­enda í dag.

„Þetta var 50/​50 leik­ur og sig­ur­inn hefði í raun getað dottið hvoru meg­in sem var. Þetta voru tvö frá­bær lið að mæt­ast og ég er sann­færð um að þetta hafi verið frá­bær skemmt­un fyr­ir alla þá sem mættu á völl­inn hér í kvöld.

Þetta eru leik­irn­ir sem maður elsk­ar að spila og ég var því vel gíruð en það sem skipt­ir mestu máli er að við mætt­um all­ar til­bún­ar til leiks. Við ætluðum okk­ur sig­ur frá fyrstu mín­útu en á sama tíma viss­um við að við þyrft­um að eiga okk­ar besta dag til að leggja val að velli.“

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Hafrún Rakel …
Andrea Rán Snæ­feld Hauks­dótt­ir, Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir og Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir á Hlíðar­enda í leiks­lok. mbl.is/Í​ris

Þrír leik­ir eft­ir

Breiðablik er í ansi væn­legri stöðu í efsta sæti deild­ar­inn­ar en Sonný vill ekki ganga  svo langt og segja að mótið sé búið.

„Alls ekki, ef við för­um að hugsa þannig þá eru góðar lík­ur á því að við mis­stíg­um okk­ur. Við þurf­um þess vegna að halda áfram núna og halda fókus. Það eru þrír leik­ir eft­ir sem við ætl­um okk­ur að klára al­menni­lega því það get­ur allt gerst í fót­bolta.“

Fyr­irliðinn var ánægður með liðsfé­laga sína í leiks­lok og hrósaði þeim.

„Þær eru al­gjör­lega geggjaðar þess­ar stelp­ur og ég er með gott út­sýni aft­ast á vell­in­um þar sem ég reyni að öskra eitt­hvað á þær,“ bætti Sonný við í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert