Sannfærandi Blikasigur í Evrópubaráttunni

Brynjólfur Andersen Willumsson kemur Breiðabliki yfir gegn Fylki.
Brynjólfur Andersen Willumsson kemur Breiðabliki yfir gegn Fylki. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Breiðablik vann í kvöld ör­ugg­an 4:1-sig­ur á Fylki í Pepsi Max-deild karla í fót­bolta. Voru bæði lið með 28 stig fyr­ir leik­inn en með sigr­in­um fer Breiðablik aft­ur upp fyr­ir KR og Stjörn­una og upp í þriðja sætið. 

Breiðablik byrjaði bet­ur og skapaði sér nokk­ur færi áður en Arn­ór Borg Guðjohnsen kom Fylki yfir gegn gangi leiks­ins með fal­legu skoti rétt utan teigs á 16. mín­útu. 

Það tók Breiðablik níu mín­út­ur að jafna og það gerði Brynj­ólf­ur Will­umsson er hann kláraði vel fram­hjá Aroni Snæ Friðriks­syni í marki Fylk­is eft­ir send­ingu Stef­áns Inga Sig­urðar­son­ar sem var í fram­línu Breiðabliks í fjar­veru Thomas­ar Mikk­el­sen. 

Brynj­ólf­ur var aft­ur á ferðinni á 29. mín­útu er hann skoraði af miklu ör­yggi úr víti eft­ir að Daði Ólafs­son sparkaði Stefán Inga niður í teign­um. Urðu mörk­in í fyrri hálfleik ekki fleiri. 

Það dró til tíðinda á 54. mín­útu en þá fékk Daði Ólafs­son sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá Fylki. Blikar nýttu sér liðsmun­inn og bættu við tveim­ur mörk­um. 

Elf­ar Freyr Helga­son skoraði þriðja mark Breiðabliks með skalla eft­ir horn­spyrnu og varamaður­inn Atli Hrafn Andra­son það fjórða er hann lék á Aron Snæ í mark­inu og skoraði. 

Breiðablik er nú í þriðja sæti með 31 stig og Fylk­ir í sjötta sæti með 28 stig. 

Kær­komið hjá Blik­um

Sig­ur­inn var kær­kom­inn hjá Breiðabliki í Evr­ópu­bar­átt­unni eft­ir aðeins einn sig­ur í síðustu sex leikj­um þar á und­an. Það vantaði menn hjá báðum liðum en breidd­in er meiri hjá Breiðabliki og því fór sem fór. Fjar­vera Thomas­ar Mikk­el­sen í fram­lín­unni angraði Blikana lítið og liðið lék glæsi­lega á köfl­um. 

Hinn 19 ára gamli Stefán Ingi Sig­urðar­son kom inn í fram­lín­una í staðinn fyr­ir Mikk­el­sen og stóð sig virki­lega vel og þá átti Brynj­ólf­ur Will­umsson einn sinn besta leik til þessa í sum­ar. Blikaliðið er hörkugott og í raun stórfurðulegt að það sé 13 stig­um á eft­ir toppliði Vals. Þetta lið á að geta bet­ur. 

Væng­brotn­ir Fylk­is­menn

Fjór­ir leik­menn tóku út leik­bann hjá Fylki í leikn­um og þá er Valdi­mar Þór ingi­mund­ar­son horf­inn á braut. Fylk­ir er ekki með sér­stak­lega góða breidd og mátti ein­fald­lega ekki við því að vera án góðra leik­manna á erfiðum úti­velli. 

Tíma­bilið hef­ur heilt yfir verið gott hjá Fylki og betra en flest­ir áttu von á eft­ir breyt­ing­ar á þjálf­arat­eymi fyr­ir tíma­bilið. Fylk­is­menn eru hins veg­ar bún­ir að tapa átta leikj­um í sum­ar og það er of mikið. Það þarf að kunna að koma í veg fyr­ir töp, líka þegar liðið spil­ar ekki vel. Brekk­an er orðin afar brött í bar­átt­unni um sæti í Evr­ópu­keppni á næstu leiktíð. 

Breiðablik 4:1 Fylk­ir opna loka
skorar Brynjólfur Willumsson (25. mín.)
skorar úr víti Brynjólfur Willumsson (29. mín.)
skorar Elfar Freyr Helgason (61. mín.)
skorar Atli Hrafn Andrason (84. mín.)
Mörk
skorar Arnór Borg Guðjohnsen (16. mín.)
fær gult spjald Oliver Sigurjónsson (39. mín.)
fær gult spjald Viktor Karl Einarsson (46. mín.)
fær gult spjald Davíð Ingvarsson (80. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Daði Ólafsson (28. mín.)
fær gult spjald Arnór Gauti Ragnarsson (42. mín.)
fær rautt spjald Daði Ólafsson (54. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Sannfærandi hjá Blikum í kvöld.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
90 Kári Sigfússon (Fylkir) kemur inn á
90 Djair Parfitt-Williams (Fylkir) fer af velli
90 Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) á skot framhjá
Rekur boltann ansi langa vegalengd áður en hann setur hann langt framhjá.
89 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Stórkostleg varsla! Atli Hrafn sleppur upp hægra megin og sendir út í teiginn á Höskuld sem er í rosalega góðu færi, skotið er fínt en varslan hjá Aroni er mögnuð.
86 Gunnar Heimir Ólafsson (Breiðablik) kemur inn á
Anton Logi og Gunnar Heimir fá sinn fyrsta leik.
86 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fer af velli
86 Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) kemur inn á
86 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) fer af velli
84 MARK! Atli Hrafn Andrason (Breiðablik) skorar
4:1 - Þarna kemur fjórða markið loksins, búið að liggja í loftinu. Höskuldur með glæsilega sendingu inn fyrir vörnina á Atla sem leikur á Aron og skorar í autt markið.
83 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Úr aukaspyrnu af 25 metra færi eða svo, hátt yfir.
82
Gísli er nánast sloppinn í gegn en Aron Snær kemur á ferðinni og nær af honum boltanum áður en Gísli komst í skotið. Blikar sækja og sækja.
80 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Eitthvað samstuð við Hákon Inga.
79 Breiðablik fær hornspyrnu
Breiðablik að safna hornspyrnum.
78 Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) kemur inn á
78 Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) fer af velli
78 Breiðablik fær hornspyrnu
Elfar með skot í varnarmann og aftur fyrir. Það kæmi ekki á óvart ef Blikar ná inn fjórða markinu. Þeir eru búnir að vera líklegir til þess.
77 Breiðablik fær hornspyrnu
Brynjólfur með fínan sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf en Axel Máni bjargar í horn.
74 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Færi! Enn eru Blikar að skapa sér færi. Atli Hrafn með skemmtileg tilþrif, leikur á einn varnarmann og sendir svo inn á Höskuld sem er í rosalega góðu færi í teignum en hann hittir ekki markið. Blikar gætu verið búnir að skora miklu fleiri mörk.
71 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Enn og aftur í færi og enn og aftur mistekst honum að skora þriðja markið. Höskuldur með glæsilega fyrirgjöf og Brynjólfur er einn í markteignum en hann hittir boltann illa með höfðinu. Þarna átti hann að gera miklu betur.
68 Breiðablik fær hornspyrnu
67 Atli Hrafn Andrason (Breiðablik) á skot sem er varið
Gísli með glæsilega sendingu á Atla sem er í fínu færi í teignum en Aron gerir mjög vel í að verja. Breiðablik ætlar sér að skora fleiri mörk.
66
Orri Hrafn vinnur aukaspyrnu á fínum stað. 20 metrum frá marki og hægra megin við D-bogann.
65 Atli Hrafn Andrason (Breiðablik) kemur inn á
65 Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
64 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot framhjá
Færi! Viktor Karl með sendingu á Brynjólf sem er í virkilega góðu færi en hann setur boltann framhjá. Þarna átti hann að skora.
62 Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) kemur inn á
62 Daníel Steinar Kjartansson (Fylkir) fer af velli
61 MARK! Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) skorar
3:1 - Hans fyrsta mark í rúm tvö ár! Fylkismenn ná ekki að koma boltanum í burtu eftir hornið og Elfar nýtir sér það og skallar í netið. Varnarmenn Fylkis á línunni náðu ekki að bjarga.
60 Breiðablik fær hornspyrnu
60
Eins og við var að búast eru Blikar búnir að vera miklu meira með boltann eftir rauða spjaldið. Engin færi til þessa þó.
54 Daði Ólafsson (Fylkir) fær rautt spjald
Togar Stefán Inga niður og fær sitt annað gula spjald. Hann getur lítið kvartað yfir þessu. Togaði hressilega í hann. Hann sparkar í fimm vatnsbrúsa á leiðinni út af. Ekki dagurinn hans Daða.
53 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Gísli fer illa með tvo Fylkismenn og sendir boltann svo út á Viktor sem á fína fyrirgjöf á Höskuld en skotið hjá Höskuldi er beint á Aron Snæ. Skemmtileg sókn hjá Blikum sem hafa spilað ljómandi vel á köflum í þessum leik.
51
Aðeins róleg byrjun á seinni hálfleik eftir hasarinn í fyrri hálfleiknum.
46 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Of seinn í Daníel sem liggur eftir.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Mjög fjörlegum fyrri hálfleik lokið. Fullt af færum, þrjú mörk og nóg af hörku.
42 Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) fær gult spjald
Stöðvar skyndisókn í fæðingu.
42 Fylkir fær hornspyrnu
Stefán Ingi skallar boltann yfir eigið mark.
41 Fylkir fær hornspyrnu
41 Djair Parfitt-Williams (Fylkir) á skot sem er varið
Fín aukaspyrna en Anton er snöggur niður og ver vel.
39 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fær gult spjald
Straujar Arnór Gauta Jónsson og fer síðan að hreyta í hann einhverjum ljótum orðum á meðan Arnór liggur eftir. Hvers vegna veit ég ekki en þetta er ljót framkoma hjá Oliver. Meiðir hann fyrst og fer síðan að drulla yfir hann. Kjánalegt.
38 Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir) á skot framhjá
Á lofti eftir hornið en þessi bolti rosalega hátt yfir. Erfið tækni.
38 Fylkir fær hornspyrnu
37 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Blikar spila boltanum skemmtilega á milli sín en Gísli setur boltann rétt framhjá eftir sendingu Gísla.
36 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Færið þröngt og skotið beint á Aron. Gísli vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð þar sem Daníel fór aðeins í hann, en það var lítið í þessu.
33 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Rosalega hátt yfir markið af 25 metra færi eða svo.
31
Dauðafæri! Brynjólfur sleppur einn í gegn og er aleinn gegn Aroni en hann tekur of fasta snertingu og Aron nær til boltans og bjargar. Þarna átti hann að skora sitt þriðja mark og þriðja mark Blika.
29 MARK! Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) skorar úr víti
2:1 - Neglir boltanum í bláhornið niðri. Aron hreyfði sig ekki í markinu. Flott víti og Brynjólfur er kominn með tvö og Breiðablik tvö!
28 Daði Ólafsson (Fylkir) fær gult spjald
Fór ofarlega með löppina og sparkaði í höfuðið á Stefáni og því var dæmt víti.
28 Breiðablik fær víti
Svakaleg sókn! Viktor á skot, Aron ver, Viktor nær frákastinu og setur boltann í slánna og þegar Stefán Ingi ætlar að reyna að ná þriðja skotinu er brotið á honum og Breiðablik fær víti!
26 Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir) á skot sem er varið
Af löngu færi, hættulaust.
25 MARK! Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) skorar
1:1 - Blikarnir eru búnir að jafna! Stefán Ingi leggur boltann inn fyrir vörn Fylkis á Brynjólf sem neglir boltanum á milli fóta Arons og í markið. Flott sending og mjög vel klárað.
23 Breiðablik fær hornspyrnu
Gísli spyrnir boltanum í Ólaf Inga og aftur fyrir.
23 Fylkir fær hornspyrnu
19 Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) á skot framhjá
Færi! Parfitt-Williams brunar upp hægri kantinn og sendir fyrir á Arnór Gauta sem er aleinn í teignum en hann setur boltann í grasið og yfir. Þarna átti gamli Blikinn að gera betur.
17 Djair Parfitt-Williams (Fylkir) á skot sem er varið
Flottur kafli hjá Fylki. Parfitt-Williams með fast skot en beint á Anton Ara sem ver örugglega.
16 MARK! Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir) skorar
0:1 - Fyrsta alvörusókn gestanna endar með marki! Arnór fær boltann nálægt vítateig Breiðabliks og varnarmenn Blika hörfa bara og hörfa. Arnór nýtir sér það og skorar með glæsilegu skoti í bláhornið fjær.
13
Arnór Gauti Ragnarsson og Höskuldur kljást í tvígang á stuttum tíma og í bæði skiptin liggur Arnór eftir. Fyrst fékk hann höndina á Höskuldi í andlitið og síðan fór Höskuldur aðeins aftan í Arnór.
11 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fær frítt skot utarlega í teignum en Aron Snær er vel staðsettur og ver þetta. Þriðja tilraun Blika á fyrstu 11 mínútunum.
10
Blikarnir eru mun meira með boltann í upphafi leiks. Fylkismenn fá lítið að snerta hann.
7 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Davíð fer upp vinstri vænginn og sendir á Viktor sem reynir utanfótarskot en rétt framhjá. Blikarnir byrja af meiri krafti.
2 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot í stöng
Blikar byrja þetta af krafti. Viktor Karl með fyrirgjöf á Gísla sem leggur hann á Oliver sem neglir boltanum í stöngina rétt utan teigs. Breiðablik nálægt því að skora strax í byrjun.
1 Leikur hafinn
Fylkismenn byrja með boltann.
0
Breiðablik leikur í vínrauðum treyjum í kvöld til að fagna 70 ára afmælinu. Virkilega töff treyja.
0
Andri Rafn Yeoman er ekki með í kvöld þar sem hann tekur út leikbann.
0
Þau hafa mæst 33 sinnum í efstu deild. Breiðablik er með 15 vinninga, Fylkir 10 og átta sinnum hafa þau gert jafntefli.
0
Breiðablik vann 1:0-sigur þegar liðin mættust í Árbænum í júní. Þá skoraði varnarmaðurinn Damir Muminovic sigurmarkið en hann byrjar á bekknum í kvöld.
0
Orri Sveinn Stefánsson, Sam Hewson, Nikulás Val Valdimarsson og Ragnar Bragi Sveinsson eru allir í leikbanni hjá Fylki.
0
Það er enginn Thomas Mikkelsen hjá Blikum í kvöld. Hann er væntanlega eitthvað meiddur.
0
Það eru ungir strákar á bekknum hjá báðum liðum. Tómas Bjarki Jónsson (2003), Anton Logi Lúðvíksson (2003), Kristján Gunnarsson (2002) og Gunnar Heimir Ólafsson (2002) eru á bekknum hjá Blikum. Kári Sigfússon (2002) og Óskar Borgþórsson (2003) eru á bekknum hjá Fylki.
0
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi Max-deild karla.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-5-1) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Róbert Orri Þorkelsson, Viktor Örn Margeirsson (Anton Logi Lúðvíksson 86), Elfar Freyr Helgason, Davíð Ingvarsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Brynjólfur Willumsson, Gísli Eyjólfsson, Oliver Sigurjónsson (Gunnar Heimir Ólafsson 86), Höskuldur Gunnlaugsson. Sókn: Stefán Ingi Sigurðarson (Atli Hrafn Andrason 65).
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Damir Muminovic, Tómas Bjarki Jónsson, Anton Logi Lúðvíksson, Atli Hrafn Andrason, Kristján Gunnarsson, Gunnar Heimir Ólafsson.

Fylkir: (4-3-3) Mark: Aron Snær Friðriksson. Vörn: Daníel Steinar Kjartansson (Þórður Gunnar Hafþórsson 62), Ásgeir Eyþórsson, Axel Máni Guðbjörnsson, Daði Ólafsson. Miðja: Orri Hrafn Kjartansson, Arnór Gauti Jónsson (Hákon Ingi Jónsson 78), Ólafur Ingi Skúlason. Sókn: Djair Parfitt-Williams (Kári Sigfússon 90), Arnór Borg Guðjohnsen, Arnór Gauti Ragnarsson.
Varamenn: Kristófer Leví Sigtryggsson (M), Hákon Ingi Jónsson, Andrés Már Jóhannesson, Þórður Gunnar Hafþórsson, Michael Kedman, Kári Sigfússon, Óskar Borgþórsson.

Skot: Breiðablik 17 (10) - Fylkir 7 (4)
Horn: Breiðablik 7 - Fylkir 4.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
4. okt. 2020 19:15

Aðstæður:
Létt og fallegt haustkvöld. 6 gráður, rólegur vindur og huggulegt.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Egill Guðvarður Guðlaugsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert