Þór/KA lyfti sér frá botninum

Akureyringar fagna marki sínu í Boganum í dag.
Akureyringar fagna marki sínu í Boganum í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór/​KA vann gríðarlega mik­il­væg­an 1:0 sig­ur á Sel­fossi í 16.um­ferð Pepsi Max-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu nú í dag. Þór/​KA liðið er í harðri fall­bar­áttu og þurfti nauðsyn­lega á stig­un­um þrem­ur að halda.

Heima­kon­ur byrjuðu leik­inn að krafti og spiluðu fyrri hálfleik­inn virki­lega vel. Madel­ine Gotta var sér­stak­lega öfl­ug og hún kom liðinu yfir á 23.mín­útu leiks­ins. Hún lék á Barbáru á vinstri kant­in­um, keyrði inn að teign­um og skoraði með góðu skoti í fjær­hornið.

Heima­kon­ur fengu góð tæki­færi til þess að bæta við mörk­um í fyrri hálfleik. María Ólafs­dótt­ir Gros fékk besta færið, hún fékk send­ingu inn á teig­inn, komst fram hjá mark­manni Sel­fyss­inga en frá­bær tæk­ling hjá Áslaugu Dóru kom í veg fyr­ir að heima­kon­ur næðu að tvö­falda for­ust­una. Þrátt fyr­ir það var staðan 1:0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik fengu heima­kon­ur fleiri færi til þess að bæta við marki en tókst ekki að skora. Eft­ir því sem leið á leik­inn sóttu Sel­fyss­ing­ar í sig veðrið en gekk afar illa að skapa sér færi. Þær áttu sem dæmi ekki skot á ramm­an í leikn­um. Það fór svo að Þór/​KA vann leik­inn 1:0 og náði í þrjú mik­il­væg stig. 

Fall­bar­átt­an í Pepsi Max deild kvenna er afar jöfn og  sig­ur­inn er því kær­kom­inn fyr­ir Þór/​KA liðið. Þegar þetta er skrifað er liðið í 7.sæti deild­ar­inn­ar með jafn mörg stig og Stjarn­an og Þrótt­ur en með lak­ari marka­tölu. Liðið er tveim­ur stig­um fyr­ir ofan ör­uggt sæti og það er í raun meiri­hluti deild­ar­inn­ar í fall­hættu þegar tvær um­ferðir eru eft­ir. Þór/​KA á eft­ir leiki við Þrótt og KR sem eru einnig í fall­bar­áttu og því mik­il­væg­ar vik­ur fram und­an.

Þór/​KA 1:0 Sel­foss opna loka
skorar Madeline Gotta (23. mín.)
Mörk
mín.
90 Leik lokið
Gríðarlega mikilvægur sigur Þór/KA staðreynd.
90 Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) kemur inn á
+2
90 Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss) fer af velli
+2
90
Tveimur mínútum bætt við.
90 Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Skot yfir markið.
90 Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
Góður sprettur hjá Huldu sem kemst inn í teig en Kaylan enn og aftur að verja vel.
88 Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) kemur inn á
88 Karitas Tómasdóttir (Selfoss) fer af velli
88
Leikurinn kominn aftur af stað.
87
Leikurinn stöðvaður þar sem Karitas þarf aðhlynningu.
84
Pressa við mark Þór/KA. Arna Sif hreinsar boltann að lokum upp í loft. Andri þjálfari Þór/KA biður leikmenn sína að hætta að selja sig.
82 Þór/KA fær hornspyrnu
Önnur spyrna en í þetta skipti endar sóknin með markspyrnu Selfyssinga.
82 Berglind Baldursdóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Stórhætta við mark Selfoss. Berglind nær skoti í teignum en boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir.
81 Þór/KA fær hornspyrnu
Hulda Ósk með frábæran einleik frá miðju sem endar með því að hún vinnur hornspyrnu.
80
Tíu mínútur eftir og Selfyssingar að sækja í sig veðrið.
77 Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) kemur inn á
77 Margrét Árnadóttir (Þór/KA) fer af velli
77 Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Karen með frábæran sprett og nær að komast inn í teig. Skotið fer þó framhjá markinu.
71 Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) kemur inn á
71 Georgia Stevens (Þór/KA) fer af velli
70
Áslaug Dóra fellur eftir hornspyrnuna og Selfyssingar vilja víti. Bríet dæmir ekki sem er hárréttur dómur.
69 Selfoss fær hornspyrnu
65
Alltaf sér maður eitthvað nýtt í fótbolta. Misskilnignur í vörn Selfyssinga og Kaylan keyrir niður samherja sinn í teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt fá Selfyssingar aukaspyrnu.
63 Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
Dauðafæri! Eftir hornspyrnuna dettur boltinn í teignum fyrir Örnu Sif sem á skot sem varnarmaður Selfyssinga bjargar á línu.
63 Þór/KA fær hornspyrnu
61
Heimakonur komast í skyndisókn en loka sendingin frá Maríu er ekki nægilega góð.
59
Mjög rólegt yfir leiknum þessa stundina.
50 Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) kemur inn á
50 Brynja Valgeirsdóttir (Selfoss) fer af velli
50
Heiða Ragney með aukaspyrnu, boltinn fer inn á teig Selfyssinga en yfir alla þvöguna og aftur fyrir.
47 Selfoss fær hornspyrnu
Boltinn berst á Áslaugu Dóru en hún nær ekki að athafna sig áður en heimakonur koma boltanum frá.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Heimakonur með verðskuldaða forystu í hálfleik. Verið sterkari aðilinn og hafa haft tækifæri til þess að bæta við sem þær hafa ekki nýtt.
42 María C. Ólafsdóttir Gros (Þór/KA) á skot framhjá
María kemst upp hægri kantinn eftir sendingu frá Heiðu. Hún keyrir inn að teignum og á skot sem fer rétt framhjá markinu.
41 Þóra Jónsdóttir (Selfoss) á skot framhjá
Skot á lofti eftir að boltinn barst til hennar úr teig Þór/KA. skotið ekki gott og vel framhjá markinu.
40 Margrét Árnadóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
Margrét kemst í gott færi í teignum en skot hennar er beint á Kaylan í markinu. Gerði vel fram að skotinu en skotið ekki nógu gott.
37
Flott spil hjá heimakonum endar með skoti frá Georgiu en hún dæmd rangstæð.
35
Clara fellur í teignum eftir baráttu við varnarmann Þór/KA. Selfyssingar vilja víti en ekkert dæmt. Réttur dómur sýndist mér, fannst Clara fara auðveldlega niður þarna.
33
Georgia og Áslaug Dóra í baráttu. Georgia hefði sloppið í gegn en Áslaug Dóra gerir vel og vinnur einvígið.
29
Hætta við mark Þór/KA. Selfyssingar komast í góða stöðu í teignum en eftir klafs koma heimakonur boltanum frá.
28 Þór/KA fær hornspyrnu
Boltinn fór aftur fyrir eftir björgun Áslaugar. Selfyssingar ná síðan að koma boltanum frá.
27
Gjörsamlega frábær björgun hjá Áslaugu Dóru. Madeline með sendingu inn fyrir á Maríu sem kemst framhjá Kaylan í markinu og er við það að setja boltann í netið þegar Áslaug kemur boltanum frá.
23 MARK! Madeline Gotta (Þór/KA) skorar
1:0 - Heimakonur komnar í verðskuldaða forystu! Madeline fær boltann vinstra meginn á vellinum eftir sendingu frá Huldu Karen. Fer frábærlega framhjá Barbáru og á skot í fjærhornið sem Kaylan ræður ekki við. Frábært mark hjá Madeline.
20
Heimakonur sterkari hér í upphafi leiks. Hafa átt nokkrar fyrirgjafir sem hafa ekki gengið með stuttu millibili.
18
Madeline Gotta kemst á sprett upp kantinn en fyrirgjöf hennar er ekki nægilega góð og boltinn fer aftur fyrir endamörk.
15 Madeline Gotta (Þór/KA) á skot framhjá
Madeline keyrir inn völlinn af vinstri kantinum en skotið er hátt yfir. Madeline hefur verið lífleg hér í upphafi leiks.
13 Margrét Árnadóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Fín tilraun af löngu færi en boltinn yfir markið.
8
Hulda Björg með slæma sendingu til baka en Harpa er vel á verði og nær að hreinsa útaf.
6
Tiffany við það að sleppa í gegn en Hulda Björg verst vel.
3
Madeline Gotta með fína sendingu fyrir markið en enginn leikmaður Þór/KA nær að komast í boltann.
1 Leikur hafinn
0
Byrjunarliðin eru komin inn. Athygli vekur að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í leikmannahópi Selfoss í dag en hún er að glíma við meiðsli.
0
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Þórs/KA og Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna.
Sjá meira
Sjá allt

Þór/KA: (4-3-3) Mark: Harpa Jóhannsdóttir. Vörn: Hulda Karen Ingvarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir. Miðja: Heiða Ragney Viðarsdóttir, Margrét Árnadóttir (Hulda Ósk Jónsdóttir 77), Berglind Baldursdóttir. Sókn: María C. Ólafsdóttir Gros, Georgia Stevens (Karen María Sigurgeirsdóttir 71), Madeline Gotta.
Varamenn: (M), Karen María Sigurgeirsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir.

Selfoss: (4-3-3) Mark: Kaylan Marckese. Vörn: Barbára Sól Gísladóttir, Brynja Valgeirsdóttir (Unnur Dóra Bergsdóttir 50), Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Anna María Friðgeirsdóttir (Brynja Líf Jónsdóttir 90). Miðja: Karitas Tómasdóttir (Helena Hekla Hlynsdóttir 88), Þóra Jónsdóttir. Sókn: Magdalena Anna Reimus, Clara Sigurðardóttir, Tiffany McCarty.
Varamenn: Margrét Ósk Borgþórsdóttir (M), Embla Dís Gunnarsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir, Helena Hekla Hlynsdóttir, Brynja Líf Jónsdóttir.

Skot: Selfoss 1 (0) - Þór/KA 10 (4)
Horn: Selfoss 2 - Þór/KA 4.

Lýsandi: Baldvin Kári Magnússon
Völlur: Boginn

Leikur hefst
4. okt. 2020 13:30

Aðstæður:

Dómari: Bríet Bragadóttir
Aðstoðardómarar: Aðalsteinn Tryggvason og Eydís Ragna Einarsdóttir

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert