Nicolae Stanciu, leikmaður rúmenska landsliðsins í knattspyrnu, segir það liggja fyrir að íslensku leikmennirnir séu sterkari í návígjum en þeir rúmensku. Það muni vonandi ekki ráða úrslitum þegar þjóðirnar mætast í umspili um sæti á EM 2021 á Laugardalsvelli annað kvöld.
„Ég á von á erfiðum leik því ég veit að íslenska liðið er mjög sterkt á heimavelli og í liðinu eru góðir leikmenn,“ sagði Stanciu meðal annars á blaðamannafundi í Laugardalnum síðdegis.
„Okkur hefur tekist vel upp þann tíma sem við höfum haft til að æfa frá því liðið kom saman
heima í Rúmeníu. Ég ímynda mér að þetta verði 50/50 leikur og liðið sem er tilbúið að gefa allt í leikinn á morgun muni komast áfram,“ sagði Stanciu en rúmenski hópurinn kom til Íslands seinni partinn í gær.
„Við þekkjum leikmenn íslenska liðsins og sérstaklega þá sem leika í stærstu deildunum. Allir vita að liðin frá Norður-Evrópu eru líkamlega sterk og leikmenn þeirra sterkir í návígjum. Þeir eru auðvitað sterkari en við í návígjum. En við höfum búið okkur undir það og erum með okkar leikskipulag sem vonandi mun skila okkur sigri.“
Spurður um þær aðstæður sem nú eru uppi þar sem knattspyrnuleikir eins og þessi fara gjarnan fram fyrir luktum dyrum sagði Stanciu:
„Á heildina litið er slæmt fyrir íþróttina að ekki sé hægt að leyfa áhorfendur en við því er lítið að gera. Þetta er leiðinleg staða fyrir bæði íslensku stuðningsmennina sem og okkar stuðningsmenn,“ sagði Stanciu, sem leikur með Slavia Prag.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |