Fyrri hálfleikur búinn - geggjaðir sextíu áhorfendur

Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum í leikslok.
Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum í leikslok. mbl.is/Eggert

Aron Ein­ar Gunn­ars­son landsliðsfyr­irliði var ánægður með frammistöðu ís­lenska liðsins í sigr­in­um á Rúm­en­um í undanúr­slit­um EM-um­spils­ins í kvöld og ekki síður með sex­tíu manna stuðnings­sveit­ina, Tólf­una, sem hvatti liðið áfram af ráðum og dáð.

„Þetta var virki­lega traust­ur leik­ur. Við feng­um lítið af fær­um á okk­ur en feng­um sjálf­ir mikið af fær­um. Við dutt­um óþarf­lega aft­ar­lega í seinni hálfleik en það ger­ist ósjálfrátt þegar verið er að halda þeim frá mark­inu. En mér fannst við vera sterk­ir í dag og gamla bandið er komið sam­an aft­ur!" sagði Aron Ein­ar í viðtali við Stöð 2 Sport eft­ir leik­inn.

„Við erum virki­lega sátt­ir, Planið var að gleðja þjóðina og við gerðum það en nú er bara fyrri hálfleik­ur­inn bú­inn og við för­um að búa okk­ur und­ir það að mæta Ung­verj­um. En næst er að sjálf­sögðu Dan­mörk í Þjóðadeild­inni og við ætl­um að vera klár­ir í þann leik og vinna hann líka.“

Rúm­en­ar skoruðu mark sitt eft­ir langa um­hugs­un Damirs Skom­ina dóm­ara sem skoðaði mynd­band lengi af at­viki í víta­teig áður en hann dæmdi víta­spyrnu á Ragn­ar Sig­urðsson.

„Ég er ekki bú­inn að sjá þetta en ég talaði við Ragga og maður­inn kom í raun aft­an að hon­um. Raggi reiknaði með því að ég myndi ekki vinna skalla­bolt­ann og var að und­ir­búa sig í að skalla bolt­ann í burtu, fór þá í þessa ósjálfráðu hreyf­ingu sem maður ger­ir þegar maður stekk­ur upp til að skalla. Ég spurði dóm­ar­ann eft­ir leik­inn: Af­hverju varstu að horfa á þetta svona lengi, varstu að bíða eft­ir því að finna eitt­hvað til að dæma á? En hann sagðist þurfa að hafa allt á hreinu til að dæma víti. En það er ekk­ert við hann að sak­ast, hann lét leik­inn fljóta vel og þetta var eina atriðið sem var um­deilt í leikn­um.“

Aron var afar ánægður með áhorf­end­urna sex­tíu.

„Þetta var geggjað, það var ótrú­legt að þeir skyldu ná upp þess­ari stemn­ingu. Það heyrðist vel í þeim og þetta var flott að þeir skyldu fá að fara á völl­inn. Við vit­um hvernig ástandið er hérna á höfuðborg­ar­svæðinu og þetta er ekki neitt sem við ráðum við. En það var virki­lega gott að hafa þá hérna til að rífa okk­ur áfram því við þurft­um á því að halda og erum þakk­lát­ir fyr­ir það,“ sagði Aron Ein­ar Gunn­ars­son við Stöð 2 Sport.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert