Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Rúmenum í undanúrslitum EM-umspilsins í kvöld og ekki síður með sextíu manna stuðningssveitina, Tólfuna, sem hvatti liðið áfram af ráðum og dáð.
„Þetta var virkilega traustur leikur. Við fengum lítið af færum á okkur en fengum sjálfir mikið af færum. Við duttum óþarflega aftarlega í seinni hálfleik en það gerist ósjálfrátt þegar verið er að halda þeim frá markinu. En mér fannst við vera sterkir í dag og gamla bandið er komið saman aftur!" sagði Aron Einar í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
„Við erum virkilega sáttir, Planið var að gleðja þjóðina og við gerðum það en nú er bara fyrri hálfleikurinn búinn og við förum að búa okkur undir það að mæta Ungverjum. En næst er að sjálfsögðu Danmörk í Þjóðadeildinni og við ætlum að vera klárir í þann leik og vinna hann líka.“
Rúmenar skoruðu mark sitt eftir langa umhugsun Damirs Skomina dómara sem skoðaði myndband lengi af atviki í vítateig áður en hann dæmdi vítaspyrnu á Ragnar Sigurðsson.
„Ég er ekki búinn að sjá þetta en ég talaði við Ragga og maðurinn kom í raun aftan að honum. Raggi reiknaði með því að ég myndi ekki vinna skallaboltann og var að undirbúa sig í að skalla boltann í burtu, fór þá í þessa ósjálfráðu hreyfingu sem maður gerir þegar maður stekkur upp til að skalla. Ég spurði dómarann eftir leikinn: Afhverju varstu að horfa á þetta svona lengi, varstu að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á? En hann sagðist þurfa að hafa allt á hreinu til að dæma víti. En það er ekkert við hann að sakast, hann lét leikinn fljóta vel og þetta var eina atriðið sem var umdeilt í leiknum.“
Aron var afar ánægður með áhorfendurna sextíu.
„Þetta var geggjað, það var ótrúlegt að þeir skyldu ná upp þessari stemningu. Það heyrðist vel í þeim og þetta var flott að þeir skyldu fá að fara á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta er ekki neitt sem við ráðum við. En það var virkilega gott að hafa þá hérna til að rífa okkur áfram því við þurftum á því að halda og erum þakklátir fyrir það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson við Stöð 2 Sport.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |