Tvö mörk frá Gylfa og Ísland í úrslitaleik í Búdapest

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum sáttur í leikslok.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum sáttur í leikslok. mbl.is/Eggert

Ísland er komið í úr­slita­leik­inn í um­spil­inu um sæti í loka­keppni Evr­ópu­móts karla í knatt­spyrnu 2021 eft­ir sig­ur á Rúm­en­um í undanúr­slita­leikn­um á Laug­ar­dals­vell­in­um í kvöld, 2:1.

Gylfi Þór Sig­urðsson skoraði bæði mörk Íslands sem var 2:0 yfir í hálfleik. Sann­gjarn sig­ur þrátt fyr­ir tals­verða sókn Rúm­ena seinni hluta leiks­ins en þeir sköpuðu sér aldrei færi til að jafna met­in þó þeir hefðu minnkað mun­inn úr víta­spyrnu á 63. mín­útu leiks­ins.

Þar með eru það Ung­verja­land og Ísland sem leika til úr­slita um sæti í loka­keppn­inni og mæt­ast í Búdapest 12. nóv­em­ber. Ung­verj­ar sigruðu Búlgara 3:1 í Sofia í hinum undanúr­slita­leik A-um­spils­ins í kvöld.

Erik Hamrén var sáttur í leikslok.
Erik Hamrén var sátt­ur í leiks­lok. mbl.is/​Eggert

Íslenska liðið byrjaði leik­inn af mikl­um krafti en Rúm­en­ar stóðu það af sér og áttu ágæt­an kafla í kjöl­farið, m.a. tvær horn­spyrn­ur á fyrsta kort­er­inu.

Á 16. mín­útu náði Ísland for­yst­unni. Jó­hann Berg Guðmunds­son fékk bolt­ann á víta­teigs­lín­unni, aðeins til hægri, og renndi hon­um til hliðar á Gylfa Þór Sig­urðsson. Hann sneri sér með bolt­ann á víta­teigs­lín­unni og skaut á milli fóta varn­ar­manns og óverj­andi í hægra mark­hornið niðri, 1:0.

Gylfi var aft­ur á ferðinni sex mín­út­um síðar þegar hann sneri sér með bolt­ann rétt utan víta­teigs og átti gott skot sem Cipri­an Tatar­us­anu markvörður varði í horn.

Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson eigast við.
Birk­ir Bjarna­son og Kol­beinn Sigþórs­son eig­ast við. mbl.is/​Eggert

Al­freð Finn­boga­son fékk send­ingu í gegn­um vörn Rúm­ena frá Gylfa á 27. mín­útu og vippaði bolt­an­um skemmti­lega yfir markvörðinn og í netið. Beðið var í tvær mín­út­ur eft­ir niður­stöðu mynd­banda­dóm­ar­anna sem að lok­um úr­sk­urðuðu rétti­lega að Al­freð hefði verið rang­stæður. En það stóð tæpt.

En bolt­inn hafnaði í þriðja sinn í rúm­enska mark­inu á 34. mín­útu. Al­freð sneiddi bolt­ann skemmti­lega yfir varn­ar­mann og á Gylfa sem var við víta­teigs­lín­una, aðeins til hægri. Hann tók vel við bolt­an­um og lagði hann yf­ir­vegað með vinstra fæti í vinstra mark­hornið. Ísland var komið í 2:0.

Rúm­en­ar náðu ekki að ógna marki Íslands að ráði á lokakafla hálfleiks­ins og Ísland fór með sann­gjarna 2:0 for­ystu inn í leik­hléð.

Damir Skomina hugsar sig vel um áður en hann dæmir …
Damir Skom­ina hugs­ar sig vel um áður en hann dæm­ir víta­spyrnu. mbl.is/​Eggert

Rúm­en­ar skiptu al­veg um sókn­ar­línu í hálfleik og mættu til leiks eft­ir hlé með þrjá nýja sókn­ar­menn. En ís­lenska liðið byrjaði seinni hálfleik­inn vel og átti þrjár marktilraun­ir á fyrstu fimm mín­út­un­um.

Ótrú­leg at­b­urðarás og víta­spyrna

En síðan tók við ótrú­leg at­b­urðarás. Ísland fékk sann­kallað dauðafæri á 58. mín­útu. Guðlaug­ur Victor Páls­son brunaði upp all­an hægri kant­inn í skynd­isókn og sendi síðan inn í víta­teig­inn þar sem Arn­ór Ingvi Trausta­son var slopp­inn einn gegn Tatar­us­anu sem varði vel frá hon­um.

En þá stöðvaði Damir Skom­ina leik­inn, skoðaði at­vik úr sókn Rúm­ena á und­an í 2-3 mín­út­ur og dæmdi að lok­um víta­spyrnu á Ragn­ar Sig­urðsson.

Úr henni skoraði Al­ex­andru Max­im af ör­yggi, 2:1, á 63. mín­útu, og Rúm­en­ar voru komn­ir inn í leik­inn á ný.

Kári Árnason sækir að marki Rúmena.
Kári Árna­son sæk­ir að marki Rúm­ena. mbl.is/​Eggert

Þeir sóttu tals­vert í kjöl­farið, fengu m.a. tvær horn­spyrn­ur með stuttu milli­bili en komust ekki í nein færi og ís­lenska liðið vann sig smám sam­an út úr press­unni.

Þrátt fyr­ir þunga sókn á lokakafl­an­um fengu Rúm­en­ar eng­in færi til að jafna met­in og ís­lenska liðið hélt út til leiks­loka með öfl­ug­um varn­ar­leik.

Varn­ar­leik­ur­inn til fyr­ir­mynd­ar

Varn­ar­leik­ur ís­lenska liðsins var til fyr­ir­mynd­ar frá fyrstu mín­útu til þeirr­ar síðustu og það gaf aldrei nein færi á sér . Víta­spyrn­an var eina skot Rúm­ena á mark Íslands í leikn­um og óhætt er að segja að hún hafi ekki komið upp úr neinu mark­tæki­færi.

Gylfi Þór Sig­urðsson er að öðrum ólöstuðum maður leiks­ins hjá ís­lenska liðinu og hann hafði þau gæði sem skildu á milli liðanna í þess­um mik­il­væga leik. Tvö virki­lega góð mörk frá hon­um í fyrri hálfleikn­um gerðu út um leik­inn.

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar öðru marki sínu ásamt Guðlaugi Victori …
Gylfi Þór Sig­urðsson fagn­ar öðru marki sínu ásamt Guðlaugi Victori Páls­syni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þá átti Guðlaug­ur Victor Páls­son sér­lega góðan leik sem hægri bakvörður. Victor var öfl­ug­ur í stað Arons Ein­ars sem varn­artengiliður gegn Eng­lend­ing­um, enda er það hans vana­lega staða á vell­in­um, en hann leys­ir bakv­arðar­stöðuna virki­lega vel. Ann­ars var þetta sig­ur liðsheild­ar - þarna var gamla góða landsliðið að stærst­um hluta komið aft­ur, leik­menn sem gjörþekkja hver ann­an og búa yfir gríðarlegri reynslu, og þeir voru ein­fald­lega of reynd­ir og klók­ir fyr­ir Rúm­ena í þess­um leik.

Víkingaklapp í boði Tólfunnar.
Vík­ingaklapp í boði Tólf­unn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nú bíður risa­stórt verk­efni ís­lensku leik­mann­anna í Búdapest 12. nóv­em­ber þar sem þeir mæta Ung­verj­um í hrein­um úr­slita­leik á þeirra heima­velli. Þá verður EM-sætið und­ir - og leik­ir gegn stórþjóðunum Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal sem bíða í riðlin­um í loka­keppn­inni næsta sum­ar. Ef þessi hóp­ur fer í þriðja skipti í röð á stór­mót þá verður það magnað af­rek, og ís­lensku leik­menn­irn­ir sýndu í kvöld að þeir hafa bæði gæðin og reynsl­una til þess að fara alla leið og sigra Ung­verja eft­ir fimm vik­ur. Við bíðum spennt!

Markið fær ekki að standa vegna rangstöðu.
Markið fær ekki að standa vegna rang­stöðu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Alfreð Finnbogason skorar.
Al­freð Finn­boga­son skor­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Alfreð Finnbogason skorar en markið fær ekki að standa.
Al­freð Finn­boga­son skor­ar en markið fær ekki að standa. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar fyrsta marki sínu ásamt Guðlaugi Victori …
Gylfi Þór Sig­urðsson fagn­ar fyrsta marki sínu ásamt Guðlaugi Victori Páls­syni og Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni. mbl.is/​Eggert
Gylfi Þór fagnar ásamt liðsfélögum sínum.
Gylfi Þór fagn­ar ásamt liðsfé­lög­um sín­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Gylfi Þór færir boltann yfir á vinstri rétt áður en …
Gylfi Þór fær­ir bolt­ann yfir á vinstri rétt áður en hann læt­ur vaða á markið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Guðlaugur Victor Pálsson skallar frá marki.
Guðlaug­ur Victor Páls­son skall­ar frá marki. mbl.is/​Eggert
Hörður Björgvin Magnússon sækir að marki Rúmena.
Hörður Björg­vin Magnús­son sæk­ir að marki Rúm­ena. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Eggert
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni við Mario Camora.
Jó­hann Berg Guðmunds­son í bar­átt­unni við Mario Camora. mbl.is/​Eggert
Ciprian Tatarusanu kýlir frá marki.
Cipri­an Tatar­us­anu kýl­ir frá marki. mbl.is/​Eggert
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Mihai Balasa, leikmann Rúmena.
Gylfi Þór Sig­urðsson í bar­átt­unni við Mihai Balasa, leik­mann Rúm­ena. mbl.is/​Eggert
Byrjunarlið Íslands.
Byrj­un­arlið Íslands. mbl.is/​Eggert
Tólfan er mætt og byrjuð að láta vel í sér …
Tólf­an er mætt og byrjuð að láta vel í sér heyra. mbl.is/​Eggert
Íslensku leikmennirnir hita upp af krafti í Laugardal í kvöld.
Íslensku leik­menn­irn­ir hita upp af krafti í Laug­ar­dal í kvöld. mbl.is/​Eggert
Hannes Þór Halldórsson er á sínum stað í markinu.
Hann­es Þór Hall­dórs­son er á sín­um stað í mark­inu. mbl.is/​Eggert
Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson hita upp fyrir …
Gylfi Þór Sig­urðsson og Aron Ein­ar Gunn­ars­son hita upp fyr­ir leik­inn. mbl.is/​Eggert
Ísland 2:1 Rúm­en­ía opna loka
skorar Gylfi Þór Sigurðsson (16. mín.)
skorar Gylfi Þór Sigurðsson (34. mín.)
Mörk
skorar úr víti Alexandru Maxim (63. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Alexandru Maxim (35. mín.)
fær gult spjald Gabriel Iancu (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Skomina flautar af. Ísland er komið í úrslit umspilsins!
90 Gabriel Iancu (Rúmenía) fær gult spjald
Reyndi að fiska víti, kastaði sér niður og Skomina var ekki hrifinn.
90
Þeir sækja og sækja. Ein mínúta enn.
90
Tvær mínútur enn
90
Tvær búnar, þrjár eftir. Rúmenar reyna að finna glufu á vörn Íslands.
90
5 mínútur í uppbótartíma
89
Rúmenar eru með boltann, íslenska liðið verst.
87 Alexandru Cicaldau (Rúmenía) kemur inn á
87 Nicolae Stanciu (Rúmenía) fer af velli
86
Þarna fór boltinn úr leik og Sverrir Ingi kemur inná.
85 Sverrir Ingi Ingason (Ísland) kemur inn á
Reyndar ekki kominn inná ennþá!
85 Kári Árnason (Ísland) fer af velli
85
Kári er sestur á völlinn. Hann þarf greinilega skiptingu og Sverrir Ingi er að gera sig kláran
84 Cristian Manea (Rúmenía) á skot framhjá
Rétt innan vítateigs hægra megin og hátt, hátt yfir markið.
83 Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland) kemur inn á
83 Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) fer af velli
81
Tíu mínútur og Rúmenar eru meira með boltann á ný. Reyna að finna leið að íslenska markinu.
80
Kári þurfti aðhlynningu og þarf að fara útfyrir.
80 Claudiu Keseru (Rúmenía) kemur inn á
80 Alexandru Maxim (Rúmenía) fer af velli
79
Hamagangur á markteig Íslands en Hannes nær boltanum að lokum.
79
Ungverjar eru komnir í 3:0 í Búlgaríu.
77 Ísland fær hornspyrnu
Eftir bestu sóknina í nokkurn tíma. Endar í innkasti Íslands frá hægri.
75 Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) kemur inn á
75 Alfreð Finnbogason (Ísland) fer af velli
74
Aron Einar leikur laglega á mótherja og rennir sér inní vítateiginn hægra megin, sendir fyrir en Rúmenar koma boltanum í burtu.
74
Verið að undirbúa skiptingu. Kolbeinn Sigþórsson á leið inná
71
Ungverjar eru komnir í 2:0 í Búlgaríu og þeir stefna í úrslitaleikinn sem þeir fá þá á sínum heimavelli.
68
Rúmenar hafa tvíeflst við þessa óvæntu líflínu sem þeir fengu og hafa sótt talsvert eftir markið. Nú eru mikilvægar mínútur framundan.
66 Rúmenía fær hornspyrnu
Nú frá vinstri
66 Rúmenía fær hornspyrnu
65
Þetta er með því furðulegra sem maður hefur séð en með þessu marki eru Rúmenar óverðskuldað komnir inn í leikinn.
63 MARK! Alexandru Maxim (Rúmenía) skorar úr víti
2:1 - Skorar af öryggi. Rennir boltanum í hægra hornið.
62 Rúmenía fær víti
Þetta er nú ljóta ruglið!
62 Ísland (Ísland) VAR
Hann dæmir vítaspyrnu!
60 Ísland (Ísland) VAR
Er verið að dæma vítaspyrnu á Ísland? Verið að skoða atvik í vítateig Íslands áður en Guðlaugur Victor fór í skyndisóknina! Rúmeni sem liggur eftir að hann og Ragnar stukku upp.
58 Arnór Ingvi Traustason (Ísland) á skot sem er varið
Dauða, dauðafæri! Ótrúlegur sprettur Guðlaugs Victors upp allan hægri kantinn og hann sendir boltann innfyrir á Arnór sem sleppur einn gegn markverðinum, sem nær að verja frá honum.
55
Jóhann Berg stöðvaður á síðustu stundu þegar hann var að sleppa innfyrir vörnina. Hendi á Rúmenann, sem sleppur samt við spjald. Aukaspyrna sem Jóhann tekur en markvörðurinn gómar boltann.
52 Ísland fær hornspyrnu
Arnór Ingvi stöðvaður við endalínuna á síðustu stundu. Gylfi tekur hornið en markvörðurinn nær að grípa boltann.
50 Kári Árnason (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Skallar framhjá af markteig eftir hornspyrnu Gylfa.
49 Ísland fær hornspyrnu
Góð sókn Íslands og Jóhann Berg komst í góða stöðu inní í vítateig, sendi fyrir, í varnarmann og horn.
48 Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) á skot framhjá
Boltinn hrökk út eftir langt innkast Arons og Hörður reyndi skot af 35 metra færi. Rétt yfir og ofan á þaknetið!
46 Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) á skot framhjá
Reyndi strax skot en rétt framhjá markinu vinstra megin.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Rúmenar með nýja þriggja manna sóknarlínu sem byrjar seinni hálfleikinn!
46 Ianis Hagi (Rúmenía) kemur inn á
46 Alexandru Mitrita (Rúmenía) fer af velli
46 George Puscas (Rúmenía) kemur inn á
46 Denis Alibec (Rúmenía) fer af velli
46 Gabriel Iancu (Rúmenía) kemur inn á
46 Ciprian Deac (Rúmenía) fer af velli
45
Ungverjar eru 1:0 yfir gegn Búlgörum í Sofia í hinum undanúrslitaleik A-umspilsins. Willy Orban skoraði fyrir Ungverja á 17. mínútu. Sigurliðið í þeim leik fær heimaleik gegn Íslandi eða Rúmeníu 12. nóvember þar sem sigurliðið kemst á EM.
45 Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Frábær staða, tvö mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar og staðan er 2:0.
45
Arnór Ingvi klipptur niður í snöggri sókn á vallarhelmingi Rúmena. Ekkert spjald samt.
45
1 mínúta í uppbótartíma
45
Besta sókn Rúmena í nokkurn tíma en Kári nær loks að koma boltanum í burtu í innkast.
42
Aukaspyrna á vænlegum stað hægra megin við vítateiginn eftir brot á Jóhanni Berg. Rúmenar skalla frá og að lokum rennur sókn Íslands út í sandinn.
41
Vænleg sókn, Íslendingarnir fjórir gegn þremur en varnarmaður Rúmena nær að bjarga í innkast.
39
Rúmenar komast ekki af eigin vallarhelmingi sem stendur. Mikil pressa íslenska liðsins eftir annað mark Gylfa.
36
Þetta er orðin frábær staða. Íslenska liðið er komið með öll tök á þessum leik og mikill pirringur kominn í rúmensku leikmennina. Nú brýtur Mitrita illa á Jóhanni Berg. Pirringsbrot, átti aldrei möguleika í boltann.
35 Alexandru Maxim (Rúmenía) fær gult spjald
Fyrir að brjóta á Aroni Einari í aðdraganda marksins.
34 MARK! Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) skorar
2:0 - MARK! Alfreð sneiðir boltann skemmtilega innfyrir varnarmann og á Gylfa inn í vítateiginn. Hann leggur boltann fyrir sig og rennir honum yfirvegað með vinstri fæti í vinstra hornið!
30
Rúmenar fá aukaspyrnu um 35 metra frá marki Íslands. Aron Einar skallar frá og Jóhann Berg hreinsar. Pressunni aflétt.
29 Ísland (Ísland) VAR
Niðurstaða frá VAR-dómurunum eftir nokkra bið. Þetta var rangstaða en mjög tæpt. Var nánast í línu við aftasta varnarmann þegar Gylfi sendi innfyrir miðja vörnina á hann.
27
Alfreð skorar en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Það er mjög tæpt! Skoðað af VAR.
26 Rúmenía fær hornspyrnu
Guðlaugur Victor skallar í horn eftir langa sendingu Rúmena. Hættunni bægt frá eftir smá bras.
25
Barningur á miðjunni þessar mínúturnar.
22 Ísland fær hornspyrnu
22 Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) á skot sem er varið
Snýr sér rétt fyrir utan vítateiginn og á gott skot sem markvörðurinn ver í horn!
19 Rúmenía fær hornspyrnu
Reyndu fyrirgjöf frá hægri en Aron kemst fyrir sendinguna og boltinn fer afturfyrir endamörk. Kári kemur boltanum í burtu eftir hornið og sókn Rúmena rennur út í sandinn í kjölfarið.
18
Þetta er magnað! Þarf ekki að fjölyrða um hve mikilvægt þetta er, að skora svona snemma leiks. Fallegt mark hjá Gylfa, hans 23. mark fyrir íslenska landsliðið.
16 MARK! Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) skorar
1:0 - MARK!! Jóhann Berg fær boltann á vítateigslínu hægra megin, sendir til vinstri á Gylfa sem snýr sér með boltann á vítateigslínunni og neglir honum síðan með vinstri fæti á milli fóta varnarmann og niðri í hægra hornið!
14 Rúmenía fær hornspyrnu
Eftir sókn upp hægra megin, fyrirgjöf af íslenskum leikmanni og afturfyrir endamörkin. Engin hætta upp úr henni.
11
Nú eru það Rúmenar sem eru komnir með undirtökin eftir góða byrjun Íslands.
7 Nicolae Stanciu (Rúmenía) á skot framhjá
Skot af 25 metra færi en framhjá markinu vinstra megin.
7 Rúmenía fær hornspyrnu
Guðlaugur Victor skallar í horn eftir fyrirgjöf frá hægri.
5
Stórhætta í vítateig Íslands þar sem Maxim kemst inní teiginn en bjargað á síðustu stundu! Rúmenar vildu hendi, víti, en það er VAR í dag!
4
Gylfi tók aukaspyrnuna og sendi fyrir markið en markvörður Rúmena náði að slá boltann frá og þeir léttu af sér pressunni í framhaldi af því.
3
Brotið á Gylfa á vinstri kantinum, nálægt hornfánanum. Aukaspyrna.
3
Íslenska liðið byrjar þetta af krafti og pressar Rúmenana framarlega.
1
Gylfi byrjar leikinn á að vaða upp vinstra megin og inn í vítateiginn. Munaði engu að hann kæmi skoti á markið en Rúmenar náðu að stöðva hann.
1 Leikur hafinn
Rúmenar byrja með boltann.
0
18.44 - Fyrirliðarnir heilsast, Aron og Tatarusanu, markvörður Rúmena og AC Milan.
0
18.41 - Og þá er það íslenski þjóðsöngurinn
0
18.41 - Liðin eru komin inn á völlinn og fyrst ómar þjóðsöngur Rúmena.
0
18.36 - Níu mínútur í leikinn og spennan að aukast. Farið að skyggja en veðrið er virkilega fallegt og umgjörðin góð. Vantar bara aðeins fleiri áhorfendur!
0
18.29 - Í kvöld verður leikið til þrautar á Laugardalsvellinum, enda er um útsláttarkeppni að ræða og jafntefli koma ekki til greina. Verði staðan jöfn eftir 90 mínútur verður leikurinn framlengdur. Ef það dugar ekki til verður gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.
0
18.25 - Hið svokallaða VAR-kerfi er notað í dag til aðstoðar við dómgæsluna þannig að Skomina dómari getur stuðst við myndbandsupptökur til að skera úr um atvik sem upp kunna að koma. Tveir sérstakir VAR-dómarar eru í dómarasextetti dagsins en það eru þeir Juan Martínez frá Spáni og Slavko Vincic frá Slóveníu.
0
18.21 - Liðin eru að hita upp af miklum móð í eindæma haustblíðu. Sólin er ekki sest, það er nánast logn og varla bærist hár á höfði. Tólfumenn eru að koma sér fyrir á sínum stað og hafa gott bil á milli sín í stúkunni. Enda nóg pláss!
0
18.19 - Það verða reyndar fleiri áhorfendur á leiknum en þeir 60 sem tilheyra Tólfunni. Nú er fólk farið að koma sér fyrir við girðinguna í kringum völlinn.
0
18.15 - Aðstæður á Laugardalsvellinum eru sannarlega óvenjulegar í kvöld. Aðeins 60 áhorfendur fengu leyfi til að vera á leiknum en þeir koma allir úr stuðningsmannasveitinni Tólfunni sem mun eflaust gera sitt besta til að styðja við bakið á íslenska landsliðinu. En þetta eru allavega sextíu fleiri en fengu að sjá leikinn gegn Englendingum 5. september.
0
18.10 - Þó Rúmenar hafi náð góðum árangri með 21-árs landslið sitt fyrir tveimur árum og hampað því talsvert sem framtíðarliði sínu eru ekki nema fimm leikmenn úr þeim hópi komnir hingað á Laugardalsvöllinn. Meirihluti rúmensku landsliðsmannanna er á aldrinum 25-30 ára. Þjálfarinn Radio Mirel tók hinsvegar við A-landsliðinu eftir frábæran árangur með 21-árs landsliðið.
0
18.05 - Birkir Már Sævarsson er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, á eftir Rúnari Kristinssyni og Ragnari Sigurðssyni. Komi hann við sögu leikur hann sinn 93. landsleik í kvöld. Birkir verður 36 ára í nóvember, daginn fyrir úrslitaleik umspilsins, en hefur leikið afar vel með Val að undanförnu og reynsla hans gæti komið að góðum notum í kvöld ef Erik Hamrén leitar til hans. Margir bjuggust við því að Birkir færi jafnvel beint í byrjunarliðið í kvöld en niðurstaða Hamréns var sú að vera með Guðlaug Victor sem hægri bakvörð.
0
18.00 - Níu af 23 leikmönnum Rúmena spila með félagsliðum í heimalandinu. Fjórir þeirra með CFR Cluj sem hefur náð ágætum árangri í Evrópumótum á undanförnum árum. Tveir leika í ítölsku A-deildinni, Ciprian Tatarusanu markvörður með AC Milan og miðjumaðurinn Razvan Marin með Cagliari. Þrír spila í Tyrklandi, tveir í Tékklandi og tveir með búlgörsku meisturunum Ludogorets en hinir spila með liðum í Póllandi, Sádi-Arabíu, Skotlandi, Slóveníu og Englandi.
0
17.55 - Átta umspilsleikir fara fram í dag en sextán lið taka þátt í umspilinu og leika um fjögur síðustu sætin sem eru laus á EM 2021. Átta lið falla úr keppni í kvöld en hin átta mætast í fjórum úrslitaleikjum 12. nóvember. Ísland eða Rúmenía sækir þá heim Búlgaríu eða Ungverjaland. Sjö þessara leikja hefjast kl. 18.45. Sá fyrsti hófst hinsvegar klukkan 16 og þar var verið að flauta til leiksloka í Tbilisi í Georgíu. Þar lögðu Georgíumenn lið Hvít-Rússa að velli, 1:0, og mæta annaðhvort Norður-Makedóníu eða Kósóvó í úrslitaleik umspilsins úr D-deildinni.
0
17.50 - Claudiu Kesaru, framherji búlgörsku meistaranna Ludogorets, er markahæstur landsliðsmanna Rúmena sem hingað eru komnir með 13 mörk í 37 leikjum. Hann er 33 ára gamall og spilaði tvo Evrópuleiki með Ludogorets gegn Val sumarið 2019. Landi hans og liðsfélagi hjá Ludogorets, varnarmaðurinn Dragos Grigore, var líka í hópi búlgarska liðsins gegn Val en sat á bekknum allan tímann í báðum leikjunum. Þeir félagar eru báðir varamenn í kvöld.
0
17.45 - Alfreð Finnbogason lék síðast með landsliðinu þegar það gerði 0:0 jafntefli við Tyrki í næstsíðasta leik undankeppni EM 14. nóvember 2019 en hann fór þá meiddur af velli í fyrri hálfleik.
0
17.38 - Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki leikið með landsliðinu síðan undankeppni EM lauk 17. nóvember 2019. Hann lék þá sinn 74. leik og skoraði sitt 22. mark í 2:1 sigri gegn Moldóvu í Chisinau.
0
17.33 - Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki leikið með landsliðinu síðan hann fór meiddur af velli gegn Frökkum á Laugardalsvellinum, í undankeppni EM 11. október 2019. Hann lék þá sinn 75. landsleik.
0
17.28 - Ragnar Sigurðsson leikur sinn 95. landsleik í dag og jafnframt sinn fyrsta leik síðan undankeppni EM lauk 17. nóvember 2019 með sigri Íslands á Moldóvu í Chisinau, 2:1. Ragnar er næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands á eftir Rúnari Kristinssyni sem lék 104 leiki. Ef Ísland vinnur í kvöld á Ragnar möguleika á að ná 100. landsleiknum í nóvember, með því að spila alla þrjá leikina núna í október og aftur þrjá leiki í nóvember.
0
17.25 - Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilar í dag sinn fyrsta landsleik í þrettán mánuði. Hann lék síðast með landsliðinu gegn Albaníu í Elbasan í undankeppni EM 10. september 2019 þegar Ísland tapaði 4:2. Aron leikur í dag sinn 88. landsleik og jafnar Eið Smára Guðjohnsen í 5.-6. sætinu yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands.
0
17.23 - Byrjunarlið Rúmena er þannig: Tatarusanu í markinu, Manea, Balasa, Burca og Camora í vörninni, Stanciu, Cretu og Maxim á miðjunni, Deac, Alibec og Mitrita frammi. Stillt upp í 4-3-3. Bakvörðurinn Mário Camora, sem er 33 ára gamall leikmaður CFR Cluj í Rúmeníu, spilar sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
0
17.21 - Af byrjunarliðsmönnunum frá EM 2016 mega Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson, Ari Freyr Skúlason og Birkir Már Sævarsson sætta sig við að sitja á varamannabekknum í þessum mikilvæga leik í kvöld.
0
17.20 - Alfreð og Arnór Ingvi komu einnig við sögu á EM 2016 þannig að níu af ellefu eru með reynslu þaðan. Hörður Björgvin var á bekknum allan tímann í þeirri keppni en Guðlaugur Victor var ekki í hópnum. Hann er því sá eini í byrjunarliðinu í dag sem ekki var í Frakklandi.
0
17.19 - Eins og sjá má teflir Erik Hamrén fram sjö af þeim ellefu sem alltaf skipuðu byrjunarlið Íslands á EM árið 2016. Það eru lHannes, Ragnar, Kári, ARon Einar, Birkir Bjarna, Jóhann og Gylfi.
0
17.18 - Og nú er búið að birta byrjunarliðin. Ísland stillir upp í 4-4-2 með Hannes í markinu, Guðlaug Victor, Ragnar, Kára og Hörð Björgvin í vörninni, Arnór Ingva, Aron Einar, Birki Bjarna og Jóhann Berg á miðjunni og frammi eru Gylfi og Alfreð.
0
17.15 - Dómari leiksins í dag er Damir Skomina frá Slóveníu. Hann er meðal þekktustu dómara Evrópu og dæmdi m.a. úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu vorið 2019. Þá dæmdi hann leikinn fræga milli Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar í Nice árið 2016 þegar Ísland vann frækinn sigur, 2:1.
0
17.10 - Ciprian Tatarusanu, markvörður Rúmena, er þeirra reyndasti leikmaður. Hann leikur sinn 70. landsleik í dag en enginn annar í hópnum á meira en 40 landsleiki að baki. Tatarusanu er fyrirliði Rúmena í kvöld í forföllum Vlad Chiriches sem er meiddur en Tatarusanu er á mála hjá AC Milan sem keypti hann af Lyon í september fyrir 500 þúsund evrur og samdi við hann til þriggja ára. Hann var varamarkvörður Lyon á síðasta tímabili.
0
17.05 - Rúmenar léku fyrstu tvo landsleiki sína á árinu 2020 í september, báða í Þjóðadeild UEFA. Þeir gerðu fyrst jafntefli við Norður-Íra á heimavelli, 1:1, þar sem George Puscas kom þeim yfir en Gavin Whyte jafnaði fyrir Norður-Íra rétt fyrir leikslok. Þremur dögum síðar unnu Rúmenar góðan útisigur á Austurríki, 3:2, þar sem Denis Alibec, Dragos Grigore og Alexandru Maxim skoruðu mörk þeirra.
0
17.00 - Synir þriggja leikmanna sem mættust í leikjum Rúmeníu og Íslands árin 1996 og 1997 eru í hópum liðanna í dag. Ianis Hagi, sonur Gheorghe Hagi, er einn af efnilegustu leikmönnum Rúmena, er 21 árs gamall og leikur undir stjórn Stevens Gerrards hjá Rangers í Skotlandi. Í íslenska liðinu eru Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Alex Rúnarsson en feður þeirra Eyjólfur Sverrisson og Rúnar Kristinsson mættu Rúmenum á sínum tíma.
0
17.00 - Þetta er fyrsta viðureign Íslands og Rúmeníu í 23 ár en þjóðirnar voru saman í riðli í undankeppni HM 1998 og léku þá sína einu innbyrðis leiki til þessa. Rúmenar voru á þeim tíma með sitt besta landslið í sögunni, með Gheorghe Hagi í aðalhlutverki, og unnu báða leiki liðanna 4:0, fyrst á Laugardalsvellinum 9. október 1996 og síðan í Búkarest 10. september 1997. Rúmenar unnu þennan undanriðil með yfirburðum, níu sigrar, eitt jafntefli og markatalan 37:4, og léku á HM í Frakklandi 1998.
0
17.00 - Þá er komið að leiknum sem beðið hefur verið eftir lengi, lengi. Velkomin með mbl.is á Laugardalsvöllinn þar sem við lýsum viðureign Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í beinni textalýsingu.
Sjá meira
Sjá allt

Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason (Sverrir Ingi Ingason 85), Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson (Rúnar Már Sigurjónsson 83). Sókn: Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason (Kolbeinn Sigþórsson 75).
Varamenn: Rúnar Alex Rúnarsson (M), Ögmundur Kristinsson (M), Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Kolbeinn Sigþórsson, Mikael Anderson, Rúnar Már Sigurjónsson, Viðar Örn Kjartansson, Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Ari Freyr Skúlason.

Rúmenía: (4-3-3) Mark: Ciprian Tatarusanu. Vörn: Cristian Manea, Mihai Balasa, Andrei Burca, Mario Camora. Miðja: Nicolae Stanciu (Alexandru Cicaldau 87), Alexandru Cretu, Alexandru Maxim (Claudiu Keseru 80). Sókn: Ciprian Deac (Gabriel Iancu 46), Denis Alibec (George Puscas 46), Alexandru Mitrita (Ianis Hagi 46).
Varamenn: Florin Nita (M), David Lazar (M), Alin Tosca, Sergiu Hanca, Alexandru Cicaldau, George Puscas, Nicusor Bancu, Claudiu Keseru, Ianis Hagi, Razvan Marin, Gabriel Iancu, Dragos Grigore.

Skot: Rúmenía 3 (1) - Ísland 7 (4)
Horn: Ísland 4 - Rúmenía 6.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Laugardalsvöllur
Áhorfendafjöldi: 60

Leikur hefst
8. okt. 2020 18:45

Aðstæður:
7 stiga hiti, bjart og völlurinn virðist góður.

Dómari: Damir Skomina, Slóveníu
Aðstoðardómarar: Jure Praprotnik og Robert Vukan, Slóveníu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert