Óli Stefán tekinn við

Halldór Steinar Kristjánsson, Óli Stefán Flóventsson og Veselin Chilingirov á …
Halldór Steinar Kristjánsson, Óli Stefán Flóventsson og Veselin Chilingirov á Hornafirði í dag að lokinni undirskrift. Ljósmynd/Sindri

Óli Stefán Flóvents­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari karlaliðs Sindra í knatt­spyrnu. 

Óli Stefán lét af störf­um hjá KA í sum­ar og snýr nú aft­ur til Sindra þar sem hann þekk­ir vel til. Óli var hjá fé­lag­inu sem leikmaður og þjálf­ari á ár­un­um 2010-2014. Hann hef­ur einnig stýrt liði Grinda­vík­ur eins og kunn­ugt er. 

Búlgar­inn Vesel­in Chil­ing­irov mun áfram stýra kvennaliði Sindra og um leið var frá því gengið að Hall­dór Stein­ar Kristjáns­son mun áfram þjálfa yngri flokka hjá fé­lag­inu. 

„Þetta er stór áfangi fyr­ir knatt­spyrnu­deild­ina sem með þessu trygg­ir sér þjón­ustu vel­menntaðra og reynslu­mik­illa þjálf­ara,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá Sindra. 

Til­kynn­ing­in:

Þann 8. októ­ber rituðu Óli Stefán Flóvents­son, Vesel­in Chil­ing­irov og Hall­dór Stein­ar Kristjáns­son und­ir samn­inga sem þjálf­ar­ar hjá knatt­spyrnu­eild Sindra. Þetta er stór áfangi fyr­ir knatt­spyrnu­deild­ina sem með þessu trygg­ir sér þjón­ustu vel­menntaðra og reynslu­mik­illa þjálf­ara. 

Óli hef­ur lengi verið lands­kunn­ur sem bæði leikmaður og þjálf­ari.  Áður hef­ur hann stýrt liði
Grinda­vík­ur úr næst efstu deild í þá efstu og síðan KA á Ak­ur­eyri í efstu deild.  Leiðir Sindra og Óla láu sam­an árin 2010 – 2014 þegar hann þjálfaði og lék með liðinu­og reynd­ist þá mik­ill happa­feng­ur í báðum hlut­verk­um.  Óli er með UEFA pro gráðu í þjálf­un. Óli kem­ur til með að stýra meist­ara­flokki karla og 5. flokki hjá Sindra.

Vesel­in kom til Sindra í fyrra sem þjálf­ari meist­ara­flokks kvenna og yngri flokka fé­lags­ins. Veskó sem er Búlgari hafði áður þjálfað hjá 2. og 3 flokk hjá Leikni Reykja­vík.  Sam­vinna Sindra og Veskó hef­ur verið far­sæl.  Hann hef­ur staðið sig vel sem þjálf­ari yngri flokka Sindra auk þess að byggja upp ungt og efni­legt lið meist­ara­flokks kvenna.  Veskó er með UEFA B gráðu en er í UEFA A eins og stend­ur. Veskó mun áfram stýra meist­ara­flokki kvenna hjá Sindra auk þess að þjálfa 4. og 3. flokk hjá fé­lag­inu.

Stein­ar mun þjálfa 6. og 7. flokk næsta tíma­bil í það minnsta en hann tók yfir þjálf­un þess­ara flokka síðast liðið vor. Stein­ar er einn af leikja­hæstu leik­mönn­um Sindra frá upp­hafi og var lengi einn af helstu mátt­ar­stólp­um liðsins. Hann er íþrótta­fræðing­ur frá Laug­ar­vatni og hef­ur langa reynslu af þjálf­un. Núna síðast þegar hann tók yfir þjálf­un meist­ara­flokks karla ásamt Sindra Ragn­ars­syni í sum­ar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert