Tekur á en gengur vel

Guðni Bergsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræðast við.
Guðni Bergsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræðast við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nei, mesta furða. Ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum en ég er nú líka bjartsýnn maður almennt séð. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik sem og flestum öðrum hjá landsliðunum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvort hann væri orðinn stressaður fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu í kvöld.

„Við erum með mjög sterkan leikmannahóp. Í þetta skiptið eru nánast engin meiðsli en nokkuð hefur verið um það í undanförnum leikjum. Menn eru instilltir og ætla sér sigur. Liðið ætlar sér auðvitað að komast á EM.“

Þótt þær reglur sem Knattspyrnusamband Evrópu hafi sett um framkvæmd leiksins hafi legið fyrir þá hafa breytingar orðið á sóttvarnareglum hér innanlands á síðustu dögum og vikum. Spurður um hvernig starfsfólki KSÍ hafi gengið að undirbúa leikinn sagði Guðni það ganga ágætlega.

„Að mörgu er að huga í þessum aðstæðum og það má alveg segja að þetta sé ótrúlega flókin framkvæmd. Taka þarf tillit til alls kyns sóttvarnareglna bæði frá yfirvöldum en einnig frá UEFA. Þótt ekki verði nema fáir áhorfendur á leiknum þá er þetta engu að síður flókið í framkvæmd. En þetta hefur gengið vel og samhliða landsleikjum þurfum við að huga að mótahaldi og öllu öðru starfi hjá knattspyrnusambandinu. Þetta hefur tekið á en gengið vel. Við kvörtum ekki og ég held að framkvæmdin á morgun [í dag] eigi eftir að ganga vel.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert