Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, segist hafa verið gríðarlega ánægður með liðið þegar það kom saman á dögunum enda eru litlar breytingar á hópnum sem hann tilkynnti í dag.
Ein breyting er á leikmannahópnum sem kemur til með að mæta Svíum ytra hinn 27. október í undankeppni EM. Rakel Hönnudóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og Andrea Rán Hauksdóttir kemur inn í hópinn.
„Andrea kemur inn í hópinn og hefur staðið sig frábærlega í sumar. Hún hefur stýrt spilinu eins og herforingi hjá Breiðabliki og staðið sig vel. Hún þekkir okkur og við þekkjum hana vegna þess að hún var með okkur í verkefnum í fyrra. Það er ánægjulegt að fá hana aftur inn og verðskuldað hjá henni,“ sagði Jón Þór þegar mbl.is tók púlsinn á honum í dag en Andrea var síðast með landsliðinu fyrri hluta árs í fyrra. Bæði í Algarve-bikarnum og í S-Kóreu. Hún hefur ekki ennþá leikið mótsleik með A-landsliðinu.
„Staðan á hópnum er frábær. Leikmenn eru náttúrlega á miðju tímabili sem er virkilega gott eins og við sáum í síðustu leikjum. Þær eru allar í frábæru standi og spila vel með sínum liðum um þessar mundir.“
Eftir heldur fá verkefni á árinu fékk Jón Þór góð svör við ýmsum spurningum í leikjunum á dögunum.
„Heldur betur. Bæði frá ungum leikmönnum en einnig frá hópnum í heild sinni. Við fengum frábæra svörum en höfðum rennt svolítið blint í sjóinn. Langt var á milli verkefna og þannig var það líka árið á undan. Í raun hefur þetta verið svolítið slitrótt síðan ég tók við liðinu og pásurnar á milli hafa verið langar. Sem gerir erfiðara að ná þeim takti sem við viljum sjá. Eftir síðasta verkefni erum við bjartsýn á að ná samfellu og við viljum auðvitað þróa og bæta okkar leik. Ég var gríðarlega ánægður með síðasta verkefni. Andinn var frábær og hugarfarið virkilega gott. Við stefnum á að halda áfram á þeim nótum,“ sagði Jón Þór Hauksson í samtali við mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |