„Hefur staðið sig frábærlega í sumar“

Andrea Rán Hauksdóttir í landsleik gegn Japan.
Andrea Rán Hauksdóttir í landsleik gegn Japan. AFP

Jón Þór Hauks­son, landsliðsþjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu, seg­ist hafa verið gríðarlega ánægður með liðið þegar það kom sam­an á dög­un­um enda eru litl­ar breyt­ing­ar á hópn­um sem hann til­kynnti í dag. 

Ein breyt­ing er á leik­manna­hópn­um sem kem­ur til með að mæta Sví­um ytra hinn 27. októ­ber í undan­keppni EM. Rakel Hönnu­dótt­ir gaf ekki kost á sér af per­sónu­leg­um ástæðum og Andrea Rán Hauks­dótt­ir kem­ur inn í hóp­inn. 

„Andrea kem­ur inn í hóp­inn og hef­ur staðið sig frá­bær­lega í sum­ar. Hún hef­ur stýrt spil­inu eins og her­for­ingi hjá Breiðabliki og staðið sig vel. Hún þekk­ir okk­ur og við þekkj­um hana vegna þess að hún var með okk­ur í verk­efn­um í fyrra. Það er ánægju­legt að fá hana aft­ur inn og verðskuldað hjá henni,“ sagði Jón Þór þegar mbl.is tók púls­inn á hon­um í dag en Andrea var síðast með landsliðinu fyrri hluta árs í fyrra. Bæði í Al­gar­ve-bik­arn­um og í S-Kór­eu. Hún hef­ur ekki ennþá leikið móts­leik með A-landsliðinu.  

„Staðan á hópn­um er frá­bær. Leik­menn eru nátt­úr­lega á miðju tíma­bili sem er virki­lega gott eins og við sáum í síðustu leikj­um. Þær eru all­ar í frá­bæru standi og spila vel með sín­um liðum um þess­ar mund­ir.“

Eft­ir held­ur fá verk­efni á ár­inu fékk Jón Þór góð svör við ýms­um spurn­ing­um í leikj­un­um á dög­un­um. 

„Held­ur bet­ur. Bæði frá ung­um leik­mönn­um en einnig frá hópn­um í heild sinni. Við feng­um frá­bæra svör­um en höfðum rennt svo­lítið blint í sjó­inn. Langt var á milli verk­efna og þannig var það líka árið á und­an. Í raun hef­ur þetta verið svo­lítið slitr­ótt síðan ég tók við liðinu og pás­urn­ar á milli hafa verið lang­ar. Sem ger­ir erfiðara að ná þeim takti sem við vilj­um sjá. Eft­ir síðasta verk­efni erum við bjart­sýn á að ná sam­fellu og við vilj­um auðvitað þróa og bæta okk­ar leik. Ég var gríðarlega ánægður með síðasta verk­efni. And­inn var frá­bær og hug­ar­farið virki­lega gott. Við stefn­um á að halda áfram á þeim nót­um,“ sagði Jón Þór Hauks­son í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert