Mikið brottfall frá Danaleiknum

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa yfirgefið íslenska …
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa yfirgefið íslenska landsliðshópinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjö leikmenn hafa yfirgefið landsliðshóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu frá því að liðið tapaði 3:0-fyrir Danmörku í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli á sunnudaginn en þetta staðfesti Erik Hamrén, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í Laugardal í dag.

Ísland mætir Belgíu í fjórða leik sínum í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA á Laugardalsvelli á morgun en Ísland er án stiga í neðsta sæti riðilsins eftir fyrstu þrjá leiki sína.

„Það eru sjö leikmenn sem eru ekki leikfærir frá leiknum gegn Danmörku,“ sagði Hamrén.

Ég tók þá ákvörðun snemma að Jói og Gylfi myndu fara heim eftir tvo leiki. Jóhann Berg hefur verið að glíma við meiðsli og verið óheppinn að undanförnu. Við vonuðumst til þess að hann gæti spilað gegn Danmörku en hann var ekki heill.

Gylfi spilaði mikið og það var álag á honum. Best fyrir hann og liðið að hann færi heim líka ef við horfum til Ungverjaleiksins.. Ég gerði samkomulag við félag Arons um að hann myndi heim til Katar eftir fyrstu tvo leikina.

Þá eru Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson allir meiddir.“

Ragnar Sigurðsson fór meiddur af velli gegn Danmörku.
Ragnar Sigurðsson fór meiddur af velli gegn Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mótherjarnir gátu leyft sér að hvíla

Hamrén ítrekar að mikið álag hafi verið á leikmönnum íslenska liðinu síðustu daga.

Þrír leikir á sex dögum tekur á og við erum að tala um þrjá erfiðir leikir,“ bætti þjálfarinn við.

„Þeir voru erfiðir, bæði andlega og líkamlega, en við sögðum það þegar hópurinn var tilkynntur að það yrðu fáir leikmenn sem myndu spila alla þrjá leikina.

Þá má alveg hafa það í huga að mótherjar okkar í Þjóðadeildinni gátu hvílt leikmenn á fyrsta leikdegi þar sem þeir léku vináttuleiki. 

Við gátum hins vegar ekki gert það þar sem við mættum Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins,“ sagði þjálfarinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert