Óheppnir í Þjóðadeildinni

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi leikur gegn Belgum leggst mjög vel í mig,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska karlandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi íslenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA á morgun en Ísland er án stiga í neðsta sæti riðilsins á meðan Belgar eru í öðru sætinu með 6 stig.

„Það hafa verið mikið af meiðslum í okkar leikmannahópi frá því að Þjóðadeildin var stofnuð og við höfum því verið óheppnir í keppninni að mínu mati,“ sagði Birkir.

„Það er synd að geta ekki stillt upp sínu besta liði þegar að við erum að mæta bestu liðum heims.

Að sama skapi er gaman að sjá ný andlit og nýja leikmenn sem fá frábært tækifæri til þess að sýna sig og sanna.

Það er fullt af leikmönnum sem hafa nýtt sér þessi tækifæri og gefið þjálfurunum alvöru höfuðverk.“

Birkir Bjarnason í baráttu við Yannick Carrasco og Axel Witsel …
Birkir Bjarnason í baráttu við Yannick Carrasco og Axel Witsel í leik Íslands og Belgíu fyrir tveimur árums síðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Getum gefið þeim leik

Íslenska liðið bíður ennþá eftir sínum fyrstu stigum í Þjóðadeildinni en liðið tapaði 5:1-gegn Belgum í Brussel þegar liðin mættust ytra í september.

„Við förum inn í hvern einasta leik til þess að spila vel og gera okkar besta allra besta.

Við vitum að það eru ótrúleg gæði í þeirra leikmannahóp en samt sem áður til ég að við getum staðið í þeim.

Við erum með góða leikmenn líka og við eigum að geta  gefið þeim leik,“ bætti Birkir við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert