Breiðablik er Íslandsmeistari 2020

Breiðablik er Íslandsmeistari.
Breiðablik er Íslandsmeistari. mbl.is/Íris

Breiðablik er Íslands­meist­ari kvenna í knatt­spyrnu 2020 og fær þar með Íslands­bik­ar­inn í 18. skipti en þetta ligg­ur fyr­ir eft­ir að KSÍ ákvað í dag að hætta keppni á Íslands­mót­inu og af­lýsa þeim leikj­um sem eft­ir eru.

Hlut­fall stiga miðað við leiki ræður þar með end­an­lega úr­slit­um sam­kvæmt bráðabirgðareglu­gerð sem KSÍ gaf út í júlí­mánuði. Þar sem KR á eft­ir að spila tvo frestaða leiki, auk þeirra tveggja um­ferða sem eft­ir var að spila, þarf að grípa til stiga­hlut­falls­ins til að úr­sk­urða um þriðja sætið og um neðstu sæt­in í deild­inni.

Val­ur er í öðru sæti og fær eins og Breiðablik keppn­is­rétt í Meist­ara­deild kvenna 2021-22 en Ísland fær frá og með næsta hausti tvö lið í þeirri keppni í stað eins áður. Ekk­ert lið verður bikar­meist­ari kvenna 2020.

FH og KR falla niður í 1. deild en lokaröðin í Pepsi Max-deild kvenna 2020 er þessi, eft­ir sex­tán leikn­ar um­ferðir:

1 Breiðablik 42 stig (15 leik­ir)
2 Val­ur  40 stig
3 Fylk­ir 21 stig (15 leik­ir)
4 Sel­foss 22 stig
5 Þrótt­ur R. 18 stig
6 Stjarn­an 18 stig
7 Þór/​KA 18 stig
8 ÍBV 17 stig
9 FH 16 stig
10 KR 10 stig (14 leik­ir)

Tinda­stóll og Kefla­vík taka sæti FH og KR í deild­inni tíma­bilið 2021 sem tvö efstu lið 1. deild­ar kvenna, Lengju­deild­ar­inn­ar, en þau höfðu þegar tryggt sér fyrsta og annað sætið.

Lokastaðan í 1. deild kvenna þar sem einni um­ferð var ólokið:

1 Tinda­stóll 46 stig
2 Kefla­vík 42 stig
3 Hauk­ar 32 stig
4 Aft­ur­eld­ing 28 stig
5 Augna­blik 24 stig
6 Grótta 20 stig
7 Vík­ing­ur R. 19 stig
8 ÍA 15 stig
9 Fjöln­ir 7 stig
10 Völsung­ur 5 stig

Fjöln­ir og Völsung­ur falla úr 1. deild kvenna, sem þá þegar fyr­ir, en sæti þeirra taka Grinda­vík og HK. Grinda­vík er meist­ari 2. deild­ar þrátt fyr­ir að hafa verið með færri stig en HK, vegna stiga­hlut­falls.

Lokastaðan í 2. deild kvenna  þar sem HK hafði lokið leikj­um sín­um en önn­ur lið áttu einn eða tvo leiki eft­ir:

1 Grinda­vík 33 stig (15 leik­ir)
2 HK 35 stig
3 Fjarðabyggð/​Hött­ur/​Leikn­ir 29 stig (14 leik­ir)
4 Álfta­nes 23 stig (14 leik­ir)
5 Hamr­arn­ir 18 stig (14 leik­ir)
6 Ham­ar 14 stig (15 leik­ir)
7 Fram 13 stig (15 leik­ir)
8 Sindri 11 stig (14 leik­ir)
9 ÍR 10 stig (15 leik­ir)

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert