Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu 2020 og fá þar með Íslandsbikarinn í 23. skipti en þetta liggur fyrir eftir að KSÍ ákvað í dag að hætta keppni á Íslandsmótinu og aflýsa þeim leikjum sem eftir eru.
Hlutfall stiga miðað við leiki ræður þar með endanlega úrslitum samkvæmt bráðabirgðareglugerð sem KSÍ gaf út í júlímánuði. Þar sem einn frestaður leikur er óleikinn, milli Stjörnunnar og KR, auk þeirra fjögurra umferða sem eftir var að spila, þarf að grípa til stigahlutfallsins til að úrskurða um sæti þrjú til fimm í deildinni.
FH og Stjarnan hafna í öðru og þriðja sæti og fá Evrópusætin tvö sem veitt eru fyrir árangur í deildinni. Breiðablik er í fjórða sæti og fær síðasta Evrópusætið þar sem bikarkeppni KSÍ hefur verið endanlega slegin af. Engir bikarmeistarar verða krýndir árið 2020.
Grótta og Fjölnir falla niður í 1. deild en lokaröðin í Pepsi Max-deild karla 2020 er þessi:
1 Valur, 44 stig
2 FH 36 stig
3 Stjarnan 31 stig (17 leikir)
4 Breiðablik 31 stig
5 KR 28 stig (17 leikir)
6 Fylkir 28 stig
7 KA 21 stig
8 ÍA 21 stig
9 HK 20 stig
10 Víkingur R. 17 stig
11 Grótta 8 stig
12 Fjölnir 6 stig
Keflavík og Leiknir R. taka sæti Gróttu og Fjölnis í deildinni tímabilið 2021 sem tvö efstu lið 1. deildar karla, Lengjudeildarinnar.
Þó er viðbúið að Fram láti á það reyna hvort lögmætt sé að Leiknir fái sætið á betri markatölu en Leiknir R. og Fram enda með jafnmörg stig eftir jafnmarga leiki.
Lokastaðan í 1. deild karla er þá þessi - einn frestaður leikur eftir, auk tveggja umferða, en hann hefur ekki áhrif á röðina:
1 Keflavík 43 stig (19 leikir)
2 Leiknir R. 42 stig
3 Fram 42 stig
4 Grindavík 32 stig (19 leikir)
5 Þór 31 stig
6 ÍBV 30 stig
7 Vestri 29 stig
8 Afturelding 25 stig
9 Víkingur Ó. 19 stig
10 Þróttur R. 12 stig
11 Magni 12 stig
12 Leiknir F. 12 stig
Magni og Leiknir F. falla úr 1. deild karla en sæti þeirra taka Kórdrengir og Selfoss.
Lokastaðan í 2. deild karla þar sem öll lið höfðu leikið 20 leiki af 22:
1 Kórdrengir 46 stig
2 Selfoss 43 stig
3 Þróttur V. 41 stig
4 Njarðvík 40 stig
5 Haukar 36 stig
6 KF 26 stig
7 Kári 25 stig
8 Fjarðabyggð 24 stig
9 ÍR 19 stig
10 Völsungur 17 stig
11 Víðir 16 stig
12 Dalvík/Reynir 11 stig
Víðir og Dalvík/Reynir falla úr 2. deild karla en sæti þeirra taka KV og Reynir úr Sandgerði.
Lokastaðan í 3. deild þar sem einn frestaður leikur var eftir, auk tveggja umferða:
1 KV 46 stig
2 Reynir S. 42 stig
3 KFG 31 stig
4 Augnablik 30 stig
5 Sindri 28 stig (19 leikir)
6 Elliði 25 stig
7 Tindastóll 25 stig
8 Ægir 24 stig
9 Einherji 23 stig
10 Höttur/Huginn 21 stig
11 Vængir Júpíters 19 stig (19 leikir)
12 Álftanes 19 stig
Álftanes og Vængir Júpíters falla úr 3. deild karla en sæti þeirra taka ÍH og KFS. Eina deildin þar sem tókst að ljúka keppni var 4. deild karla.