Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið kallaður til liðs við íslenska landsliðið í knattspyrnu en það undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Danmörku á morgun í Þjóðadeild UEFA og Englandi þremur dögum síðar í sömu deild. Frá þessu greinir félag Ísaks, Norrköping, á Twitter.
Ísak er aðeins 17 ára gamall en hefur staðið sig afar vel á leiktíðinni hjá Norrköping en liðið hefur 40 stig í 5. sæti efstu deildar Svíþjóðar.
Er Ísak orðinn þar fastamaður í liðinu en auk þess er hann lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands.
Ísak Bergmann Jóhannesson har för första gången kallats till Islands A-landslag. Grattis och kör hårt, Ísak! 👊🇮🇸
– IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 14, 2020
⚪️🔵#ifknorrköping pic.twitter.com/y0AHZJxvUj