Frá Seltjarnarnesi til Svíþjóðar

Hákon Rafn Valdimarsson
Hákon Rafn Valdimarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er á leið til sænska knattspyrnufélagsins Norrköping á reynslu en þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hákon, sem er einungis 19 ára gamall, sló í gegn með nýliðum Gróttu í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í sumar en hann hefur verið orðaður við stórlið FH og KR undanfarna daga.

„Ég fer út til Svíþjóðar á fimmtudaginn og ég er virkilega spenntur,“ sagði Hákon í samtali við Morgunblaðið.

„Þeir fylgdust með mér í allt sumar og vilja fá að skoða mig betur núna. Ég verð úti í viku og það verður virkilega gaman að fá að æfa með Norrköping.

Nánar er rætt við Hákon í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert