Fimmti yngsti landsliðsmaður Íslands

Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með 21-árs landsliðinu í haust.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með 21-árs landsliðinu í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son, Skagamaður­inn sem leik­ur með Norr­köp­ing í Svíþjóð, varð fimmti yngsti A-landsliðsmaður Íslands í knatt­spyrnu í karla­flokki frá upp­hafi þegar hann kom inn á sem varamaður und­ir lok leiks­ins gegn Englandi á Wembley.

Ísak fædd­ist 23. mars árið 2003 og er því 17 ára og 240 daga gam­all. Hann fór fram úr öðrum Skaga­manni sem átti ald­urs­metið í 25 ár. Rík­h­arður Jóns­son lék ann­an lands­leik Íslands, gegn Nor­egi, árið 1947 þegar hann var 17 ára og 254 daga gam­all.

Met Rík­h­arðs stóð til árs­ins 1964 þegar Ey­leif­ur Haf­steins­son frá Akra­nesi lék með A-landsliðinu gegn Skotlandi á Laug­ar­dals­vell­in­um, 17 ára og 57 daga gam­all.

Met Ey­leifs stóð til árs­ins 1972 þegar Ásgeir Sig­ur­vins­son spilaði gegn Dan­mörku á Laug­ar­dals­vell­in­um. Ásgeir bætti met Ey­leifs um einn dag því hann var 17 ára og 56 daga gam­all.

Ásgeir átti metið í 11 ár en þá kom enn Skagamaður til sög­unn­ar. Sig­urður Jóns­son kom inn á í leik gegn Möltu í júní árið 1983, aðeins 16 ára og 251 dags gam­all.

Sigurður Jónsson kemur inn á fyrir Pétur Pétursson í landsleik …
Sig­urður Jóns­son kem­ur inn á fyr­ir Pét­ur Pét­urs­son í lands­leik gegn Möltu á Laug­ar­dals­velli og set­ur metið sem enn stend­ur. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Sig­urður á enn metið og það hef­ur nú staðið í 37 ár. Sá sem hef­ur kom­ist næst því er Eiður Smári Guðjohnsen en hann lék 17 ára og 221 dags gam­all gegn Eistlandi árið 1996.

Eiður er því sá fjórði yngsti, á eft­ir Sig­urði, Ásgeiri og Ey­leifi, en Ísak Berg­mann er nú sem sagt bú­inn að ná fimmta sæt­inu á þess­um lista og hef­ur ýtt Rík­h­arði Jóns­syni niður í sjötta sæti.

Aðrir sem hafa náð að spila A-lands­leik karla áður en þeir urðu 18 ára eru Arn­ór Guðjohnsen (1979), Jó­hann Berg Guðmunds­son (2008), Friðrik Friðriks­son (1982) og Þórir Jóns­son (1970).

Þessi frétt hef­ur verið upp­færð en í fyrstu út­gáfu henn­ar var sagt að Ísak væri sá fjórði yngsti í sög­unni.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka