Þurfa að læra fyrir hvað íslenska landsliðið stendur

Ari Freyr Skúlason ræðir við Erik Hamrén.
Ari Freyr Skúlason ræðir við Erik Hamrén. AFP

Óvíst er að Ari Freyr Skúlason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Oostende í Belgíu, muni leika fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd.

Bakvörðurinn öflugi var í byrjunarliði íslenska liðsins sem tapaði 4:0 fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA á Wembley-leikvanginum í London í fyrradag.

Ari, sem er 33 ára gamall, lék sinn 77. landsleik gegn Englandi en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2009 og var í lykilhlutverki þegar Lars Lagerbäck stýrði liðinu frá 2011 til ársins 2016.

„Það gæti bara vel verið að ég hafi verið að spila minn síðasta landsleik en á sama tíma þá er ég ekki tilbúinn að koma með neinar yfirlýsingar þannig að við sjáum bara hvað setur,“ sagði Ari Freyr í samtali við Morgunblaðið.

Leikmaðurinn átti erfitt með að fela vonbrigði sín eftir tapið á Wembley á miðvikudaginn og segir að leikjaálagið í ár hafi gert liðinu erfitt fyrir í Þjóðadeildinni.

„Maður er alltaf vonsvikinn þegar maður tapar en þessi Ungverjaleikur sat mikið í öllum enda var markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að komast á EM og við vorum ansi nálægt því. Þessi þriggja landsleikja gluggi er náttúrlega algjört kjaftæði enda erum við að tala um þrjá landsleiki á sjö dögum og ofan á það bætast ferðalög á milli landa.

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert