Tvær breytingar á landsliðshópnum

Bryndís Arna Níelsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir eru nú báðar …
Bryndís Arna Níelsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir eru nú báðar í landsliðshópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í fótbolta hefur þurft að gera tvær breytingar á hópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Ungverjalandi í undankeppni EM. 

Dagný Brynjarsdóttir getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og Sandra María Jessen er í sóttkví þar sem smit hefur komið upp hjá félagsliði hennar, Leverkusen. Allir leikmenn liðsins hafa verið settir í sóttkví, en Sandra María hefur ekki greinst smituð.

Í þeirra stað koma þær Kristín Dís Árnadóttir leikmaður Breiðabliks og Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Fylki. 

Ísland mætir Slóvakíu 26. nóvember og Ungverjalandi 1. desember, en báðir leikirnir fara fram ytra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert