Alvarlegur trúnaðarbrestur innan landsliðsins

Jón Þór Hauksson tók við íslenska kvennalandsliðinu í október 2018.
Jón Þór Hauksson tók við íslenska kvennalandsliðinu í október 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður að teljast ólíklegt að Jón Þór Hauksson verði áfram þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu samkvæmt heimildum mbl.is.

KSÍ skoðar nú atvik sem átti sér stað í Búdapest í Ungverjalandi eftir að íslenska liðið hafði tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í Englandi 2022 en það var fótbolti.net sem greindi fyrst frá þessu.

Samkvæmt heimildum mbl.is fór Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, langt yfir strikið gagnvart nokkrum leikmönnum liðsins og lét mjög óviðeigandi ummæli falla í þeirra garð eftir að hafa neytt áfengis.

Sum þessara niðrandi ummæla áttu sér stað fyrir framan allan leikmannahópinn og sneru að getu leikmannanna.

Eftir því sem mbl.is kemst næst hefur alvarlegur trúnaðarbrestur átt sér stað á milli þjálfarans og leikmannahópsins og því erfitt að sjá hvernig samstarfið getur haldið áfram eftir þessa sorglegu uppákomu.

Jón Þór tók við þjálfun íslenska kvennalandsliðsins í október 2018 og er hann með besta sigurhlutfall allra þjálfara sem stýrt hafa liðinu í gegnum tíðina, ásamt því að vera með bestan hlutfallsárangur þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert