Ísland mætir Þýskalandi, Rúmeníu og þremur öðrum

Ísland lék í fyrsta sinn í lokakeppni HM árið 2018 …
Ísland lék í fyrsta sinn í lokakeppni HM árið 2018 í Rússlandi og þá varði Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu frá Lionel Messi í fyrsta leiknum gegn Argentínu sem endaði 1:1. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þýskaland, Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein eru andstæðingar Íslands í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu þar sem leikið verður um sæti í lokakeppninni í Katar í nóvember og desember árið 2022.

Sigurliðið í riðlinum fer beint í lokakeppnina í Katar en liðið í öðru sæti fer í umspil sem leikið verður í marsmánuði 2022. Öll undankeppnin verður hins vegar leikin á árinu 2021 og hefst með þremur umferðum á átta dögum í lok mars, þar sem Ísland þarf að leika alla sína leiki á útivöllum.

Síðan taka við fimm heimaleikir í röð í september og október áður en tveir síðustu leikirnir fara fram á útivöllum í nóvember. Leikjaröðin liggur hins vegar ekki fyrir enn sem komið er.

Riðlarnir tíu líta þannig út:

A: Portúgal, Serbía, Írland, Lúxemborg, Aserbaídsjan
B: Spánn, Svíþjóð, Grikkland, Georgía, Kósóvó
C: Ítalía, Sviss, Norður-Írland, Búlgaría, Litháen
D: Frakkland, Úkraína, Finnland, Bosnía, Kasakstan
E: Belgía, Wales, Tékkland, Hvíta-Rússland, Eistland
F: Danmörk, Austurríki, Skotland, Ísrael, Færeyjar, Moldóva
G: Holland, Tyrkland, Noregur, Svartfjallaland, Lettland, Gíbraltar
H: Króatía, Slóvakía, Rússland, Slóvenía, Kýpur, Malta
I: England, Pólland, Ungverjaland, Albanía, Andorra, San Marínó
J: Þýskaland, Rúmenía, Ísland, Norður-Makedónía, Armenía, Liechtenstein

Dregið í riðla fyrir HM 2022 opna loka
kl. 17:47 Textalýsing Og þá liggur þetta allt fyrir og riðlarnir tíu líta þannig út: A: Portúgal, Serbía, Írland, Lúxemborg, Aserbaídsjan B: Spánn, Svíþjóð, Grikkland, Georgía, Kósóvó C: Ítalía, Sviss, Norður-Írland, Búlgaría, Litháen D: Frakkland, Úkraína, Finnland, Bosnía, Kasakstan E: Belgía, Wales, Tékkland, Hvíta-Rússland, Eistland F: Danmörk, Austurríki, Skotland, Ísrael, Færeyjar, Moldóva G: Holland, Tyrkland, Noregur, Svartfjallaland, Lettland, Gíbraltar H: Króatía, Slóvakía, Rússland, Slóvenía, Kýpur, Malta I: England, Pólland, Ungverjaland, Albanía, Andorra, San Marínó J: Þýskaland, Rúmenía, Ísland, Norður-Makedónía, Armenía, Liechtenstein
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert