Valskonur með lið í 2. deildinni næsta sumar

Valur verður með tvö lið á Íslandsmótinu á árinu 2021.
Valur verður með tvö lið á Íslandsmótinu á árinu 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Val­ur ætl­ar að senda varalið sitt í 2. deild kvenna í fót­bolta á næsta keppn­is­tíma­bili og það mun leika und­ir merkj­um Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Hlíðar­enda, KH.

Frá þessu er greint á face­book-síðu knatt­spyrnu­deild­ar Vals en þetta er í annað sinn sem Hlíðar­enda­fé­lagið fer þessa leið því KH lék eitt tíma­bil áður, 2016, í 1. deild kvenna.

Arn­ar Páll Garðars­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari liðsins og yfirþjálf­ari Vals, Har­ald­ur Hróðmars­son, verður hon­um til stuðnings.

Fram kem­ur að náið sam­starf verið við meist­ara­flokk Vals og þjálf­ar­ana þar, Pét­ur Pét­urs­son og Eið Bene­dikt Ei­ríks­son. Með liði KH munu leika efni­leg­ustu leik­menn 2. og 3. flokks Vals og á síðunni seg­ir að þar með fái ung­ir og efni­leg­ir leik­menn Vals tæki­færi til að reyna sig fyrr í meist­ara­flokki.

Þetta er sama mód­el og er hjá Breiðabliki þar sem efni­leg­ir leik­menn úr 2. og 3. flokki fá tæki­færi til að spila með Augna­bliki í 1. deild.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert