Kvennalandsliðið er lið ársins 2020

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á EM.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu var í kvöld útnefnt lið ársins 2020 af Samtökum íþróttafréttamanna.

Kvennalandsliðið, sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM, vann öruggan sigur í kjörinu og fékk 148 stig. Liðið hafnaði í öðru sæti í sínum riðli, vann sex af átta leikjum sínum í undankeppninni og fékk nægilega mörg stig til að komast beint á EM, án umspils.

Í öðru sæti varð 21 árs landslið karla í fótbolta með 84 stig og í þriðja sæti varð kvennalið Breiðabliks í fótbolta með 14 stig.

Uppfært kl. 20.51, öll stigin í kjörinu:

1. Kvennalandslið Íslands í fótbolta – 148
2. 21 árs landslið Íslands í fótbolta – 84
3. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta – 14
4. Kvennalið Fram í handbolta – 9
5.-6. Kvennalið Skallagríms í körfubolta – 7
5.-6. Karlalið Vals í fótbolta – 7
7.  Karlalandslið Íslands í handbolta - 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert