Birkir snýr aftur til HK

Birkir Valur Jónsson í leik með HK gegn Val.
Birkir Valur Jónsson í leik með HK gegn Val. mbl.is/Hari

Varnarmaðurinn Birkir Valur Jónsson er kominn aftur til úrvalsdeildarliðs HK í knattspyrnu eftir hálfs árs lánsdvöl hjá Spartak Trnava í Slóvakíu.

Birkir fór til slóvakíska félagsins í lok júlí eftir að hafa leikið fyrstu níu leiki Kópavogsliðsins í deildinni. Hann lék fjóra leiki með liðinu í efstu deildinni þar í landi, tvo þeirra í byrjunarliðinu, og skilur við það í fimmta sætinu.

Birkir Valur, sem er 22 ára gamall, hefur verið fastamaður í liði HK sem hægri bakvörður undanfarin ár og spilað 98 deildaleiki með því, þar af 30 í úrvalsdeildinni síðustu tvö árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert