Þróttur Reykjavík hefur gert samning við knattspyrnukonuna Guðrúnu Gyðu Haralz en hún kemur til félagsins frá Breiðabliki. Guðrún er 21 árs og á að baki 17 leiki í efstu deild.
Guðrún spilaði tvo leiki með Breiðabliki á síðustu leiktíð en hún hefur einnig leikið með KR, HK/Víkingi og Augnabliki. Þróttur endaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Guðrún á 24 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands þar sem hún hefur skorað 14 mörk. Þá hefur hún skorað sjö mörk í 21 leik í 1. deild.