Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn þjálfari 21-árs landsliðs karla í knattspyrnu en hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni sem var á dögunum ráðinn þjálfari A-landsliðs karla.
Davíð Snorri, sem er 33 ára gamall, hefur þjálfað U17 ára landslið karla síðustu ár en hann var áður þjálfari meistaraflokks karla hjá Leikni í Reykjavík og aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni.
Hann á stórt verkefni fyrir höndum en 21-árs landsliðið er á leið í úrslitakeppni EM í lok mars þar sem það leikur þrjá leiki í riðlakeppninni, gegn Rússlandi, Danmörku og Frakklandi.