Valsmenn og Víkingar voru á skotskónum á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gær og skoruðu fimm og sex mörk í leikjum sínum við Þrótt og ÍR.
Valsmenn tóku á móti Þrótturum á Hlíðarenda og þar fór hinn 18 ára gamli Sigurður Dagsson á kostum og skoraði þrennu. Patrick Pedersen og Birkir Heimisson skoruðu sitt markið hvor í 5:0 sigri. Valsmenn höfðu áður unnið Víkinga 4:1 og standa best að vígi í A-riðli mótsins.
Víkingar og Leiknismenn eru reyndar líka með 6 stig og baráttan um tvö sæti í undanúrslitum er því hörð en Víkingar unnu ÍR 6:2 á heimavelli sínum í Fossvogi í gær. Adam Ægir Pálsson skoraði tvö markanna og þeir Nikolaj Hansen, Pablo Punyed, Viktor Örlygur Andrason og Helgi Guðjónsson eitt hver. Bergvin Fannar Helgason og Halldór Arnarsson skoruðu fyrir Víking.