Knattspyrnumaðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson frá Keflavík er þessa dagana til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Sirius.
Rúnar, sem er 21 árs gamall vinstri bakvörður eða kantmaður, var í stóru hlutverki hjá Keflavík þegar liðið vann 1. deildina á síðasta tímabili og var í hópi 21-árs landsliðsins í haust. Hann spilaði fjóra leiki með Keflvíkingum þegar þeir voru síðast í úrvalsdeildinni árið 2018.
„Hann er hér til að sýna sig fyrir okkur og við að sýna honum okkur,“ segir Adrian von Heijne, yfirmaður þróunarmála hjá Sirius, á heimasíðu félagsins.
Rúnar mun æfa með Sirius í tíu daga og spila æfingaleik með liðinu gegn Gefle.