„Einn af okkar færustu þjálfurum“

Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði á blaðamannafundi í dag að Þorsteinn Halldórsson sé tvímælalaust einn af færustu knattspyrnuþjálfurum Íslendinga. 

„Ég vil þakka fráfarandi þjálfurum fyrir þeirra störf, þeim Jóni Þór Haukssyni og Ian Jeffs. 

Tilefni fundarins er að kynna nýja þjálfara. Þorsteinn Halldórsson er tvímælalaust einn af okkar fremstu og færustu þjálfurum síðustu ára. Þorsteinn hefur náð frábærum árangri með lið Breiðabliks. Lið sem vakti athygli á síðasta tímabili. Breiðablik var verðugur Íslandsmeistari og var mjög sterkt bæði í vörn og sókn. Ég vil einnig þakka Breiðablik fyrir að láta Þorstein lausan í þetta verkefni.

Verkefnin framundan eru mjög spennandi enda bæði lokakeppni og ný undankeppni fyrir HM. 

Einnig er mjög gaman að sjá Ásmund Haraldsson aftur í höfuðstöðvum KSÍ en hann var hér frá 2013 til 2018 og þá sem aðstoðarþjálfari Freys. Við erum mjög bjartsýn varðandi framtíðina og erum komin með gott teymi í þeim Þorsteini og Ásmundi,“ sagði Guðni Bergsson á fundinum. 

Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert