Knattspyrnumaðurinn Kristófer Reyes hefur gert samning við Fjölni en hann kemur til félagsins frá Víkingi í Ólafsvík.
Kristófer lék sína fyrstu leiki með Víkingi áður en hann fór til Fram árið 2015. Árið 2019 sneri hann aftur til Víkings en er nú kominn aftur í höfuðborgina.
Varnarmaðurinn hefur leikið 68 leiki í 1. deildinni og skorað í þeim eitt mark, en það kom í sumar í 4:2-sigri Víkings á Leikni Fáskrúðsfirði.