Kona kemur í konu stað

Flestar landsliðskonurnar eru nú komnar í atvinnumennsku erlendis.
Flestar landsliðskonurnar eru nú komnar í atvinnumennsku erlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar allt að þrettán landsliðskonur, og jafnvel fleiri, hverfa á braut eins og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag, verður það að sjálfsögðu sjónarsviptir fyrir keppnina í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á komandi tímabili.

Þessar þrettán, sem eru í raun fjórtán með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem var í láni hjá Val en snýr aftur til Bandaríkjanna, eiga samtals 444 landsleiki að baki og skoruðu ellefu af fimmtán mörkum íslenska landsliðsins á síðasta ári.

Áfall fyrir deildina, kynni einhver að segja, þegar allir þessir gæðaleikmenn eru horfnir úr landi. En er það svo víst? Kona kemur í konu stað, svo gamalt máltæki sé lagað að nútímanum, og það verða eftir sem áður ellefu í hverju byrjunarliði.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert