Þrettán eru farnar úr landi

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru meðal þeirra …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru meðal þeirra ungu landsliðskvenna sem eru farnar í atvinnumennsku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvorki fleiri né færri en þrettán landsliðskonur í knattspyrnu sem léku með íslenskum félagsliðum á árinu 2020 hafa gengið til liðs við erlend atvinnulið í haust og vetur.

Dagný Brynjarsdóttir varð sú þrettánda í röðinni þegar West Ham tilkynnti í fyrrakvöld að hún hefði samið við félagið. West Ham er á sínu þriðja ári í ensku úrvalsdeildinni og freistar þess að festa sig betur í sessi, m.a. með því að fá reyndan leikmann eins og Dagnýju í sínar raðir, en Lundúnaliðið er í botnbaráttu þegar keppnin er hálfnuð.

Ljóst er að sá árangur landsliðsins að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer sumarið 2022 hefur verið hvati fyrir margar þeirra til að fara í atvinnumennsku og freista þess að eiga möguleika á að standa sig sem allra best þegar að lokakeppninni kemur.

Af þessum þrettán leikmönnum léku átta með tveimur langbestu liðum landsins á síðasta tímabili, fimm með Breiðabliki og þrjár með Val, og því eru talsverð skörð höggvin í þeirra raðir.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og þar má sjá kort yfir allar landsliðskonur Íslands sem leika erlendis

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert