Þórsari lánaður til Feneyja

Jakob Franz Pálsson í leik með Þór síðasta sumar.
Jakob Franz Pálsson í leik með Þór síðasta sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ítalska knattspyrnufélagið Venezia tilkynnti nú í kvöld að það hefði fengið til liðs við sig Jakob Franz Pálsson, 17 ára drengjalandsliðsmann frá Þór á Akureyri.

Jakob kemur til Feneyjaliðsins í láni frá Þór og Venezia er með kauprétt á honum, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu félagsins, en hann hefur leikið tólf leiki með meistaraflokki Þórs í 1. deild og ellefu leiki með yngri landsliðum Íslands.

Hann fer beint í unglingalið félagsins. Með aðalliði Venezia leika tveir íslenskir leikmenn, Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson, sem komu til Feneyja frá ÍA og Víkingi R. síðasta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert