Jana Sól Valdimarsdóttir, 17 ára knattspyrnustúlka úr Stjörnunni, er gengin til liðs við Val og hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið.
Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum Vals en Jana Sól, sem leikur stöðu kantmanns, hefur spilað í þrjú ár með meistaraflokki Stjörnunnar þrátt fyrir ungan aldur. Hún á að baki 21 leik með Garðabæjarliðinu í úrvalsdeildinni og hefur skorað í þeim þrjú mörk en Jana spilaði tólf af sextán leikjum liðsins í deildinni á síðasta tímabili.
Þá á hún að baki níu leiki með yngri landsliðum Íslands.