Jörundur Áki tekur við drengjalandsliðinu

Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Garðbæingurinn Jörundur Áki Sveinsson er tekinn við þjálfun U17 ára landsliðs karla í knattspyrnu samkvæmt frétt á vef KSÍ. 

Segja má að keðjuverkun fór í gang innan KSÍ þegar Arnar Þór Viðarsson tók við A-landsliði karla. Hætti hann þá sem þjálfari U21 árs liðs karla. 

Við starfi hans þar tók Davíð Snorri Jónsson sem hætti þá sem þjálfari U17 ára liðsins. 

Jörundur Áki Sveinsson tekur við U17 ára liðinu og raunar einnig U16 ára liðinu en Davíð Snorri verður honum til aðstoðar. Jörundur Áki mun áfram þjálfa sömu aldursflokka hjá kvennalandsliðunum og með honum verður Þórður Þórðarson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert